Fréttablaðið - 30.08.2011, Qupperneq 42
30. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR30
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI ÍBV og Stjarnan unnu í
gær sannfærandi og glæsilega
sigra í leikjum sínum í Pepsi-deild-
inni í gær. ÍBV vann Víking 3-1 og
heldur því vel í við KR-inga í topp-
baráttu deildarinnar en Stjörnu-
menn fóru hins vegar nokkuð illa
með titilvonir FH-inga með sann-
færandi 4-0 sigri í leik liðanna í
gær. FH-ingar eru nú sjö stigum
á eftir toppliði KR sem á enn leik
til góða.
Umdeild vítaspyrna gaf tóninn
Sigur Eyjamanna á Víkingum
var sanngjarn. Víkingar náðu þó
að sýna klærnar á köflum í fyrri
hálfleik en það voru leikmenn ÍBV
sem nýttu færin og skoruðu mörk-
in. Nánar tiltekið Tryggvi Guð-
mundsson því hann var í allt í öllu.
ÍBV komst yfir með marki úr
víti á 7. mínútu sem Tryggvi fisk-
aði sjálfur og skoraði úr. Hann kom
svo liðinu í 2-0 með öðru marki
sínu í lok hálfleiksins en það gerði
í raun út um leikinn því Víking-
ar náðu sér aldrei á strik í seinni
hálfleik.
Bjarnólfur Lárusson, þjálfari
Víkings, var afar ósáttur í lokin.
„Þar hallaði helvíti mikið á okkur.
Ég er afar ósáttur við Tryggva og
að hann skyldi hafa látið sig falla.
Mér finnst þetta afar leiðinleg-
ur blettur á hans spilamennsku,“
sagði Bjarnólfur.
Sjálfur viðurkenndi Tryggvi
að dómurinn hefði verið rangur.
„Ég held að ég hafi frekar spark-
að í Mark [Rutgers, leikmann Vík-
ings] frekar en hann í mig. Ég stóð
upp og hélt að dómarinn ætlaði
annaðhvort að dæma hornspyrnu
eða útspark,“ sagði hann. „En ég
var alls ekki að fiska og alls ekki
að biðja um víti. Þetta var mjög
skrýtið, allt saman.“
Víkingar fækkuðu í vörninni til
að reyna að auka sóknarþungann.
Það bar lítinn árangur því Eyja-
menn sóttu nánast án afláts. Ian
Jeffs tókst þó einum að skora og
náðu Víkingar meira að segja að
klóra í bakkann í uppbótartíma
með glæsilegu skoti Sigurðar
Egils Lárussonar. En niðurstað-
an er að staða Víkinga er slæm
og ekkert annað en fall sem blasir
við liðinu.
Skutu FH úr titilbaráttunni
Stjarnan gerði meistaravonir
FH að engu með því að skella
nágrönnum sínum úr Hafnar-
firði 4-0 á heimavelli sínum í
Garðabæ.
Stjarnan hóf leikinn af krafti
og komst verðskuldað yfir eftir
aðeins 11. mínútna leik. Fyrri
hálfleikur var hinn fjörugasti og
gátu bæði lið bætt við mörkum.
Ingvar Jónsson í marki Stjörn-
unnar átti stórleik í markinu og
að því er virðist löglegt mark var
dæmt af Stjörnunni en staðan í
hálfleik var 1-0.
FH-ingar hófu seinni hálfleik
af krafti og ætluðu sér að jafna
metin fljótt en misstu Gunnleif
markvörð sinn meiddan af leik-
velli á 53. mínútu og fengu mark
á sig tveimur mínútum síðar.
Stjarnan skoraði tvö mörk til
viðbótar á næstu átta mínútum
og gerði út um leikinn og hefði
hæglega getað bætt við mörkum.
„Við gerðum okkur seka um
mörg barnaleg varnarmistök sem
urðu þess valdandi að Stjarnan
skoraði þessi fjögur mörk,“ sagði
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH,
eftir leikinn.
