Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 12
30. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR12 FRÉTTASKÝRING: Einkarekin velferðarþjónusta Jón Sigurður Eyjólfsson jse@frettabladid.is Hvort sem vitnað er í lög eða sáttmála sem Ísland gengst undir hafa aldraðir og fatlað fólk jafnan rétt til þess að taka þátt í sam- félaginu. Tæknin, hugvitið og viljinn er til staðar svo að þetta gæti gengið eftir. Enn virðast þó slíkir hnökr- ar finnast á kerfinu að þeir sem gætu með aðstoð tekið þátt í samfélaginu fá ekki að gera það, jafnvel þó að þrjú fyrirtæki gætu leitt þá til mannsæmandi lífs. Þjóðin er að eldast og þær hendur sem halda uppi velferðarkerfinu verða sífellt færri, í hlutfalli við þá sem þurfa að nýta sér kerf- ið. Með hjálp tækninnar og með nútímalegum vinnuaðferðum er hægt að tryggja að aldraðir dvelji mun lengur heima. Eins er hægt að tryggja að fatlað fólk geti í lengstu lög tekið þátt í atvinnulífinu og lagt sitt af mörkum til samfélags- ins í stað þess að íþyngja því. Það eykur ekki aðeins lífsgæði held- ur sparar samfélaginu háar fjár- hæðir. Reynslan frá Svíþjóð sýnir til dæmis að það er 43 prósentum ódýrara að aðstoða fólk í heimahúsi en að vista það á þar til gerðum heimilum. Viðskiptatækifæri og samfélags- legur hagur Íslensk fyrirtæki hafa nú þegar komið auga á tækifærin sem þarna eru fyrir hendi. Öryggismiðstöðin, Vinun og Sinnum hafa þegar hasl- að sér völl í þessum geira, en for- svarsmenn þessara fyrirtækja voru allir sammála um að stjórn- völd þyrftu að búa betur um hnút- ana svo hægt væri að nýta þetta tækifæri. Nú þegar hafa Svíar komið velferðarþjónustunni í þann farveg að þeir sem ekki hafa fulla færni við að feta sig í lífinu geta valið hvaðan þeir þiggja þá þjón- ustu sem gerir þeim kleift að lifa sem eðlilegustu lífi; frá hinu opin- bera, frá einkafyrirtækjum eða þá hjá báðum í bland. Hér á landi falla enn of margir milli skips og bryggju þannig að þó að tæknin, viljinn og þekkingin sé til sem getur fleytt þeim áfram fara þeir á mis við það og verða utanveltu í samfélaginu. Málefni í fjötrum forræðishyggju Gunnhildur Heiða Axelsdóttir, fjölskyldu- og fötlunarráðgjafi og framkvæmdastjóri Vinunar, er ómyrk í máli þegar staða aldr- aðra og fatlaðra er rædd. Auk þess að vinna fyrir Vinun er hún að leggja lokahönd á meistararit- gerð sem fjallar um líf og aðstæð- ur fólks sem fatlast í kjölfar sjúk- dóma og slysa þegar það er komið á fullorðinsár. „Í dag er of mikil félagsleg for- ræðishyggja í gangi. Þeir sem leita til okkar eru hópur sem er yfirleitt mjög illa staddur og/eða aðstand- endur sem eru fastir í umönnun og ná ekki að sjá um alla hluti. En það er að reynast fólki mjög erfitt að fá þjónustusamninga, sem þýðir fjármagn til að kaupa þjónustu eftir þörfum. Forræðishyggjan hjá Reykjavíkurborg, til dæmis, er það mikil að það er bara sagt: „Þú verður að prófa okkar þjónustu fyrst.“ Síðan bíður fólk í marga mánuði án þess að fá nokkra þjón- ustu, þar sem borgin getur ekki annað eftirspurn. Við vitum líka til þess að fólk er að fara fyrr inn á stofnanir eða komast ekki af sjúkrahúsi þar sem ekki er leitað annarra úrræða en sveitarfélögin hafa upp á að bjóða, sem er góð þjónusta fyrir ákveð- inn hóp en ekki fyrir alla. Það koma alltaf tímabil þegar félags- ráðgjafar hringja í okkur með það fyrir augum að leita úrræða fyrir fólk sem er tilbúið að útskrifast af sjúkrastofnun. Þá útskýrum við ferlið, það er að segja að það sé mögulegt að sækja um þjón- ustusamning hjá sveitarfélaginu ef það geti ekki mætt viðkomandi með þjónustu. Þá er eins og komi babb í bátinn og félagsráðgjafarn- ir segjast fá þau skilaboð frá þjón- ustumiðstöðvunum að slíkt sé ekki í boði. Þetta sé einfaldlega ekki hægt. Fólk dvelur þá lengur en ella í dýrum hjúkrunarrýmum með til- heyrandi auknum kostnaði fyrir skattgreiðendur eða er útskrifað í hendur aðstandenda og þeir látnir taka umönnun í sínar hendur.