Fréttablaðið - 04.08.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.08.2011, Blaðsíða 20
20 4. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR Fram er komin ný og merkileg heimspekikenning ESB-sinn- ans Þrastar Ólafssonar (Frétta- blaðið 2. ágúst síðastliðinn), sem leitast við að sannfæra að minnsta kosti sjálfan sig um að hugmyndin um frelsi sé annars vegar úrelt hippakenning og hins vegar sprottin úr kald- lyndri heimssýn nýfrjálshyggj- unnar. Hann reynir síðan að útskýra hvernig standi á því að blómabörnin og nýfrjálshyggju- menn hafi náð saman en gengur illa að finna botninn á því máli og viðurkennir það sjálfur. Þröstur færist því mikið í fang og fetar slóð þeirra sem telja að hugmyndir um þjóðríkið muni nú láta undan síga, en framtíðin felist í stærri ríkjasamböndum og auknu samstarfi þjóða í mill- um. Það séu gildin, mannúð, samvinna, samstaða og sam- hjálp sem eigi að varða leiðina til framtíðar. Innanríkisráðherrann og frelsið Orðrétt segir Þröstur: „Það virðist sitja fast í þeim jafnréttiskenningum sem uxu upp úr hreyfingu 68-kynslóðar- innar erlendis, sem segir að maðurinn sé frjáls, svo fremi engir utanaðkomandi aðilar hafi áhrif á gerðir hans. Þetta sjónarmið kom skýrt fram í skrifi innanríkisráðherrans nýlega. Hann sagði að það væru ekki endilega gjörningarnir frá Brussel sem mótuðu afstöðu hans, heldur að það væru aðrir en hann (Íslendingar) sem ákvæðu. Við erum þannig aðeins frjáls sem einstaklingar og sem þjóð, að við séum ein- göngu upp á okkur sjálf komin og deilum engu með öðrum né tökum við neinu frá öðrum.“ Síðan útlistar Þröstur Ólafsson það hvernig „grunnurinn“ sé sá sami hjá „ysta vinstrinu“ og „nýfrjálshyggjunni“, nefni- lega „hinn óháði, einstæði ein- staklingur.“ Annað sé uppi hjá ESB. Þar séu menn að ná fram réttlæti með „tilurð mikilla tifærslusjóða“. Og áfram: „Sýn þessara baráttu félaga er ekki samhyggja einstaklinga, þar sem kjörum er deilt, fengið og gefið á víxl, heldur sérhyggja þar sem hver stendur einn og deilir kjörum með sjálfum sér. Þeir eru sammála í sýn sinni á manninn. Þessir samherjar segja afstöðu sína sprottna af þjóðernishyggju.“ Hér eru margar rangar stað- hæfingar svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Alla vega kannast ég ekki við sjálfan mig í neinu af því sem þarna er sagt! Að rétta hjálparhönd Fyrir utan hið skilgreiningar- lega vandamál að þjóðríki geta augljóslega ekki haft samvinnu sín á milli nema að þau séu til; að ákvörðun verður að sjálfsögðu ekki tekin af þeim sem ekki hefur til þess einhvers konar rétt og að frjáls einstaklingur er að minnsta kosti alveg jafn líklegur til að rétta meðbróður sínum hjálparhönd og sá sem ekki ræður gerðum sínum, þá liggur kenningasmiðnum svo mikið á að hann gleymir að skýra út „þá tegund vinstrimanna sem deila hugmyndinni um einstaklinginn með nýfrjálsum, þó á öðrum for- sendum sé …“ Þarna vantar allan botn og öll rök. Ég velti fyrir mér hver staðan væri í heimspeki Þrastar og fleiri skoðanabræðra hans ef ESB yrði leyst upp og væri ekki lengur til. Hver væri vettvangur framvarðarsveitar hinna góðu gilda? Hvar myndu hermenn og hugsuðir samhjálpar og mann- úðar beita sér í baráttunni til dæmis gegn „ysta vinstrinu“, sem þá væntanlega hefði á stefnuskrá sinni frelsi einstak- lingsins, sjálfstæði þjóðarinnar, aðhylltist eins konar Monroe kenningu og væri tregt til að sinna meðbræðrum sínum í neyð? Þverr nú mönnum þrek Mér finnst farið að þverra mjög andlegt þrek manna þegar allar hugsanir og allar setningar enda á ESB. Samúðin er í ESB. Mann- úðin er í ESB. Samhjálpin er í ESB. Menningarleg vitund okkar er í ESB. Umræðan felst nú í að leysa úr einnar breytu jöfnunni x+ESB=Gott, þar sem x merkir: Allt sem er til í