„Frábær innkoma í þennan leik
sem skóp það að við náðum for-
ystunni. Það var frábær mark-
varsla Ingvars sem hélt okkur
inni í leiknum í fyrri hálfleik
og upphafi seinni hálfleiks. Svo
þegar við skoruðum annað mark-
ið þá blómstruðu allir,“ sagði
Bjarni Jóhannsson, þjálfari
Stjörnunnar, að leiknum loknum.
eirikur@frettabladid.is, - gmi
KR-völlur, áhorf.: 1652
KR Fram
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 13–14 (4–7)
Varin skot Hannes 5 – Ögmundur 3
Horn 9–4
Aukaspyrnur fengnar 16–11
Rangstöður 2–1
FRAM 4–3–3
Ögmundur Kristinss. 6
Daði Guðmundsson 5
(78., Arnar Gunnl. -)
Hlynur Atli Magnúss. 7
Allan Lowing 5
Sam Tillen 6
Halldór Hermann 7
Jón Gunnar Eyst. 6
Samuel Hewson 7
Kristinn Ingi Halld. 6
Hólmbert Aron Frið. 3
(45., Jón Orri Ólafss. 5)
Steven Lennon 7
*Maður leiksins
KR 4–3–3
*Hannes Þór Halld. 8
Magnús Már Lúðv. 6
(64., Dofri Snorras. 5)
Aron Bjarki Jósepss. 5
Grétar Sigfinnur Sig. 6
Guðmundur Reynir 6
Bjarni Guðjónsson 5
Egill Jónsson 6
Baldur Sigurðsson 6
Björn Jónsson 4
(54., Gunnar Örn J. 5)
Viktor Bjarki Arnarss. 5
Kjartan Henry Finnb. 7
1-0 Kjartan Henry Finnb., víti (81.)
2-0 Sjálfsmark Allans Lowing (86.)
2-1 Arnar Gunnlaugsson (90+1)
2-1
Þorvaldur Árnason (7)
VÍKINGUR 1-3 ÍBV
0-1 Tryggvi Guðmundsson, víti (7.)
0-2 Tryggvi Guðmundsson (41.)
0-3 Ian David Jeffs (74.)
1-3 Sigurður Egill Lárusson (90+1)
Víkingsvöllur, áhorf.: 921
Dómari: Magnús Þórisson (7)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 9–20 (6–7)
Varin skot Magnús 4 – Albert 4
Horn 2–10
Aukaspyrnur fengnar 14–11
Rangstöður 7–6
Víkingur 4–5–1 Magnús Þormar 5 - Kristinn Jens
Bjartmarsson 3, Tómas Guðmundsson 4, Mark Rutgers
4, Sigurður Egill Lárusson 5 - Colin Marshall 6, Halldór
Smári Sigurðsson 5 (46., Walter Hjaltested 3), Aron
Elís Þrándsson 5 (75., Viktor Jónsson -), Magnús Páll
Gunnarsson 3, Björgólfur Takefusa 5 - Helgi Sigurðsson 5
(46., Kristinn Magnússon 4).
ÍBV 4–3–3 Albert Sævarsson 7 - Arnór Eyvar Ólafsson
6, Brynjar Gauti Guðjónsson 6, Rasmus Christiansen 7,
Matt Garner 7 - Finnur Ólafsson 8 (80., Óskar Zoega -),
Þórarinn Ingi Valdimarsson 7 (77., Aaron Spear -), Tony
Mawejje 7 (68., Yngvi Magnús Borgþórsson 6) - Ian Jeffs
7, Guðmundur Þórarinss. 7, *Tryggvi Guðmundsson 8
STJÖRNUKONUR geta orðið Íslandsmeistarar í Pepsi-deild kvenna í kvöld vinni þær Aftureldingu á gervigrasinu í Garða-
bæ. Það yrði fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins í meistaraflokki í knattspyrnu. Hljómsveitin Dikta ætlar að sýna stuðning sinn
í verki og bjóða frítt á leikinn. Leikurinn hefst kl 18.30. „Sýnum nú úr hverju silfurskeiðin er gerð – allir á völlinn!“
voru lokaorðin í fréttatilkynningu Stjörnunnar og Diktu.
