Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.08.2011, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 31.08.2011, Qupperneq 8
31. ágúst 2011 MIÐVIKUDAGUR8 1. Hvert flúði fjölskylda einræðis- herrans Múammars Gaddafí? 2. Hver heldur risaball á Ljósanótt í Reykjanesbæ á laugardag? 3. Hvernig kvikmynd vill banda- ríski leikarinn Tom Cruise taka upp hér á landi? SVÖR 1. Hún flúði til Alsírs. 2. Óli Geir Jónsson, þekktur sem Óli Geir. 3. Geimverumynd. Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. DRÖG AÐ DEILISKIPULAGI NÝS LANDSPÍTALA Almennur kynningarfundur um drög að deiliskipulagi nýs Landspítala við Hringbraut fer fram í stofu 105 á Háskólatorgi kl. 17:30 í dag, miðvikudaginn 31. ágúst. Á fundinum munu forstjóri Landspítala, rektor Háskóla Íslands, fulltrúar hönnunarhópsins SPITALog formaður byggingarnefndar kynna verkefnið. Veggspjöld með uppdráttum og þrívíddarmyndum verða til sýnis og sérfræðingar á vegum verkefnisstjórnar NLSH svara spurningum gesta. Opið hús verður 1.-6. september í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg (gengið inn frá Egilsgötu) frá kl. 9-16. Kynningarefni verður einnig aðgengilegt í þjónustuveri Reykjavíkur- borgar á Höfðatorgi, á vef borgarinnar www.reykjavik.is og á verkefnavef NLSH; www.nyrlandspitali.is. Ábendingar og athugasemdir vegna deiliskipulagsdraganna skal senda á netfangið skipulag@reykjavik.is fyrir 1. október 2011. SPITAL A T H Y G L I Aðalfundur AO verður haldinn þriðjudaginn 13. september í SÍBS húsinu, Síðumúla 6, kl. 17.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Aðalfundur Astma og ofnæmisfélagsins 2011. FRÉTTASKÝRING Hvers konar tollar takmarka inn- flutning á kjöti? Fréttir af kjötskorti í verslunum hafa reglulega birst í fjölmiðlum í sumar. Í gær sagði Fréttablaðið svo frá veitingastöðum sem hafa þurft að taka rétti af matseðlum sínum vegna lítillar innlendrar framleiðslu og hárra tolla á inn- fluttu kjöti. Nokkuð háir tollar eru lagðir á flestar landbúnaðarafurðir á Íslandi. Tollar valda því að verð á markaði hækkar sem er slæmt fyrir neytendur en gagnast fram- leiðendum. Ábati framleiðenda er þó minni en tap neytenda. Í tilfelli kjöts og kjötvara bera þær tvenns konar tolla. Er þar um að ræða verðtoll sem er ákveðin prósenta af verði vörunnar og magntoll sem er föst upphæð sem leggst á hverja innflutta einingu. Á kjöti og kjötvörum er verð- tollurinn 18 prósent á vörur frá Evrópusambandinu (ESB) en 30 prósent á vörur frá öðrum svæðum. Magntollurinn er hins vegar ólíkur eftir vörum. Hæst- ur er hann á nautalundir frá landi utan ESB eða 1.462 krónur á kíló- ið. Til samanburðar leggst 510 króna magntollur á kíló af hökk- uðu nautakjöti, 382 króna tollur á kílóið af lambalæri og 499 króna tollur á kíló af beinlausu, sneiddu kjúklingakjöti. Auk verð- og magntolls leggst síðan vægt úrvinnslugjald á inn- fluttar vörur. Þá leggst vitaskuld virðisaukaskattur á innfluttar matvörur rétt eins og innlendar. Með hinum almennu tollum á kjötvörur er þó ekki öll sagan sögð. Ísland gerðist árið 1995 aðili að GATT-samningnum svokallaða á vegum Alþjóðaviðskiptastofn- unarinnar (WTO). GATT-samn- ingurinn skuldbatt Ísland til að hleypa litlu magni búvara inn á innlendan markað með lægri tollum en almennt tíðkast. Mark- miðið með þessum tollkvótum var að auka samkeppni á markaði með búvörur og stuðla þannig að lægra verði fyrir neytendur. Það markmið hefur hins vegar trauðla náðst. Fyrir það fyrsta hafa kvótar sem leyft hafa slíkan innflutning verið boðnir út til hæstbjóðanda sem gerir það að verkum að sá sparnaður sem af lágu tollunum hlýst rennur að stærstu leyti til hins opinbera. Í öðru lagi var fyrirkomulagi þessara „lægri“ tolla breytt árið 2009. Lengst af voru þetta magn- tollar þar sem föst krónutala var lögð á hvert kíló. Árið 2009 breytti hins vegar Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra fyrirkomu- lagi og eru þetta nú verðtollar. Við breytinguna hækkuðu tollarnir. Raunar svo mikið að í mörgum tilfellum er dýrara að flytja inn vörur á undanþágunni en vörur sem lagðir eru á almennir tollar. Umboðsmaður Alþingis hefur að vísu gert athugasemd við heim- ild ráðherra