Fréttablaðið - 31.08.2011, Síða 4
31. ágúst 2011 MIÐVIKUDAGUR4
GENGIÐ 30.08.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
219,2295
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
113,80 114,34
185,74 186,64
163,81 164,73
21,984 22,112
21,093 21,217
17,83o 17,934
1,4813 1,4899
182,88 183,96
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
vítun h Fal egt brosjá l , annT h
r mót af tönnum oge kiðte
ður gómur eftir því, 4míðs a
af tannhvítunarefni fylgja.purtú
allegtbros.isfwww .
30 viðskiptavini þarf til að virkja tilboðið
HÓPKAUP.IS Í DAG
í krafti fjöldans
hópkaup.is
12.900 kr. GILDIR 24 TÍMA
22.900 kr.
Verð
44%
Afsláttur
10.000 kr.
Afsláttur í kr.
PI
PA
R\
TB
W
A
R\
PI
PA
R
TB
W
A
•
SÍ
A
SÍ
A
TAN HVÍTUN HJÁ FALLEGT BROS
STJÓRNMÁL Katrín Jakobsdóttir,
varaformaður Vinstrihreyfingar-
innar – græns framboðs og formað-
ur flokksráðsins, segir samþykkt
ráðsins um helgina fyrst og fremst
snúast um veru Íslendinga í Nató.
Líkt og komið
hefur fram sam-
þykkti flokks-
ráðið á lyk t-
un þess efnis
að rannsókn
færi fram á
aðdraganda
þess að Ísland
samþykkti
stuðning við
loftárásir Atl-
antshafsbanda-
lagsins á Líbíu.
„Þetta snýst
fyrst og fremst
um að fara yfir
veru okkar í
Nató, en það
l iggur fyr ir
að við erum á
móti henni, en
einnig um ferl-
ið í kringum þá
aðild og það hvernig ákvarðanir
eru teknar á þeim vettvangi,“ segir
Katrín. Hún segir flest liggja fyrir
varðandi aðdraganda stuðnings
Íslendinga.
Árni Þór Sigurðsson, annar full-
trúa flokksins í utanríkismála-
nefnd Alþingis, tekur undir það.
Hann segir engan vafa á því að
Össur Skarphéðinsson utanríkis-
ráðherra hafi tekið ákvörðun
á réttum forsendum. Andstaða
Vinstri grænna hafi legið fyrir, en
ráðherrann haft þinglegan meiri-
hluta að baki sér.
Árni Þór segir að mögulega
skorti upplýsingar um hvernig
málið bar að.
„Við vorum bæði í ríkisstjórn og
í þinginu sammála um að styðja
stefnumótun Sameinuðu þjóðanna
gagnvart stjórnvöldum í Líbíu.“
Árni Þór segir hins vegar að frá
upphafi hafi flokkurinn verið á
móti loftárásum Nató á landið.
„Það er hins vegar ekkert óljóst
í þessu. Utanríkisráðherra ber
stjórnskipulega ábyrgð á því að
fastafulltrúi Íslands hjá Nató geri
ekki athugasemd við loftárásirn-
ar. Þá var hann búinn að kanna
hug þingsins samkvæmt lögum og
utanríkismálanefnd búin að fjalla
um málið. Ákvörðunin hafði meiri-
hlutastuðning á Alþingi.“
Árni Þór segir að þótt ferlið hafi
verið rétt hafi flokkurinn verið
ósammála niðurstöðunni. Össuri
hafi verið ljóst að Vinstri græn
gerðu athugasemdir, en hafi haft
þinglegan meirihluta á bak við sig.
