Fréttablaðið - 30.08.2011, Page 6

Fréttablaðið - 30.08.2011, Page 6
30. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR6 Verðtryggð skuldabréf Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. LSS150224 Lánasjóður sveitarfélaga ohf. (LSS), kt. 580407-1100, hefur birt viðauka við grunnlýsingu dagsett 28. mars 2011 vegna töku skuldabréfa til viðskipta á NASDAQ OMX Iceland hf. Viðaukann og gögn sem vitnað er til í honum er hægt að nálgast hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., Borgartúni 30, 105 Reykjavík og á heimasíðu Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. www. lanasjodur.is fram til lokagjalddaga skuldabréfanna. Nafnverð útgáfu: Heildarnafnverð skuldabréfanna sem óskað hefur verið að tekin verði til viðskipta 31. ágúst 2011 er 300.000.000 kr., heildarnafnverð flokksins eftir þá stækkun er þá 26.684.000.000 kr. Nafnverð hverr- ar einingar er 1 kr. Skilmálar bréfanna: Skuldabréfin eru verðtryggð jafn- greiðslubréf. Bréfin bera fasta 3,75% ársvexti sem greiddir eru hálfsárslega, 15. febrúar og 15. ágúst ár hvert, í fyr- sta sinn 15. febrúar 2009 og í síðasta sinn 15. febrúar 2024. Auðkenni flokksins á NASDAQ OMX Iceland hf. er LSS150224 og ISIN númer IS0000018869. Reykjavík, 30. ágúst 2011. Lánasjóður sveitarfélaga ohf. EFNAHAGSMÁL Stjórn Alþjóðagjald- eyrissjóðsins (AGS) samþykkti á föstudag sjöttu og síðustu endur- skoðun sína á samstarfsáætlun íslenskra stjórnvalda og AGS. Þar með er formlegu samstarfi Íslands og sjóðsins lokið. Í fréttatilkynningu sem AGS sendi frá sér af þessu tilefni kemur fram að lykilmarkmið með samstarfinu hafi náðst og að efna- hagsbatinn sé hafinn á Íslandi. „Ísland hefur farsællega lokið við samstarfsáætlunina. Lyki lmarkmið hafa náðst: ríkisfjármálin nálgast það að vera sjálfbær, gengi krónunnar hefur náð stöðugleika og fjármálakerfið hefur verið endurreist,“ segir Nemat Shafik, aðstoðarfram- kvæmdastjóri hjá AGS. Shafik segir þó óvissu og ákveðna áhættuþætti hamla efna- hagsbatanum. Þá geti frekari seinkanir á fjárfestingarverkefn- um og versnandi verðbólguhorfur veikt stöðu hagkerfisins. Í tilkynningu sinni segir AGS að nýleg vaxtahækkun Seðlabankans hafi verið viðeigandi. Vaxtahækk- unin endurspegli versnandi verð- bólguhorfur og lækkun sem orðið hafi á raunvöxtum auk þess að búa í haginn fyrir losun gjaldeyris- hafta. - mþl Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir vaxtahækkun Seðlabankans viðeigandi: AGS segir lykilmarkmið hafa náðst HÖFUÐSTÖÐVAR AGS Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn segir efnahagsbatann hafinn á Íslandi. LÍBÍA, AP Eiginkona og þrjú börn Múammars Gaddafí eru farin til Alsírs. Utanríkisráðuneyti Alsírs stað- festi þetta í gær og tilkynnti bæði Sameinuðu þjóð- unum og uppreisnarstjórninni í Líbíu um það. Uppreisnarstjórnin í Líbíu hefur beðið NATO um að vera til staðar í landinu eitthvað áfram eftir að átök- um lýkur. „Gaddafí er enn fær um að gera eitthvað skelfilegt á síðustu stundu,“ sagði Mustafa Abdul- Jalil, yfirmaður bráðabirgðastjórnar uppreisnar- manna. Uppreisnarmenn hafa fundið ýmsa muni sem Gaddafí skildi eftir sig þegar hann flúði úr aðsetri sínu í höfuðborginni Trípolí, meðal annars ljós- myndir og skjöl af ýmsu tagi. Einnig hefur komið í ljós að Abdel Baset al-Meg- rahi, sem var dæmdur í Lockerbie-málinu í Skot- landi árið 2001, liggur fyrir dauðanum á heimili fjölskyldu sinnar í Trípolí. Hann var látinn laus úr fangelsi árið 2009 af mannúðarástæðum, þegar læknar töldu hann aðeins eiga þrjá mánuði ólifaða vegna krabbameins. Þegar fréttir af láti hans létu bíða eftir sér fóru af stað sögusagnir um að í raun væri hann við hestaheilsu. Þær sögusagnir virðast ekki hafa átt við rök að styðjast. - gb Uppreisnarmenn vilja NATO áfram í Líbíu eftir að átökum lýkur: Fjölskylda Gaddafís fór til Alsírs LÚXUS Í EINKAÞOTU GADDAFÍS Uppreisnarmenn skoða herlegheitin. NORDICPHOTOS/AFP UTANRÍKISMÁL Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra segir að allt sé uppi á borðum varðandi stuðn- ing Íslands í mars síðastliðnum við aðgerðir Atl- antshafsbanda- lagsins (NATO) gegn hersveit- um Gaddafís í Líbíu. Flokks- ráðsfundur Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs (VG) ályktaði um málið um helgina og beindi því til Alþingis að skipuð yrði rannsóknarnefnd „til að rannsaka aðdraganda þess að Ísland samþykkti