til þessa gjörnings. Starfshópur fjögurra ráðuneyta skoðar nú hvernig bregðast skuli við áliti embættisins. Utan GATT-undanþágunnar hefur í sumar verið opnað fyrir innflutning á nautakjöti á lækk- uðum tollum. Rennur heimild til þess út 30. september en hefur verið í gildi frá 10. júní. Þessi heimild hefur þó verið gagnrýnd fyrir að gilda einungis í skamm- an tíma á þeim forsendum að ansi tímafrekt sé að fá leyfi fyrir inn- flutning og að uppfylla þau skil- yrði sem um innflutning gilda. magnusl@frettabladid.is Tollar standa í vegi fyrir kjötinnflutningi Kjötskortur í verslunum virðist hafa verið viðvarandi vandamál í sumar. Erfitt hefur reynst að leysa vandann með innflutningi vegna hárra tolla á búvörur. NAUTAKJÖT Kjötskorturinn í sumar virðist hafa verið einna mestur þegar kemur að nautakjöti. SVÍÞJÓÐ Nefnd um starfsmannamál í sveitar félaginu Landskrona í Svíþjóð vill að starfsmönnum þess sem vinni heima verði bann- að að reykja á vinnutíma eins og öðrum starfsmönnum sveitar- félagsins. Þetta finnst íslensk- um umhverfisstjóra Landskrona, Högna Hanssyni, of langt gengið. „Ég veit ekki með hvaða rétti atvinnurekandi getur bannað fólki að reykja heima eða á leið til og frá vinnu og annað slíkt. Þar að auki segja þeir þetta gert til að koma í veg fyrir óbeinar reyk- ingar. Ég hef ekki trú á því að margir verði f y r i r þ e i m þegar reykt er heima,“ segir Högni sem er reyndar þekkt- ur í Svíþjóð fyrir baráttu fyrir umhverf- isvernd á mörgum sviðum. Högni tekur það fram að hann þekki vel til baráttunnar gegn reykingum. „Ég skrifaði fyrir þingmann fyrstu þingsályktunar- tillöguna um bann við reykingum á opinberum stöðum. Þetta var árið 1986. Hún var ekki samþykkt en árið 1993 voru sett slík lög.“ Að sögn Högna hafa í nokkr- um sveitarfélögum verið settar reglur um bann við reykingum á vinnutíma opinberra starfsmanna sem starfa heima. „Mér vitanlega er þessu banni ekki fylgt eftir. Það er enginn sem veit hvort fólk reykir á vinnutíma eða ekki. Þá er þetta eins og hver önnur hræsni.“ -ibs Íslenskur umhverfisstjóri í Landskrona gagnrýnir nýja hugmynd sveitarfélagsins: Banna reykingar heima á vinnutíma HÖGNI HANSSON EFNAHAGSMÁL Stjórnvöld geta með góðri samvisku fullyrt að aðlög- un ríkisfjármála hafi gengið sam- kvæmt efnahagsáætlun þeirra og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta er mat Greiningar Íslands- banka á endurreisnaráætlun AGS og íslenskra stjórnvalda. Áætlun- inni lauk í síðustu viku. Ísland er hið fyrsta þeirra landa sem leit- uðu á náðist sjóðsins í kjölfar fjár- málakreppunnar haustið 2008 til að ljúka áætluninni. Greining Íslandsbanka bend- ir á að markmið stjórnvalda og AGS hafi í stórum dráttum náðst og gott betur. Áætlað sé að halli á ríkisfjármálum verði 3,0 prósent í stað 7,3 prósenta og endurreisn fjármálakerfisins sé langt komin. Þar af sé búið að endurskipuleggja sparisjóðakerfið þótt enn liggi ekki fyrir áætlun um framtíðar- skipan þess. Íslandsbanki bendir á að end- urreisn bankanna hafi verið mun ódýrari en upphaflega hafi verið áætlað, auk þess sem einskiptis- liðir á borð við hagnað af Avens- skuldabréfaviðskiptunum í fyrra hafi komið til. Ekki munu þó öll kurl enn komin til grafar enda má vænta að Icesave-málið fari fyrir dómstóla á haustdögum, að sögn greiningar Íslandsbanka. - jab Efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gekk vel að sögn Íslandsbanka: Telja endurreisnina hafa verið ódýra AGS Í SEÐLABANKANUM Julie Kozack, yfirmaður sendinefndar AGS, á blaða- mannafundi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VIÐSKIPTI Fjárfestingarfélagið Eyrir Invest tapaði 13,4 milljónum evra á fyrstu sex mánuðum árs- ins. Þetta jafngildir 2,2 milljörð- um íslenskra króna. Á sama tíma fyrir ári nam hagnaður félagsins 3,3 milljónum evra. Ráðgjafarfyrirtækið IFS Grein- ing bendir á að afkomuna megi rekja til taps af sölu hlutabréfa í Össuri miðað við bókfærða stöðu hlutarins um áramótin. Eyrir seldi hlutinn í maí fyrir níu millj- arða. Stærsta eign Eyris Invest er um 35% hlutur í Marel. - jab Afkoma Eyris dregst saman: Tapa eftir sölu á hlut í Össuri VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.