Fréttablaðið - 04.08.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.08.2011, Blaðsíða 16
4. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR16 Umsjón: nánar á visir.is Sífellt fleiri félagsmenn VR vinna fjarvinnu. Samkvæmt niður stöðum launakönnunar VR árið 2011 vinna 41,8 prósent félagsmanna hluta vinnutíma síns í fjarvinnu. Árið 2004 unnu 23,3 prósent félagsmanna hluta vinnu sinnar í fjarvinnu. Sama hlutfall var 40,4 prósent í fyrra. Þá hefur meðalvinnutími utan vinnustaðar aukist um þrjár klukkustundir á viku milli ára og er nú 10,4. 49 prósent karla vinna fjarvinnu og 36 prósent kvenna. Launakönnun VR er gerð árlega meðal fullgildra félags- manna. Niðurstöður í heild sinni verða birtar í september. - mþl Launakönnun VR: Heimavinna færist í vöxt Sumarjógúrt með mangó frá MS. Frábær í útileguna, í bústaðinn eða hvar sem þú ert á ferðinni í sumar. ms.is EFNAHAGSMÁL Ekkert land eyddi jafnmiklu í bankakerfið og Ísland, að frátöldu Írlandi, á árunum 2007 til 2009 vegna alþjóðlegu fjármála- kreppunnar. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu OECD um Ísland, en fjallað er um málið í nýjasta tölu- blaði Vísbendingar, vikurits um við- skipti og efnahagsmál. Fjármálakreppan á árunum 2007 til 2009 kostaði írska ríkið lang- mest, eða sem nemur 49 prósentum af landsframleiðslu. Kostnaður Íslendinga samkvæmt OECD var hins vegar 20,3 prósent af lands- framleiðslu. Sú tala er þó nær örugglega of lág því hið opinbera hefur lagt meiri peninga inn í bankakerfið frá árinu 2009, svo sem til Íbúðalánasjóðs. Þau ríki sem koma næst á eftir Íslandi eru Holland, Bretland og Lúxemborg með kostnað upp á 12,9 prósent, 8,7 prósent og 7,7 prósent af landsframleiðslu. Kostnaður ann- arra ríkja var undir fimm prósent- um af landsframleiðslu. Í Vísbendingu er þeirri spurn- ingu velt upp hve miklu meiri kostn- aður íslenska ríkisins hefði verið ef Sigrún Ragna Ólafsdóttir hefur verið ráðin forstjóri VÍS og Lífís. Hún hverfur úr starfi fram- kvæmdastjóra fjármálasviðs Íslandsbanka og hefur störf 1. september næstkomandi, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu. Sigrún lauk cand.oecon prófi frá Háskóla Íslands árið 1987. Hún hlaut löggildingu sem endurskoð- andi árið 1990 og lauk MBA-prófi frá HR árið 2007. - mþl Sigrún Ragna Ólafsdóttir: Sigrún ráðin forstjóri VÍS NEW YORK, AP Verð hlutabréfa lækk- aði víðast hvar í heiminum í gær, að því er virðist vegna svartsýni um horfur í efnahagsmálum í Banda- ríkjunum og Evrópu. Dow Jones- hlutabréfavísitalan í New York lækkaði níunda daginn í röð, sem hefur ekki gerst síðan árið 1978. Barack Obama Bandaríkjafor- seti skrifaði á þriðjudag undir lög um hækkun skuldaþaks banda- ríska ríkisins. Þar með var komið í veg fyrir greiðslufall þess, sem hefði annars orðið síðar sama dag. Í kjölfarið virðast sjónir fjárfesta vestanhafs hafa beinst að teiknum um versnandi stöðu efnahagsmála í Bandaríkjunum. Fyrir opnun markaða í gær var birt gildi þekktrar vísitölu um umsvif í bandaríska þjónustugeir- anum fyrir júlímánuð. Leiddi hún í ljós hægasta vöxt í geiranum í sautján mánuði. Bætist sú niður- staða í hóp nýlega birtra hag- talna um einkaneyslu, framleiðslu og hagvöxt, sem hafa allar þótt slæmar. Áhyggjur af stöðu mikið skuld- settra ríkja evrusvæðsisins hafa magnast á ný síðustu daga. Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa af þeim sökum fallið síðustu daga en í gær lækkaði vísitalan í Frankfurt um 3,5 prósent og vísitölur í London og París um 2,5 prósent. Hrávöruverð hefur einnig lækk- að síðustu daga ef frá er skilið gull- verð, sem hefur aldrei verið hærra að nafnvirði. Þekkt er að fjárfestar leita í gull þegar svartsýni eykst á mörkuðum. Þá hefur ávöxtunarkrafa á ríkis- skuldabréfum Bandaríkjanna og Þýskalands lækkað töluvert, sem bendir til þess, eins og þróun gull- verðs, að fjárfestar séu í leit að öryggi. - mþl Dow Jones-vísitalan lækkaði níu daga í röð: Svartsýni eykst á helstu mörkuðum Helsta matsfyrirtæki Kína, Dagong Global Credit Rating Company hefur lækkað lánshæfis- mat bandaríska ríkisins úr A+ í A. Þetta gerist þrátt fyrir að komist hafi verið hjá greiðslufalli þess á þriðjudag með samkomulagi milli þingflokka á síðustu stundu um hækkun skuldaþaks ríkisins. Matsfyrirtækið varð í nóvember það fyrsta til að lækka lánshæfis- einkunn Bandaríkjanna úr AAA, sem er hæsta gefna einkunn, en hefur nú gengið skrefinu lengra. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að efasemdir hafi aukist um getu bandaríska ríkisins til að standa við langtímaskuldbindingar sínar. Ekkert stóru þriggja vestrænu matsfyrirtækjanna, Moody’s, Standard & Poor’s og Fitch, hefur lækkað lánshæfismat bandaríska ríkisins úr AAA. Moody’s hefur hins vegar sagt líkurnar á lækk- un matsins hafa aukist undanfarið. - mþl Kínverskt matsfyrirtæki lækkar mat Bandaríkjanna: Lækkar lánshæfismatið SIGRÚN RAGNA ÓLAFSDÓTTIR WALL STREET Svartsýni virðist gæta á mörkuðum um horfur í efnahagsmálum í Bandaríkjunum og Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Íslenska leiðin bara ódýrari en sú írska Beinn kostnaður íslenska ríkisins af fjármálakreppunni sem skall á 2007 var meiri en nokkurs annars ríkis ef frá er skilið Írland, samkvæmt OECD. Ríkið lagði bankakerfinu til jafngildi 20 prósenta af landsframleiðslu frá 2007 til 2009. Sv íþ jó ð Fr ak kl an d Þý sk al an d Sp án n D an m ör k G rik kl an d Au st ur rík i Ú kr aí na Ba nd ar ík in Le ttl an d Be lg ía Lú xe m bo rg Br et la nd H ol la nd Ís la nd Írl an d 50% 40% 30% 20% 10% 0% Beinn kostnaður vegna fjármálakreppunnar 2007 til 2009 49 % 20 ,3 % 12 ,9 % 8, 7% 7, 7% 5%4, 9% 4, 9% 4, 8% 4, 1% 3, 6% 3, 1% 1, 8% 1, 4% 1, 0% 0, 7% Heimild: OECD 12,1 MILLJARÐUR króna er heildarvelta fasteignaviðskipta á höfuðborgar-svæðinu í júlí en veltan jókst um 58,8 prósent milli ára. ákveðið hefði verið að verja banka- kerfið til þrautar. Er það mat greinarhöfundar að lán til Kaupþings daginn fyrir hrun bankans og hugmyndir um að ríkið keypti 75 prósenta hlut í Glitni sýni að ráðamenn hafi ekki gert sér grein fyrir því hve alvarleg staðan hafi verið. Það hafi því reynst Íslendingum lán í óláni hve tregar aðrar þjóðir reyndust til að lána Íslendingum haustið 2008. Sú kenning að Íslendingar hafi sloppið vel vegna ákvörðunar um að leyfa bönkunum að falla eigi hins vegar ekki við rök að styðjast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.