Fréttablaðið - 04.08.2011, Síða 44

Fréttablaðið - 04.08.2011, Síða 44
4. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR32 folk@frettabladid.is 350 MYNDIR af söngkonunni Lady Gaga prýða nýja ljósmyndabók eftir Terry Richardson sem kemur út í nóvember. Hann elti hana með myndavélina á lofti í tíu mánuði og tók myndir af bókstaflega öllu sem gerðist í lífi Lady Gaga, að hennar sögn. Skeggvöxtur tónlistar- manna er mismikill eins og gengur og gerist. Mikið skegg gefur þó vísbendingu um að viðkomandi aðhyllist frekar þjóðlagatónlist en aðrar tónlistarstefnur. Skegg hefur verið mjög í tísku í þjóðlagatónlistinni undanfarin ár. Forsprakkar hljómsveita á borð við Fleet Foxes, Bon Iver og Band of Horses eiga það allir sameig- inlegt að vera vel skeggjaðir og virðist þessi tíska skipta miklu máli vilji menn vera teknir alvar- lega í faginu. Um leið eru menn mögulega að nota skeggið til að sýna fram á þroska sinn og kannski aðgreina sig frá meginstraumspoppinu þar sem oft er lögð meiri áhersla á hégómann en góðu hófi gegnir. Ekki skemmir fyrir ímyndinni ef þjóðlagapopparar einangra sig uppi í fjallakofa til að semja lög á kassagítarinn sinn og sömuleiðis er gott að vera sveitalega klædd- ur, enda á nútíma þjóðlagatónlist rætur sínar að reka til bandarískr- ar sveitatónlistar frá síðari hluta sjöunda áratugarins. Þar fóru fremstir í flokki flytjendur á borð við The Byrds, The Grateful Dead, Buffalo Springfield og Neil Young. Íslenskir þjóðlagapopparar eru ekki margir. Fremstur í flokki fer Snorri Helgason, sem nýverið gaf út aðra sólóplötu sína, Winter Sun. Hann hefur breyst í útliti síðan hann gerði garðinn frægan með Sprengjuhöllinni og skartar nú vænu skeggi, eins og svo margir kollegar hans. Á meðal annarra íslenskra tónlistarmanna sem aðhyllast mik- inn skeggvöxt eru Mugison og Högni í Hjaltalín þó svo að þeir tilheyri ekki beint sömu tónlistarstefnu og Snorri. - fb SKEGGJAÐIR ÞJÓÐLAGAPOPPARAR ÁHRIFARÍKUR Will Oldham, betur þekktur sem Bonnie „Prince“ Billy, hefur haft mikil áhrif á þjóð- lagatónlistina. MUGISON Tónlistar- maðurinn er jafnan skeggjaður. Leikarinn Bradley Cooper er í viðræðum um að hlaupa í skarðið fyrir Mark Wahlberg sem aðal- leikari gamanmyndarinnar The Silver Linings Playbook. Hún er byggð á samnefndri skáldsögu Matthews Quick. Wahlberg þurfti að draga sig út úr myndinni vegna anna og því var ákveðið að hefja viðræður við Cooper, sem er með fleiri verkefni í bígerð. Tökur standa yfir þessa dag- ana á The Place Beyond the Pines þar sem hann leikur á móti Ryan Gosling og Evu Mendes. Hann fer einnig með hlutverk Lúsífers í Paradise Lost sem er byggð á epísku ljóði Johns Milton. Bradley Cooper í stað Marks Wahlberg Í VIÐRÆÐUM Bradley Cooper er í við- ræðum um að leika í The Silver Linings Playbook. SKEGGJAÐUR Robin Pecknold úr bandarísku hljómsveitinni Fleet Foxes skartar myndar- legu skeggi. NORDICPHOTOS/GETTY ÍSLENSKT ÞJÓÐ- LAGAPOPP Snorri Helgason er vel hærður í andlitinu eins og sjá má á þessari mynd. HÖGNI Í HJALTA- LÍN Í lopapeysu með skegg. IRON AND WINE Samuel Beam, forsprakki Iron and Wine, er virtur söngari og lagahöfundur. BEN BRIDWELL Söngvari Band of Horses er vel skeggjaður. Í FJALLA- KOFA Forsprakki Bon Iver samdi sína fyrstu plötu í fjallakofa. EMAMI LOKAR Rýmingarútsalan hefst í dag. Allt á að seljast. * * Verslun EMAMI Laugavegi 66 101 Rvk www.emami.is Vefverslun okkar verður áfram opin á www.emami.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.