Fréttablaðið - 30.08.2011, Side 22

Fréttablaðið - 30.08.2011, Side 22
Þau Vala Mörk og Guðjón Svans- son hjá Kettlebells Iceland hafa verið með aðstöðu á Ylströndinni í Nauthólsvík frá því í byrjun sum- ars og boðið upp á ketilbjölluæfing- ar undir berum himni. Þau hafa nú ákveðið að halda því áfram í vetur. „Þetta hefur verið ofboðslega skemmtilegt og þegar forsvars- menn Ylstrandarinnar buðu okkur að vera lengur ákváðum við að slá til. Við getum fengið aðstöðu innandyra ef veðrið er að stríða okkur en vonumst þó til að geta verið sem mest úti, enda verður það hálf ávanabindandi að fá súr- efni í lungun samhliða æfingunum í stað þess að anda að sér þungu innilofti,“ segir Vala. „Þá er oftast frekar skjólsælt á svæðinu í kring- um heita pottinn en á góðviðrisdög- um þegar ströndin er full af fólki höfum við fært okkur upp á gras- ið þar sem við höfum reist æfinga- tæki,“ bætir hún við. En er fólk ekkert feimið við að æfa utandyra fyrir allra augum? „Að öllu jöfnu er nú ekki mikið af fólki á þeim tímum sem við æfum en iðkendur gleyma því oftast um leið og þeir byrja að púla. Þeir sem eiga leið hjá eru síðan mjög áhugasamir um það sem við erum að gera,“ segir Vala. Hún og Guð- jón stofnuðu Kettlebells Iceland árið 2006 og byrjuðu fyrst allra á Íslandi með reglulega ketilbjöllu- tíma fyrir íþróttamenn og almenn- ing. Þau voru með aðstöðu í Mjölni þar til í vor. Vala segir æfingarnar svipaðar og áður. „Við gerum þrek- og þolæfingar og erum með bjöllur af öllum þyngdum. Þá tökum við spretti, upphífingar og æfingar með eigin líkamsþyngd. Fólk af báðum kynjum og öllum stærð- um og gerðum hefur gott af þessu og hver og einn lagar þyngdir og æfingar að sér.“ Vala segir svæðið bjóða upp á skemmtilega möguleika og að ýmist sé hægt að kæla sig í sjónum eða fara í pottinn eftir púlið. „Í sumar þegar hitinn var mikill gerðum við jafnvel æfingarnar í sjónum, sem var skemmtileg tilbreyting.“ vera@frettabladid.is Ekki gleyma að teygja Við mikið álag styttast vöðvarnir og þarf að gera teygjur til að lengja í þeim. Ef vöðvarnir styttast um meira en helming missa þeir allan kraft, sem gefur til kynna mikilvægi þess að gefa sér tíma til að teygja eftir æfingar. ÍSLENSKT HUNDANAMMI Fæst í Bónus, Samkaup, 10-11, Fjarðarkaup og Inspired Keflavíkurflugvelli gott í þjálfun og í leik VINSÆLVARA DREKINN WUSHU FÉLAG REYKJAVÍKUR HEILSUDREKINN ¦ SKEIFAN 3J ¦ SÍMI: 553 8282 ¦ heilsudrekinn@heilsudrekinn.is ¦ www.heilsudrekinn.is (KUNG-FU) Taijiquan fyrir byrjendur mánudaga, miðvikudaga kl. 18:15 og laugardaga kl. 9:15 WUSHU QI GONG TEYGJUR TAICHI Changquan fyrir byrjendur mánudaga og miðvikudaga kl. 19:15 NÝTT! Sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur Haustvörurnar komnar. Útsölulok Á góðviðrisdögum í sumar fóru æfingarnar stundum fram í sjónum. „Stundum þurftum við einfaldlega að kæla okkur niður,” segir Vala Mörk. MYND/KETTLEBELLS ICELAND Vala óttast ekki kuldann í vetur enda hitnar fólki við að gera æfingarnar auk þess sem skjólsælt er á ströndinni. Þá er aðstaða innandyra ef þannig viðrar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Æfa utandyra í vetur Kettlebells Iceland hafa verið með ketilbjölluæfingar á Ylströndinni í sumar og ætla að halda því áfram í vetur. „Það er ávanabindandi að fá súrefni í lungun samhliða æfingunum,“ segir yfirþjálfarinn Vala Mörk.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.