Spurður hvort andstaða Vinstri
grænna gagnvart Nató þvælist
fyrir þeim í ríkisstjórn minnir Árni
Þór á að það sé ekki einsdæmi að
flokkur á móti hernaðarbandalög-
um sitji í ríkisstjórn. Hins vegar
megi velta því fyrir sér hvernig
Ísland tekur afstöðu innan hernað-
arbandalagsins á meðan það er þar.
kolbeinn@frettabladid.is
Sátt við ferlið en
ekki niðurstöðuna
Forysta Vinstri grænna segir utanríkisráðherra hafa staðið rétt að stuðningi við
aðgerðir Nató í Líbíu. Andstaða við aðgerðirnar var bókuð fyrirfram. Formaður
flokksráðs segir samþykkt um rannsókn snúast um aðild að Nató.
ÓSAMMÁLA Í SAMBÚÐ Vinstrihreyfingin – grænt framboð er á móti veru Íslands í
Nató og lögðu þingmenn flokksins fram þingsályktunartillögu í maí um úrsögn úr
bandalaginu. Samfylkingin vill Ísland áfram innan hernaðarbandalagsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
KATRÍN
JAKOBSDÓTTIR
ÁRNI ÞÓR
SIGURÐSSON
SÝRLAND, AP Þúsundir manna héldu
út á götur Damaskus, höfuðborgar
Sýrlands, að loknum morgunbæn-
um í gær, sem var fyrsti dagurinn
í lokahátíð föstumánaðar múslima.
Mótmælendur krefjast þess að
Bashar Assad forseti og stjórn
hans segi af sér. Öryggissveitir
hafa bæði í gær og undanfarna
daga gengið fram af mikilli hörku
gegn mótmælendum og meðal
annars skotið beint á fólk með
þeim afleiðingum að í gær létu að
minnsta kosti sjö manns lífið.
„Þeir geta skotið og drepið eins
mikið og þeir vilja, við munum
ekki hætta að krefjast stjórnar-
skipta,“ sagði mótmælandi í
Daraa, héraði sunnan til í landinu
þar sem mikill kraftur hefur verið
í mótmælendum.
Uppreisnin gegn Assad hefur
nú staðið yfir í fimm mánuði. Hún
byrjaði hægt með hógværum kröf-
um um endurbætur á stjórnkerfi
og mannréttindamálum í landinu í
beinu framhaldi af mótmælabylgj-
unni sem farið hafði um lönd Norð-
ur-Afríku og arabaheimsins.
Sameinuðu þjóðirnar segja að
aðgerðir stjórnarinnar hafi kost-
að meira en 2.200 manns lífið. - gb
Dagleg átök stjórnarhers og mótmælenda í Sýrlandi við lok föstumánaðar:
Þúsundir mótmæla í Damaskus
FORSETINN Á BÆN Assad Sýrlandsforseti
tók þátt í morgunbænum í gær við upp-
haf lokahátíðar föstumánaðar múslima.
NORDICPHOTOS/AFP
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
31°
24°
20°
18°
22°
25°
17°
18°
26°
20°
30°
28°
32°
20°
23°
21°
19°Á MORGUN
víða 8-13 m/s S-til
en hægari N-lands.
FÖSTUDAGUR
víða 5-10 m/s
12
12
13
13
12
12
16
15
14
13
11
4
6
4
3
3
2
4
7
3
3
7
14
13
14
11
13
14
12
13
11
11
VÆTUSAMT Ágæt-
lega hlýtt en vætu-
samt næstu daga
og vonandi að allt
berjalyng fái nægju
sína. Hvessir S-til á
morgun og úrkoma
með köfl um en
úrkomulítið NA-til.
Á föstudag má gera
ráð fyrir úrkomu A-
og SA-til. Hiti Yfi r-
leitt á bilinu 10 til
18 stig.
Snjólaug
Ólafsdóttir
veður-
fréttamaður
VIÐSKIPTI Hagnaður Eimskips
nam 10,7 milljónum evra, jafn-
virði 1,2 milljarða króna, á fyrstu
sex mánuðum ársins. Þetta er
betri afkoma en á fyrri hluta síð-
asta árs en þá nam hagnaður 7,5
milljónum evra.