Þegar við skoruðum
annað markið þá
blómstruðu allir
BJARNI JÓHANNSSON
ÞJÁLFARI STJÖRNUNNAR
Keflavíkurvöllur, áhorf.: 560
Keflavík Fylkir
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 10–10 (7–8)
Varin skot Ómar 7 – Fjalar 5
Horn 7–7
Aukaspyrnur fengnar 18–10
Rangstöður 1–1
FYLKIR 4–3–3
Fjalar Þorgeirsson 6
Trausti Björn Ríkharð. 7
Kristján Valdimarsson 5
Valur Fannar Gíslason 6
Kjartan Ág. Breiðdal 5
(56., Tómas Þorst. 5)
Ásgeir Börkur Ásgeirs. 6
Hjörtur Hermannsson 5
Baldur Bett 6
Ásgeir Örn Arnþórss. 5
(77., Jóhann Þórhal. -)
Ingimundur Níels 7
(85., Rúrik Andri Þor. -)
*Albert Brynjar 8
*Maður leiksins
KEFLAVÍK 4–3–3
Ómar Jóhannsson 8
Guðjón Árni Anton. 4
Adam Larsson 5
(72., Jóhann Birnir -)
Haraldur Freyr Guðm. 6
Viktor Smári Hafst. 4
Einar Orri Einarsson 5
Arnór Ingvi Traustas. 6
(48., Magnús Þór 5)
Magnús Þórir Matth. 5
(72., Magnús Sverrir -)
Bojan Stefán Ljubicic 4
Hilmar Geir Eiðsson 5
Guðm.Steinarsson 7
0-1 Albert Brynjar Ingason (21.)
1-1 Guðmundur Steinarsson, víti (36.)
1-2 Ingimundur Níels Óskars., víti(44.)
1-2
Vilhjálmur Alvar (6) STJARNAN 4-0 FH
1-0 Garðar Jóhannsson (11.)
2-0 Bjarki Páll Eysteinsson (57.)
3-0 Garðar Jóhannsson (63.)
4-0 Þorvaldur Árnason (65.)
Stjörnuvöllur, áhorf.: 1298
Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. (6)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 17–10 (9–6)
Varin Ingvar 6 – Gunnleifur 3, Gunnar 2
Horn 4–5
Aukaspyrnur fengnar 18–12
Rangstöður 1–5
Stjarnan 4–3–3 Ingvar Jónsson 9 - Baldvin Sturluson
6, Tryggvi Sveinn Bjarnason 6, Daníel Laxdal 8, Hörður
Árnason Nikolaj Pedersen 7, Atli Jóhannsson 6 (46.
Þorvadlur Árnason 7), Jóhann Laxdal 8 (84., Ólafur Karl
Finsen -) - Bjarki Páll Eysteinsson 7, Ellert Hreinsson 7
(80., Víðir Þorvarðarson -), *Garðar Jóhannsson 9.
FH 4–3–3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 (54., Gunnar
Sigurðsson 3) - Guðmundur Sævarsson 5 (73.,
Gunnar Kristjánsson -), Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 3
(73., Jón Ragnar Jónsson -), Tommy Nielsen 5, Viktor
Örn Guðmundsson 4 - Hákon Atli Hallfreðsson 3,
Hólmar Örn Rúnarsson 4, Emil Pálsson 5 - Matthías
Vilhjálmsson 6, Atli Guðnason 5, Atli Viðar Björnsson 4
KR 16 11 5 0 35-14 38
ÍBV 17 11 3 3 29-16 36
FH 17 9 4 4 33-23 31
Valur 17 8 5 4 25-16 29
Stjarnan 17 7 6 4 35-25 27
Fylkir 17 6 4 7 25-30 22
Breiðablik 17 5 5 7 25-30 20
Þór 17 5 3 9 22-32 18
Grindavík 17 4 6 7 19-29 18
Keflavík 16 5 2 9 20-24 17
Fram 17 2 5 10 13-25 11
Víkingur R. 17 1 6 10 14-31 9
NÆSTU LEIKIR Í DEILDINNI
Fram - Breiðablik sun. 11. sept. kl. 14.00
ÍBV - Þór sun. 11. sept. kl. 16.00
Valur - Keflavík sun. 11. sept. kl. 17.00
Grindavík - Stjarnan sun. 11. sept. kl. 17.00
Fylkir - Víkingur R. sun. 11. sept. kl. 17.00
FH - KR sun. 11. sept. kl. 17.00
PEPSI-DEILDIN
FÓTBOLTI Hermann Hreiðarsson,
Heiðar Helguson, Gylfi Þór Sig-
urðsson og Aron Einar Gunnars-
son verða ekki með íslenska
landsliðinu í leikjunum á móti
Noregi og Kýpur í undakeppni
EM.