“ Um þetta getur einn viðmælandi Fréttablaðsins vitnað um, en saga hans er rakin hér til hliðar. Málefnum margra aldraðra og langveikra sópað undir teppi Hún nefnir síðan dæmi þar sem erfiðlega hefur gengið að fá til- hlýðilegan þjónustusamning frá sveitarfélögum. „Það er handhægt fyrir sveitarfélögin að fara þá leið sem þau fara í dag, það er að segja að skilgreina langveika ekki sem fatlaða. Þannig geta þau neitað þeim um félagslega þjónustu eins og fatlaðir eiga rétt á samkvæmt lögum frá 1992. Það má til dæmis benda á það að sveitarfélögin hafa ekki viljað viðurkenna það að parkinson-sjúkdómurinn leiði til fötlunar og að það sé eðlilegt að skilgreina einstakling sem er með parkinson sem fatlaðan. Við þekkjum nýleg dæmi þar sem full- orðin kona með parkinson óskaði eftir aðstoð við daglegar athafnir vegna fötlunar sem hún býr við vegna parkinson-sjúkdómsins en var hafnað á þeim forsendum að hún væri með sjúkdóm og að borg- in skilgreindi ekki langvinna sjúk- dóma sem fötlun. Þetta brýtur í bága við öll lög, meðal annars lög um málefni fatlaðra frá 1992, og skilgreiningar Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar WHO og skil- greiningar Mannréttindastofu, en þar kemur fram að fötlun sé afleið- ing langvarandi veikinda. Í dag er notuð sú aðferð að hvorki sjá né heyra. Það sem við tökum ekki á móti er ekki til, þann- ig mundi ég lýsa stöðunni eins og ég kynnist henni hjá borginni. Á meðan eru eldri borgarar, sem búnir eru að leggja sitt af mörk- um til samfélagsins, sveltir hvað félagsleg réttindi varðar.“ Fatlað fólk tekur málin í sínar hendur í NPA-miðstöðinni Þrátt fyrir bágt efnahagsástand er tilefni til bjartsýni, því í raun vant- ar frekar útfærslu en fjármuni. Og þar virðist vera kominn vísir að betri tímum. Guðbjartur Hann- esson velferðarráðherra skipaði verkefnastjórn um NPA, notenda- stýrða persónulega aðstoð, í apríl síðastliðnum. Hlutverk hennar er að móta ramma um fyrirkomulag notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar og mun hún starfa til árs- loka 2014. Aðalsteinn Sigfússon, félags- málastjóri Kópavogsbæjar, bindur miklar vonir við þá vinnu og vonar að þar verði einnig tónninn sleginn í málefnum aldraðra. „Ég geri ráð fyrir að sú vinna og þær verklags- reglur sem verða til í lok starfstíma nefndarinnar verði leiðbeinandi um aðra þjónustu að einhverju leyti, til dæmis við aldraða,“ segir hann. NPA-verkefnastjórnin nýtur þess að árið 2010 var svokall- aðri NPA-miðstöð ýtt úr vör, en það er samvinnufélag og þar hafa þjónustunotendur sjálfir lagt línurnar. Freyja Haralds- dóttir, framkvæmdastjóri NPA- miðstöðvarinnar, segir mark- miðið með henni vera það að gera fötluðu fólk kleift að hafa fulla stjórn á allri aðstoð sem það telji sig þurfa, meðal annars með því að ákveða hver, hvar, hvernig og hvenær aðstoðin sé veitt, og að fatlað fólk njóti jafnréttis og taki þátt í samfélaginu. Í því felst að þjónustunotandinn ræður sjálfur starfsfólk sér til aðstoðar. Þörf fyrir nýjar leikreglur Þetta gefur tilefni til að álíta sem svo að verið sé að fikra sig í rétta átt. Ef rætt er við fræðimenn, fyrirtæki í velferðarþjónustu, aðstandanda aldraðrar mann- eskju, öryrkja og spurt um viðhorf frá sveitarfélögum virðist ekkert skorta á viljann hjá þeim sem að þessari þjónustu koma. Hins vegar þarf að uppfæra þær leikreglur sem farið er eftir svo að fjöldinn allur af höltum leikmönnum og aðstandendum þeirra sé ekki lát- inn fylgjast með sjálfum leiknum af hliðarlínunni meðan hægt væri með réttri aðstoð að kalla þennan hóp til leiks. Fólkið sem fellur milli skips og bryggju Á FLÓAMARKAÐI VIÐ GRUND Vel er hlúð að öldruðum en samt þykir mörgum ótrúlegt hversu margir fara á mis við þá þjónustu sem þeir eiga í raun rétt á þótt hún sé vissulega til staðar á Íslandi í dag, annaðhvort hjá hinu opinbera eða í einkageiranum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GUNNHILDUR HEIÐA AXELSDÓTTIR FREYJA HARALDSDÓTTIR Í mörgum tilfellum hafa sveitarfélög samvinnu við fyrirtækin Öryggismið- stöðin, Sinnum og Vinun, um þjónustu sem sveitarfélagið sér sér ekki fært að veita. Stundum kaupa aldraðir eða fatlaðir þjónustu frá þeim beint og fá þá jafnvel fjárhagslega aðstoð frá ættingjum. Ásta Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Sinnum, segir að umfangið geti verið mjög misjafnt. „Það er allt frá því að vera með þrif hálfsmánaðarlega og upp í það að hafa þrjá starfsmenn á heimilinu allan sólarhringinn.