Afkoman fyrir fjármagns-
liði og skatta var jákvæð um 3,8
milljarða króna í ár sem er fjögur
hundruð milljónum meira en í
fyrra. Haft er eftir forstjóranum
Gylfa Sigfússyni í tilkynningu að
reksturinn hafi gengið vel þrátt
fyrir kostnaðarhækkun. - jab
Afkoma Eimskips batnar í ár:
Hagnast um 1,2
milljarða króna
ÞÝSKALAND Lausnin á vanda evr-
unnar er norðurevra sem yrði
nýr sameiginlegur gjaldmiðill
Þýskalands, Finnlands, Austur-
ríkis, Hollands og Belgíu. Þetta
er mat eins af þungavigtarmönn-
unum í viðskiptalífi Þýskalands,
Hans-Olafs Henkel.
Í umræðugrein í Financial
Times skrifar Henkel að hann
sé ekki jafn jákvæður gagnvart
evrunni og áður. Stjórnmála-
menn hafi samþykkt aðild landa
að myntbandalaginu þótt þau hafi
ekki uppfyllt efnahagslegar kröf-
ur. Sameiginleg vaxtastefna henti
ekki öllum auk þess sem bandalag-
ið sundri frekar en sameini. - ibs
Þýskur fjármálamaður:
Vill norðurevru
í stað evru
FÓLK Sannkallaðir stórfiskar
komu að landi á Íslandsmeistara-
mótinu í sjóstöng sem fór fram
utan við Grindavík um helgina.
Á vef Grindavíkurbæjar kemur
fram að met hafi fallið í stærð
ufsa og löngu á sjóstöng og jafn-
vel einnig í þorski.
Ufsinn var 15,5 kíló og 1,13
metrar á lengd, langan var heil
30 kíló og 1,65 metrar og þorsk-
urinn vó 21,5 kg og var 1,38 metr-
ar á lengd. Heyrst hefur af stærri
þorskum sem veiðst hafa á stöng,
en það er óstaðfest. Þau Skarp-
héðinn Ásbjörnsson og Sigríður
Rögnvaldsdóttir stóðu uppi sem
Íslandsmeistarar í bátakeppni. - þj
Íslandsmót í sjóstangveiði:
Veiddu risafiska
á sjóstangmóti
í Grindavík
AFLAKLÆR Hér sjást keppendur með
metfiskana á kajanum í Grindavík.
MYND/GRINDAVIK.IS
HOUSTON, AP Fangelsisyfirvöld í
Texas hafa notað miklar lyfja-
gjafir á Warren Jeffs, leiðtoga sér-
trúarsafnaðar-
ins Kirkju Jesú
Krists og hinna
síðari daga heil-
ögu, eftir að
hann neitaði að
borða og drekka
í marga daga.
Hann situr í
fangelsi ævi-
langt fyrir að
hafa misnotað ungar stúlkur.
Maðurinn var dæmdur fyrr í
mánuðinum eftir að DNA niður-
stöður sönnuðu að hann hafði
barnað 15 ára stúlku, eina af 24
„andlegum eiginkonum“ sínum.
Michelle Lyons, talskona fang-
elsisráðuneytisins í Texas, segir
að Jeffs hafi nú verið fluttur á
sjúkrahús, en honum er haldið sof-
andi. Þó er búist við því að hann
nái sér. - sv
Átti 24 andlegar eiginkonur:
Deyfður eftir
hungurverkfall
WARREN JEFFS
Lét sig falla fram af þaki
Unglingspiltur slapp betur en á horfð-
ist þegar hann lét sig detta nærri
sjö metra niður af þaki félagsmið-
stöðvarinnar Rósenborgar á Akureyri í
gær. Pilturinn hélt sig vera læstan inni
í húsinu og taldi þetta einu leiðina
út. Hann var fluttur með sjúkrabíl á
slysadeild en var ekki talinn alvarlega
meiddur.
SLYS