Ólafur Jóhannesson landsliðs-
þjálfari hefur kallað inn fjóra
nýja menn í hópinn: Steinþór
Freyr Þorsteinsson, Matthías Vil-
hjálmsson, Hallgrím Jónasson og
Guðmund Kristjánsson. Gunnleif-
ur Gunnleifsson meiddist síðan
í gær og gæti líka þurft að segja
sig út úr hópnum. - óój
A-landslið karla í fótbolta:
Fjórir úr leik
FÓTBOLTI KR-ingar unnu 2-1 sigur
á lánlausu Framliði í stórskemmti-
legum leik í Vesturbænum. Hvort
það var seigla eða meistara-
heppni þá eru KR-ingar þremur
stigum ríkari á meðan Framarar
voru sjálfum sér verstir enn eina
ferðina.
Gestirnir réðu gangi mála í fyrri
hálfleik og fengu gullið tækifæri til
þess að komast yfir úr vítaspyrnu.
Hannes Þór varði hins vegar slaka
spyrnu Stevens Lennon.
„Ég vildi taka vítið fyrst það
var brotið á mér en það voru von-
brigði hversu illa ég hitti boltann.
Ég hefði betur neglt boltann í mitt
markið eða eitthvað,“ sagði Lennon
í leikslok.
Meira jafnvægi var með liðun-
um í síðari hálfleik en á fimm mín-
útna kafla tryggðu KR-ingar sér
stigin þrjú. Fyrst skoraði Kjartan
Henry úr vítaspyrnu eftir að varn-
armaður Framara handlék knött-
inn. Svo varð Alan Lowing fyrir
því óláni að skora sjálfsmark áður
en Arnar Gunnlaugsson skoraði
sárabótarmark úr aukaspyrnu í
viðbótartíma.
„Við kláruðum okkar víta-
spyrnu, ekki þeir. Þetta var víti
sem við fengum, spurning hvort
um víti hafi verið að ræða hjá
þeim. Við nýttum okkar mögu-
leika, þeir ekki og unnum leik-
inn 2-1,“ sagði Rúnar Kristinsson,
þjálfari KR, sem var ekki sáttur
við spilamennsku sinna manna.
„Við vorum lélegir í dag, Fram-
arar voru góðir og áttu örugg-
lega meira skilið eins og svo oft
áður í sumar. Þeir hafa bara ekki
haft heppnina með sér. Þeir voru
okkur mjög erfiðir í dag.“
Fylkismenn fögnuðu sínum
fyrsta sigri síðan í júlí þegar þeir
unnu 2-1 sigur í Keflavík. „Þetta
var langþráður sigur fyrir okkur
Fylkismenn,“ sagði Albert Brynj-
ar Ingason, besti maður vallarins
í gær, eftir leikinn. „Við höfum
sett okkur ný markmið og þau
eru að hafa gaman af því að spila
fótbolta og safna eins mörgum
stigum og við getum. Það vita
allir að ég er stórhættulegur
skallamaður og menn verða bara
að dekka mig betur en þetta.“
-ktd, sáp
KR og Fylkir komust aftur á sigurbraut í Pepsi-deildinni í gær en Fylkir vann sinn fyrsta sigur síðan í júlí:
Slakir KR-ingar kreistu út sigur gegn Fram
MIKILVÆGT Hannes Þór fremstur í flokki í fögnuði KR-inga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Stjörnumenn réttu ÍBV hjálparhönd
KR og ÍBV eru með dágóða forystu á toppi Pepsi-deildar karla eftir leiki gærkvöldsins. Stjarnan sá til þess
með glæsilegum 4-0 sigri á FH að Hafnfirðingar eiga nú litla möguleika á að blanda sér í toppbaráttuna.
VANTAR BARA EITT MARK Í METIÐ Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö mörk í gær
og vantar nú bara eitt mark til að jafna markamet Inga Björns Albertssonar. Tryggvi
fiskar hér víti á Mark Rutgers í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN