Fréttablaðið - 04.08.2011, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 04.08.2011, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 4. ágúst 2011 3 Í tískuheiminum er ekki einfalt að vera sjálf-stæður hönnuður á okkar dögum. Flest tískuhús sem nöfnum tjáir að nefna enda seint og um síðir í hönd- um stórra samsteypna. Nefna má LVMH sem á Dior, Vuitton, Givenchy og ótal fleiri og PPR sem er eigandi Gucci, YSL, Balenciaga og fleiri. Sumir hönnuðir hafa ekki komist á skrið fyrr en fjársterkur aðili hefur opnað veskið sitt og þeir eru þannig frá upphafi þrælar fjármagnsins og sífellt undir þeirri kvöð að skila hagnaði. Undantekningar frá reglunni finnast þó eins og Sonia Rykiel sem hefur í rúm fjörutíu ár verið drottning prjónapeys- anna sem hún fann upp í Saint Germain des Près-hverfinu á umbrotaárinu 1968 og Jean- Paul Gaultier sem er sinn eigin herra þó hann hafi selt hluta af fyrirtæki sínu til Hermès. Einnig má nefna önnur, ekki síður athyglisverð tísku- hús sem öll eru sjálfstæð og búa við þó nokkra velgengni. Til dæmis Jean-Claude Jitrois sem sérhæfir sig í leðurhönn- un. Hann fann upp hið svo- kallaða teygjanlega leður en það er gert með því að setja bómullarefni sem inniheldur teygju, innan á leðrið. Með þessum hætti er leðrið líkt og önnur húð á líkamanum. Marithé og François Girbaud eru líklega frægustu gallasér- fræðingar Frakka og hafa fylgt öllum nýjungum í fjörutíu ár. Agnès B. er fyrirtæki sam- nefndrar Agnesar sem árum saman hefur hannað og selt fatnað sem telst í miðlungs- verðflokki. Heldur ódýrara en fínasti lúxusfatnaðurinn en töluvert dýrari en ódýrustu merkin. Fyrirtækið var stofnað 1973 en náði flugi 1979 með frægri jakkapeysu sem lokaðist með smellum í stað talna sem þótti mikil nýjung. Agnès B. er þekkt fyrir að vera harður andstæðingur „Made in China“ og neitar alfarið að láta fram- leiða ódýrari fatnað í Kína. Öll hennar tískuföt eru framleidd í Frakklandi. Sjálf segist hún kæra sig kollótta um tískuna, fötin séu sköpuð fyrir venjulegt fólk og þess daglega líf. Samkvæmt Dominique Cuvillier, sem kennir í tísku- skólum og er sérfræðingur í tískustraumum, er lykillinn að velgengni þessara sjálf- stæðu hönnuða einmitt að þeir lifa í takt við neytandann. Þeir vita hvað viðskiptavinirnir vilja og hvað hentar þeim. Því seljast sköpunarverk þeirra sem aftur gerir þeim kleift að standa á eigin fótum. Tískan er þá framleidd fyrir notand- ann en ekki öfugt eins og þegar tískuhönnuður ákveður hvað notandinn eigi að kaupa, allt í nafni tískunnar. bergb75@free.fr Síðustu geirfuglarnir Stutt hálsbönd voru áberandi á tískupöllunum síðasta vor þegar haust- og vetrarlínurnar voru kynntar. Allt frá látlausum og stuttum perlufestum Donnu Karan til gylltra hálsbanda Yves Saint Laurent, sem sett voru yfir ýmis konar klæðnað til dæmis kjóla í stíl fimmta áratugarins og pelsa. Einnig voru þau höfð undir skyrt- um til að lífga upp á heildarútlitið. - mmf Hálsbönd nýjasta æðið Hálsbönd eru nýjasta æðið í tískuheiminum en þeim sást bregða fyrir á tískupöllunum hjá öllum helstu tískuhúsunum í haust- og vetrarlínunum. Talsvert langt er síðan stutt hálsbönd voru síðast í tísku. Fylgihlutalína Chanel var spenn- andi en inn á milli lítilla handtaska, brjóstnála og blúnduhanska var hægt að sjá háls- bönd úr keðjum. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI? Stærsti frétta- og afþreyingarvefur landsins. ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá Nice NORDICPHOTOS/GETTY Hálsbönd sem litu út fyrir að vera samsett úr blómum lágu þétt að hálsi fyrirsætnanna á haust- og vetrarsýn- ingu Valentino í vor. Á tískusýningu Emilio Pucci í vor, sem var líkust ævintýri, virtust fyrir- sæturnar allt eins geta átt sögulegu bygginguna sem sýningin fór fram í. Það vakti þó eftir- tekt að þær báru stutt hálsbönd. Bottega Veneta sýndi einnig hálsbönd en annars var haust- og vetrarlínan með óvenjulegum samsetningum og sérstökum smáatriðum. Í línu Giambattista Valli gat að líta háls- bönd. Valli er þekktur fyrir kvenlegar pífur og slaufur, en hönnun hans er vinsæl meðal stjarnanna á rauða dreglinum. ÚTSÖLULOK–VERÐHRUN Við erum á Facebook LOKADAGAR Kjólar Skokkar Mussur Toppar Bol ir Gal la kvartbuxur o.m. f l . Vefverslunin Lakkalakk heldur fatamarkað á Dunhaga 20 í Vestur- bænum í dag og á morgun. Markaðurinn er opinn í dag frá klukkan 14 til 20 og á morgun frá klukkan 12 til 19. Heimild: www. lakkalakk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.