þessar aðgerðir“. „Þetta eru allavega óvenjuleg vinnubrögð,“ sagði Össur í samtali við Fréttablaðið, spurður hvort í þessari ályktun fælist ádeila á ríkisstjórnina. Hann bætti því við að öll afgreiðsla á málinu hefði verið uppi á borðum og meðal annars rædd á þingi, í utanríkisnefnd og í ríkis- stjórn. „Það er því ljóst að þegar ákvörðunin var tekin upphaflega voru engar upplýsingar um það að VG hefði aðrar skoðanir en ég á þessu máli. Það lá fyrir yfirlýs- ing Gaddafís um að fara með eldi og eimyrju gegn íbúum Bengasí og hann stóð bókstaflega í borgar- hliðunum. Þegar ákvörðunin var svo framlengd [hinn 1. júní] var hún líka rædd á Alþingi og það var alveg skýrt að það væri yfir- gnæfandi meirihluti á þingi með aðgerðinni. Það var sömuleiðis rætt í utanríkisnefnd og þar bók- uðu VG andstöðu sína. En það er alveg skýrt að ég var ekki viðskila við vilja Alþingis í þessu máli.“ Össur bætir því við að ráðherrar VG hefði bókað andstöðu sína við aðgerðir NATO, en hann hefði sem utanríkisráðherra haft heimild til að taka ákvörðun um stuðning. En er hann mótfallinn stofnun rannsóknarnefndar um þessa rás atburða? „Það eru aðrir en ég sem hafa eitthvað að fela í þessu máli. Ég er síður en svo hræddur um að minn þáttur eða Samfylkingarinnar í þessu máli verði skoðaður. Ég segi þinginu aldrei fyrir verkum og ef þingið vill samþykkja svona álykt- un stend ég ekki í vegi fyrir því. Það er hins vegar algjör óþarfi því að öll gögn málsins liggja fyrir og allt hefur verið uppi á borðum.“ Mun þetta mál hafa afleiðingar í samskiptum stjórnarflokkanna? „Ég mun halda áfram að stíga minn ástleitna dans við VG þrátt fyrir þetta.“ thorgils@frettabladid.is Ráðherra segir allt Líbíu- málið vera uppi á borðum Flokksráð VG vill að Alþingi stofni rannsóknarnefnd um aðdraganda þess að Ísland studdi aðgerðir NATO í Líbíu. Utanríkisráðherra segir að allt sé uppi á borðum. Meirihluti Alþingis hafi stutt aðgerðirnar. NUTU GÓÐS AF AÐGERÐUM NATO Uppreisnarmenn ráða nú nær öllu í Líbíu, en þeir hefðu trauðla náð því án hjálpar NATO. Utan- ríkisráðherra segist ekkert hafa að fela vegna stuðnings Íslands við aðgerðir NATO. Flokksráð VG kallaði um helgina eftir því að rannsóknarnefnd tæki þá atburðarás til skoðunar. NORDICPHOTOS/AFP ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Ég er síður en svo hræddur um að minn þáttur eða Samfylkingarinnar í þessu máli verði skoðaður. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON UTANRÍKISRÁÐHERRA TRÚMÁL Þrennt hefur verið skipað í rannsóknarnefnd um kynferðis- brot og annað ofbeldi innan kaþ- ólsku kirkjunnar á Íslandi og Landakotsskóla. Þau eru Hjördís Hákonardóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari, sem verður formaður, Hrefna Friðriksdóttir, dósent í fjölskyldurétti, og Jón Friðrik Sigurðsson, prófessor og yfirsálfræðingur á geðsviði Landspítalans. Róbert R. Spanó lagaprófessor skipaði í nefndina samkvæmt ákvörðun kirkjunnar. Nefndin á að rannsaka hvort vígðir þjónar eða aðrir starfs- menn hafi gerst sekir um mistök, vanrækslu eða þöggun, leggja til úrbætur og vísa málum til lög- reglu. Hún mun hafa óheftan aðgang að gögnum kirkjunnar og taka viðtöl við meint fórnarlömb og aðra sem málum tengjast. Niðurstöðum skal skilað eigi síðar en 1. september 2012. - sh Rannsóknarnefnd skipuð: Þrír rannsaka kaþólskt ofbeldi STJÓRNSÝSLA Hafin verður á næst- unni vinna við hættumat fyrir eldgos á Íslandi. Ríkisstjórn- in hefur samþykkt tillögu þess efnis frá Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra. Í tilkynningu frá umhverfis- ráðuneytinu segir að það taki 15 til 20 ár að klára vinnuna. Fyrsti áfangi sé hins vegar til þriggja ára. Þá segir að eldgosin í Gríms- vötnum og Eyjafjallajökli hafi undirstrikað nauðsyn þess að vinna slíkt hættumat enda búist við áframhaldandi eldvirkni. - mþl Búist við eldvirkni næstu ár: Meta hættu vegna eldgosa Með hass í tölvutösku Íslensk kona á sextugsaldri var handekin við komu Norrænu til Færeyja í gærmorgun. Við leit fundust 1,5 kíló af hassi í fórum hennar. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá þessu. Efnin faldi hún í fölsku hólfi í tölvutösku. LÖGREGLUFRÉTTIR Óttast þú kaup erlendra fjár- festa á íslenskum jörðum? JÁ 36% NEI 64% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú tínt ber í sumar? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.