“ Öryggismiðstöðin er með þjónustu á ríflega 2.000 heimilum, Sinnum á um það bil 200 og Vinun á bilinu 50 til 60. Hverjir þiggja aðstoð frá einkageiranum? Öryggismiðstöðin gerði úttekt á þörfinni fyrir einkarekna velferðarþjónustu og hver hagur samfélagsins yrði með slíkri þjónustu áður en fyrirtækið einhenti sér í þann rekstur. Ómar Örn Jónsson markaðsstjóri kynnti Fréttablaðinu niðurstöðurnar, en þær sýna meðal annars að hagnaðurinn yrði talsverður fyrir samfélagið. Hann segir að sá kostnaður sem hið opinbera hafi greitt fyrir hverja manneskju á hjúkrunar- heimili árið 2007 að meðaltali hafi verið um tuttugu þúsund krónur á sólarhring, rúmar sjö milljónir á ári fyrir hverja manneskju. Heildar- kostnaður var 23 milljarðar. Það ár voru rúm 24 prósent Íslendinga áttatíu ára og eldri vistmenn á hjúkrunarheimilum og tæplega níu prósent Íslendinga 65 ára og eldri. Ef sama hlutfall eldri borgara verður á stofnunum næstu árin segir hann að árið 2020 verði þessi kostnaður um 31 milljarður og árið 2050 verði hann um 72 milljarðar. Hann segir að reynslan frá Svíþjóð, þar sem heimamiðuð velferðar- þjónusta hafi verið þróuð, sýni að hægt sé að spara 43 prósent með því að aðstoða fólk við að vera heima í stað þess að það flytji á hjúkrunarheimili. Fyrir hverja manneskju sem fær aðstoð heima og losnar þannig við að fara á hjúkrunarheimili sparar sveitarfélagið þá um þrjár milljónir á ári. Hagurinn af því að vera heima ÓMAR ÖRN JÓNSSON Maður sem ekki vill láta nafns síns getið sagði Frétta- blaðinu sögu sína, sem er gott dæmi um það hvernig fólk getur fallið milli skips og bryggju við núverandi aðstæður. Hann er 75 prósenta öryrki og hafði móðir hans hjálpað honum við daglegt amstur. Síðan fellur hún frá og um svipað leyti fer maðurinn í nýrnaaðgerð á spítala. Dvaldi hann á spítalanum í heilt ár og segist hann ekki hafa haft nokkra þörf fyrir aðhlynningu á spítala nema þrjá mánuði en hina níu mánuðina hefði hann hæglega getað verið heima, hefði hann fengið þjónustu þar. Hann segir að honum hafi verið farið að líða verulega illa yfir því að halda spítalaplássi sem aðrir hafi haft þörf fyrir frekar en hann. Hann segir líta út fyrir að enginn hafi vitað hvernig taka ætti á hans málum og á meðan hafi hann verið látinn bíða á spítalanum. Eftir þessa vist fær hann svo heimilisþjónustu og í framhaldinu fær hann vinnu við þjónustustörf. Eftir aðgerðina þarf hann að hafa þvagpoka. Tvívegis missir hann pokann frammi fyrir viðskiptavinum og þá biður hann Reykjavíkurborg um aðstoðarmann sem geti komið til hans í vinnuna tvisvar á dag. Hann er spurður á móti hvort hann geti ekki fengið aðstoð frá samstarfs- mönnum. Eðlilega býður blygðunarkennd hans ekki upp á að biðja um slíka hálp frá kollega. Hann missir vinnuna og er nú atvinnulaus og sér ekki fram á að geta framfleytt sér. Hann hefur nú beðið Reykjavíkurborg um að þarfir hans og réttindi verði metin svo hann geti gert þjónustusamning við hvern þann sem geti veitt honum þá þjónustu sem geri honum kleift að vera virkur í þjóð- félaginu. Eftir þrjá mánuði er erindið enn í afgreiðslu. Hann segist þurfa mjög einfalda aðstoð, aðstoðarmann sem kæmi til hans í fimm mínútur, nokkrum sinnum á dag, allt eftir þörfum. Honum gremst að vita til þess að þessa þjónustu sé mjög einfalt að veita en samt sé hún utan hans seilingar. Saga manns sem vill leggja sitt af mörkum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.