Fréttablaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 25
KYNNING − AUGLÝSING fyrirtækjaþjónusta31. ÁGÚST 2011 MIÐVIKUDAGUR 5 Þjónusta við fyrirtæki þarf að vera persónuleg og það er okkar hlutverk að laga okkur að þörfum þeirra. Okkar sérstaða hefur falist í sérsniðnum fjarskipta- lausnum fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og okkur er mikið í mun að standa okkur vel,“ segir Jóhann Másson, framkvæmdastjóri fyrir- tækjasviðs Vodafone. Hann segir hlutdeild Vodafone á fyrirtækja- markaði hafa vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og staðan sé mjög sterk. „Mörg af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins hafa valið okkur; orkufyrirtæki, bankar, trygg- inga- og olíufélög, smásölurisar og sex af sjö stærstu sveitarfélögum landsins svo dæmi séu nefnd. Okkur þykir vænt um að mikilvægar stofn- anir í samfélaginu treysti okkur fyrir svo mikilvægum þætti í sinni starf- seminni,“ bætir hann við. Krónísk sjálfsskoðun Jóhann segir það skipta miklu máli, að fyrirtæki sem þjónusta önnur haldi sér á tánum og sofni aldrei á verðinum. „Samkeppnin á fjar- skiptamarkaðnum er hörð og ef við stöndum okkur ekki, þá er viðbú- ið að viðskiptavinirnir leiti annað. Við getum ekki leyft okkur neina sjálfumgleði og þurfum stöðugt að skoða okkar vinnulag í þeim tilgangi að bæta þjónustuna. Með krónískri sjálfsskoðun og vilja til að gera allt- af betur getum við eignast ánægð- ustu viðskiptavini á Íslandi og það er markmiðið sem drífur okkur áfram,” segir Jóhann. „Liður í því er að bjóða þjónustu í takt við þarfir viðkomandi viðskiptavinar óháð at- vinnugrein og stærð“ Tækifæri í breyttum aðstæðum Rekstrarumhverfi fyrirtækja á Ís- landi hefur um margt verið erf- itt á undanförnum árum. Jóhann segir þá staðreynd koma fram með ýmsum hætti. „Fyrirtæki leggja nú meira upp úr því en áður að fjar- skiptakostnaðurinn sé gegnsær og starfsmenn þeirra geti ekki stofn- að til óvænts kostnaðar. Við höfum komið til móts við þær þarfir með því að bjóða fast verð fyrir tiltekna þjónustu, þar sem notkun er inni- falin í föstu mánaðarlegu gjaldi. Það hefur mælst vel fyrir, auk þess sem við aðstoðum fyrirtæki við að hag- ræða með öðrum hætti. Við reyn- um að finna hagkvæmustu þjón- ustuleiðina fyrir hvert og eitt þeirra og getum boðið margvíslegar lausn- ir. Til dæmis hafa stór og smá fyrir- tæki hætt rekstri á eigin símstöðv- um og falið okkur að annast þá hlið rekstrarins gegnum svokallað Símaský Vodafone. Þar er í rauninni um að ræða hýsta stafræna símstöð (online), sem er rekin í okkar kerf- um og viðskiptavinurinn þarf ekki að fjárfesta í dýrum búnaði með til- fallandi rekstrarkostnaði.“ Traust er forsenda fyrir góðu við- skiptasambandi Jóhann segir mikilvægt að sýna frumkvæði í þjónustu við fyrirtæki, í stað þess að bíða eftir því að þau hafi samband. „Við lítum svo á að það sé sameiginlegur hagur okkar og viðskiptavina að þeir fái góða þjónustu á sanngjörnu verði, að viðskiptin séu gagnsæ og fyrirtæki noti þær þjónustuleiðir sem henta þeim best. Þannig skapast heilbrigt og gott viðskiptasamband sem báðir aðilar njóta góðs af til langs tíma.“ Frumkvæði og umhyggja fyrir viðskiptavinum Vodafone leggur sig fram um að veita góða þjónustu á fyrirtækjamarkaðnum enda samkeppnin hörð. Á meðal viðskiptavina Vodafone eru mörg af stærstu fyrirtækjum landsins og sveitarfélög. Jóhann segir mikilvægt að sýna frumkvæði í þjónustu við fyrirtæki, í stað þess að bíða eftir því að þau hafi samband. MYND/GVA Vodafone veitir fyrirtækjum og einstaklingum alhliða f jarskiptaþjónustu. Um 6.500 fyrirtæki um allt land eru í viðskiptum við Vodafone. Þeirra á meðal eru allir helstu neyðar- og viðbragðsaðilar landsins; Neyðar- línan, Landsbjörg, Landspítalinn, Landhelgisgæslan og fleiri. Tíu af tuttugu stærstu fyrirtækj- um landsins hafa valið Vodafone og sex af sjö stærstu sveitarfélög- unum. Jóhann Másson, fram- kvæmdastjóri hjá Vodafone, segir þá staðreynd tala sínu máli um getu og þjónustulund Vodafone. Fyrirtækið hefur mikla reynslu af að sérsníða lausnir fyrir stærri fyrirtæki og nýtir þá þekkingu við að byggja upp þjónustuleiðir fyrir minni fyrirtæki. Vodafone einfaldar hlutina með hagkvæmum og öruggum lausnum fyrir hvert fyrirtæki. Með réttri nálgun og markvissri ráðgjöf fyrir-tækjasviðs Voda- fone gætir þú mögulega lækkað fjarskiptakostnað þíns fyrirtæk- is verulega. Hafðu samband við fyrirtækja- þjónustu Vodafone í síma 599- 9500 eða sendu póst á firma@ vodafone.is og Vodafone finnur lausn sem hentar þínu fyrirtæki. Vodafone: þar sem fagmennirnir versla Um 6.500 fyrirtæki um allt land eru í viðskiptum við Vodafone. Þeirra á meðal eru allir helstu neyðar- og viðbragðsaðilar landsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.