heiminum. Allt sem ESB gerir er gott. Hótanir ESB í garð íslenskra sjómanna vegna makrílveiða eru auðvitað bara umhverfisvernd. Krafan um Icesave-greiðslu er tilraun til uppeldis á óstýrilátu barni. Aðstoð við innheimtu óhóflegra bankalána gráðugra evrópskra banka er „hjálp“ til Grikkja. Krafan um að Grikkir standi við samninga um hergagnakaup af Þjóðverjum og Frökkum er „eðli- leg forsenda“. Snert mína sál Gagnrýni vinstrimanna á ESB hefur einkum og sérílagi verið gagnrýni á þá nýfrjálshyggju- stefnu sem þar ræður ríkjum sem og skort á lýðræði í stjórnun og ákvarðanatöku. Þessari gagnrýni nenna ESB sinnar ekki að svara. Þeirra tal öðlast æ meir blæ trúarbragða, þar sem allt er hægt að skýra með afstöðu til ESB. Andúð á fjöl- menningu, andúð á framförum og andúð á samvinnu á sam- kvæmt þeirra kokkabókum upp- runa í að ESB hefur ekki náð að snerta sálu manna. Menn þurfa að sjá ljósið, frelsast. Það að vera gagnrýninn, hvað þá heldur andsnúinn ESB á rætur að rekja til öfgafullra nýfrjáls- hyggjutilhneiginga eða þess að vera frosinn fastur í einhverju óskilgreindu „ysta vinstri“. Geta menn (tala nú ekki um þýsk- menntaða hagfræðinga) ekki séð muninn á félagshyggju og „til- færslusjóðum“ sem hafa það eina markmið að tryggja samfélag frjálshyggju og kapítalisma? Eru menn svo langt leiddir í trúnni? Við megum samkvæmt ESB reglum ekki halda úti íbúðalána- sjóði eftir okkar hentugleikum, við megum ekki reka samfélags- lega póstþjónustu. Ég kalla þetta kreddur og fáir munu treysta sér til að kalla það félagshyggju. Hvað er ESB? Það kann að vera að við munum einn góðan veðurdag ganga í ESB og það kann að vera að okkur muni líða ágætlega þar. Það kann líka að vera að við gerum það ekki. Það kann að vera að okkur muni farnast vel utan þess. Ætli það hafi svo mikið að gera með tilvistar- hyggju Sartres, einstaklings- hyggju Mills eða sósíalisma Marx? ESB er ekki nafn á heim- spekikenningu. ESB er ekki stjórnmálaskoðun. ESB er efna- hagsbandalag sem á sér draum um að verða stórríki. Og það sem meira er, ESB er rammi utan um ákvarðanatöku á sama hátt og sveitarfélagið og þjóð ríkið eru það á sína vísu. Vilji menn svipta nærumhverfið þessum lýðræðislegu umgjörðum eru menn jafnframt að draga úr lýð- ræðislegum möguleikum fólks til ákvarðanatöku þar. Umhyggja fyrir þessum ramma hefur þann- ig hvorki með þjóðernishyggju né alþjóðahyggju að gera. Heldur fyrst og fremst lýðræðið og það form sem við teljum best til þess fallið að stuðla að frelsi og lýð- ræðislegri ákvarðanatöku. Það er síðan viðfangsefni félagslega sinnaðs fólks að nýta þennan ramma til að berjast fyrir hug- sjónum sínum um samfélag jafn- aðar. Á að reyna aftur? Illa er nú komið fyrir mönnum sem mér skilst að vilji kenna sig við einhvers konar félagshyggju eins og Þröstur Ólafsson, þegar þeir gera lítið úr tilraunum til að auka frelsi einstaklingsins og efla lýðræðið. Hvort tveggja hefur í mínum huga alltaf verið óaðskiljanlegur hluti þeirrar félagshyggju sem ég aðhyllist og vil berjast fyrir. Þetta nefni ég þar sem Þröstur Ólafsson lætur svo lítið í grein sinni að leggja út af hugmyndum sem ég hef sett fram um frelsi einstaklingsins. Ég nefni þetta líka til mótvægis við þá sýn sem Þröstur talar fyrir. Samkvæmt því sem ég fæ skilið af skrifum hans skal nú skipuleggja réttlætið með risa- vaxinni miðstýringu í stórríki. Einhvern veginn rámar mig í að þetta hafi verið reynt áður. Heimspeki Þrastar Ólafssonar Höfum við efni á að búa lengur á Íslandi? Þessi spurning hlýtur að brenna á mörgum lands- mönnum. Þróunin í efnahagsmál- um hér á landi er mikið áhyggju- efni fyrir fjölskyldufólk og komin úr öllu samhengi við kostnað þess að lifa á Íslandi í dag. Það þarf ekki sérfræðinga til þess að kom- ast að