Fréttablaðið - 09.08.2011, Side 23

Fréttablaðið - 09.08.2011, Side 23
KYNNING − AUGLÝSING9. ÁGÚST 2011 ÞRIÐJUDAGUR Mímir símenntun býður upp á námsleiðina Grunnstoðir fyrir fólk sem ekki er með formlega grunnmenntun og stríðir við lestrarerfiðleika. Grunnstoðir verða nú kennd-ar í fyrsta skipti hjá Mími að sögn Anneyjar Þ. Þorvalds- dóttur, verkefnastjóra hjá Mími sí- menntun. „Grunnstoðir er náms- leið sem samanstendur af tveim- ur öðrum námsleiðum sem steypt hefur verið saman í eina, það er Aftur í nám og Grunnmennta- skólann,“ segir Anney hjá Mími sí- menntun. Með samþættingunni fæst tækifæri til þess að bæta við þjálfun í notkun gagnlegra tölvu- forrita, til dæmis Easy Tutor. Auk þess mun sami náms- og starfs- ráðgjafinn fylgja hópnum eftir og styðja frá upphafi til loka. Anney segir að nemendur fái einkatíma í les- blinduleiðrétt- ingu hjá Dav- is-ráðgjafa. „Í f ra m ha ld- inu hafa nem- endurnir verið þjálfaðir í notk- un aðferðarinn- ar við íslensku- og tölvunám,“ upplýsir Anney. „Í Grunnmenntaskóla er kennd ís- lenska, stærðfræði, enska og tölv- ur en einnig sjálfstyrking, náms- tækni, framsögn og ræðumennska. Þetta hefur ekki verið sérstaklega í boði fyrir lesblinda áður en við ákváðum að laga Grunnmennta- skólann að þeim hópi,“ segir Anney og bætir við að lesblindir nemend- ur geti með þessari nýjung spreytt sig í fjölbreyttari námsgreinum. Innt eftir því af hverju ákveð- ið hafi verið að fara af stað með Grunnstoðir segir Anney: „Það hefur komið fyrir að fólk með les- blindu sem kemur beint inn í Grunnmenntaskólann á erfitt upp- dráttar og fer þá í Aftur í nám. Það er ekki alveg rétta röðin. Þarna fær það grunninn og getur svo hald- ið áfram og klárað Grunnmennta- skólann.“ Anney segir að margir þeirra sem farið hafa í Aftur í nám hafi verið með brotna skólagöngu að baki. „Margir hafa ekki farið í framhaldsskóla eða eru með slæma reynslu af námi,“ útskýr- ir Anney og tekur fram að Grunn- stoðir snúist mikið til um að byggja upp jákvætt viðhorf gagnvart námi. „Þetta snýst um að byggja ein- staklinginn upp. Nám getur verið skemmtilegt og allir geta stundað nám.“ Aðspurð segir Anney að kennt verði alla morgna, frá mánudegi til föstudags. Grunnstoðir hefj- ast 30. september og standa fram í desember. Skráning stendur yfir. Grunnstoðir – fyrir nemendur með lestrarerfiðleika Anney segir að námsleiðirnar Aftur í nám og Grunnmenntaskólinn hafi verið vinsælar hvor í sínu lagi. Anney Þ. Þorvalds- stjóri kynnir nýjung Mímis, Grunnstoðir. Menntastoðir er krefjandi námsleið í boði hjá Mími símenntun. „Nám í menntastoðum er fyrir þá sem ekki hafa lokið stúdentsprófi en eru orðnir 23 ára og vilja komast inn í undirbúningsdeildir háskólanna,“ segir Anney Þ. Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri hjá Mími símenntun. Menntastoðir hafa bæði staðnám og dreif- inám. „Þetta er 660 stunda nám sem er mjög stíft. Það tekur sex mánuði í staðnámi, sem kennt er allan daginn. Svo ætlum við að bjóða í fyrsta skipti upp á það í dreifinámi líka, sem er staðnám með fjarnáms sniði,“ segir Anney og bætir við að þá sé kennt alla miðvikudaga frá 15 til 19.30 og annan hvern laugardag frá 9 til 14. Unnin eru verkefni á milli. „Við erum að stíla inn á fólk sem getur ekki nýtt sér staðnámið. Dreifinámið tekur tíu mánuði.“ Anney segir að kenndar séu bóklegar greinar, ís- lenska, enska, stærðfræði, danska, tölvur og upplýs- ingatækni. Námsmarkmið Menntastoða er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni að sögn Anneyjar. Í náminu er lögð áhersla á að nemendur læri að læra, efli sjálfstraust og lífsleikni. Staðnámið hófst í gær en Anney segir að skráning standi enn yfir, bæði í staðnámið og dreifinámið sem hefst 9. september. Jón Fannar Hafsteinsson, fyrrverandi nemandi Menntastoða, hóf nám eftir nokkurt hlé og sá ekki eftir því. „Það sem mér er efst í huga núna er þakk- læti til skólans míns og alls starfsfólks Mímis því að það hefur breytt lífi mínu til hins betra og hér hefur mér liðið svo vel.“ Góður undirbúningur fyrir háskóla Námsmarkmið Menntastoða er meðal annars að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms. Menntastoðir er tilvalin námsleið fyrir þá sem vilja hefja nám að nýju. Boðið er upp á staðnám 5 daga vikunnar og dreifnám með fjarnámssniði. Skráning stendur yfir í síma 580 1800 Grunnstoðir er nám sem byggir á árangurs- ríkum kennsluaðferðum fyrir lesblinda. Næstu námskeið hefjast 30. sept. Skráning í síma 580 1800 Ofanleiti 2 - 103 Reykjavík - Sími: 580 1800 - www.mimir.is Pantaðu tíma hjá náms- og starfsráðgjafa í síma 580 1800

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.