þessari niðurstöðu, þetta blasir við hvert sem maður lítur. Hinn vinnandi meðalmaður nær ekki lengur endum saman og tap íslenskra fjölskyldna virðist engan enda ætla að taka. Það dapurlega er að það virðist heldur engin ásættanleg framtíðar- sýn vera í mótun hjá stjórnvöldum fyrir starfandi fólk í landinu, og þó það liggi fyrir að skuldirnar sem almenningur tók og tekur enn á sig vegna hrunsins séu himinháar, eru raunverulegar afleiðingar hrunsins fyrir fólkið í landinu enn að mörgu leyti mjög óljósar. Útlitið er vægast sagt svart og því miður er það staðreynd að fólks- flótti frá landinu er enn að aukast verulega. Sá hópur fólks sem helst leggur á flótta er vel menntað fólk sem ekki fær laun í samræmi við þá vinnu sem það hefur lagt á sig með áralöngu háskólanámi og mikilli baráttu við að ná settum markmiðum í lífinu. Fyrir þetta fólk er kostnaðurinn orðinn of mikill við að búa á Íslandi. Með þessu fólki fara heilu fjölskyld- urnar og eftir sitja aðstandend- ur sem oft eru í eldri kantinum og hefðu gjarnan viljað hafa sína afkomendur nálægt sér. Ekki eru öll kurl komin til grafar og afleið- ingar hrunsins enn að koma í ljós. Getur t.d. einhver gert sér í hugar- lund hvernig hið íslenska samfélag mun líta út eftir 10 ár? Höfum við efni á að búa hér áfram? Margir komast nú að þeirri niðurstöðu að svo er ekki. Fólk sem fór „heiðarlegu leið- ina“ í að sjá fjölskyldum sínum farborða og eiga fyrir útborgun í íbúð, situr nú uppi með gríðar- legt tap og þarf að sætta sig við að allt streðið við að koma undir sig fótunum var tilgangslaust í fjár- hagslegu tilliti. Afraksturinn af öllu erfiðinu er enginn og stökk- breytt lán, námslán og óhagstæð ytri skilyrði eru þung byrði á fjöl- skyldunum, þar sem launin sem alla jafnan teldust þokkaleg, duga ekki lengur til þess að standa skil á pakkanum með góðu móti. Lífs- baráttan er orðin að stóru spurn- ingarmerki og það er mjög letjandi fyrir einstaklinginn að leggja sig fram undir þessum kringumstæð- um. Framtíðarsýn er af skornum skammti og í samfélaginu ríkir sífellt meiri ósátt og sundrung. Fólk þarf ekki einungis að sætta sig við að hafa í mörgum tilfellum misst sparnað sem það vann fyrir hörðum höndum, heldur á sér stað fádæma óréttlæti þar sem sumir fá afskriftir en aðrir ekki og í vali ríkisstjórnarinnar á því hverjir fá afskriftir virðast tilviljanir og heppni ráða ferðinni. Staðan, sem nú þegar er afkáraleg, versnar stöðugt og laun millistéttarfólks duga ekki lengur fyrir lágmarks- útgjöldum. Það er því miður stað- reynd að sú stétt er að hrynja niður í hóp fátækra í samfélaginu. Tilgangurinn með harkinu er því vandséður, hvort sem horft er til baka eða fram á veginn og auð- skilið af hverju fólksflótti milli- stéttarinnar eykst sífellt. Tapið eftir hrunið var gríðar- legt, en það sem vekur hjá manni óhug er að því virðast engin tak- mörk sett. Tap landsmanna felst m.a. í vaxandi óhagstæðum lífs- skilyrðum, áframhaldandi spill- ingu og skorti á framtíðarsýn. Stjórnvöldum hefur mistekist það gríðarlega mikilvæga verk- efni að gefa fólki von um réttláta framþróun, sátt og uppbyggingu velferðar hér á landi og það eina sem blasir við er áframhaldandi tap fyrir fólkið í landinu. Er ekki löngu kominn tími á nýja byltingu? Ísland, einungis fyrir auðmenn! Samfélagsmál Kristjana Björg Sveinsdóttir framhaldsskólakennari Stjórnmál Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra Ég velti fyrir mér hver staðan væri í heim- speki Þrastar og fleiri skoðanabræðra hans ef ESB yrði leyst upp og væri ekki lengur til. Hver væri vettvangur framvarðarsveitar hinna góðu gilda? FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI FRÓÐLEIKUR Meiri Vísir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.