Fréttablaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 28
KYNNING − AUGLÝSINGfyrirtækjaþjónusta MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 20118
GOTT VINNUUMHVERFI
SKIPTIR MÁLI Afköst í vinnu
eru vafalaust mun meiri hjá fólki
sem líður vel í vinnuumhverfi
sínu en því sem líður illa. Því
er nauðsynlegt fyrir vinnuveit-
endur að skoða vel hvernig best
megi hlúa að starfsmönnum
sínum.
Hávaði Ef hávaði á vinnustað
er verulegur er gott að fá mats-
mann til að mæla hávaðann
til að sjá hvort hann er innan
marka. Mikill og viðvarandi
hávaði getur skaðað heyrn og
auk þess aukið á streitu. Til eru
ágætar lausnir til að minnka
hávaða, til dæmis að útvega
starfsmönnum eyrnahlífar og
láta starfsmenn skiptast á að
vinna á hávaðasömum hlutum
vinnusvæðisins.
Loftræsting Ferskt loft er
afar mikilvægt. Bæði fyrir betri
öndun, til að koma í veg fyrir
of mikinn hita og til að tryggja
minni mengun í loftinu.
Hiti Gott er að koma fyrir
hitamælum á vinnusvæðum til
að fylgjast með hvort vinnu-
umhverfið er of heitt eða kalt.
Þegar unnið er í köldu umhverfi
ættu starfsmenn að fá viðeig-
andi hlífðarklæðnað
frá vinnuveit-
endum.
Lýsing
Lýsing er
mikil-
vægari
en margir
halda. Blikk-
andi flúorljós
geta ært óstöð-
ugan, of dimm
ljós geta reynt um
of á augun og of
björt lýsing veldur
sumum höfuðverk.
Streita Margvíslega
streituvalda er að finna í
vinnuumhverfi fólks. Streita
getur orðið vegna álags,
vinnuhraða, endurtekninga
og tilbreytingarleysis. Streitu-
valdar eru persónubundnir en
vinnuveitendur skyldu vera
vakandi fyrir þeim og leysa úr ef
möguleiki er.
B R Ú Ð U H E I M A R B O R G A R N E S I
B R Ú Ð U H E I M A R B O R G A R N E S I
Skúlagata 17 Borgarnesi Sími 530 5000 bruduheimar.is
G E R Ð U D A G I N N
E F T I R M I N N I L E G A N !
Brúðuheimar bjóða upp á frábæra aðstöðu til að taka á móti
stórum sem smáum hópum. Ævintýralegt umhverfi við sjóinn
gerir daginn að eftirminnilegri upplifun.
Við setjum saman þína dagskrá, s.s. leiksýningu, leiðsögn um
safnið, gönguferðir og fræðslu. Fallegur veitingastaður við
sjávarströndina með útiverönd og góð fundaraðstaða.
Hafðu samband í síma 530 5000 eða á hildur@bruduheimar.is
og við setjum saman ævintýrið þitt!
BRÚÐUHEIMAR eru staðsettir á sérstökum stað í Borgarnesi sem ber heitið Englendingavík. Húsin þjónuðu á árum áður
Kaupfélagi Borgfirðinga en voru búin að standa auð í langan tíma. Þau hafa nú öll verið endurnýjuð af mikilli natni.
BERND OGRODNIK brúðugerðameistari hefur til fjölda ára glatt Íslendinga með leiksýningum sínum, bæði fyrir börn og
fullorðna. Meðal sýninga hans eru Umbreyting, Pétur og úlfurinn, Einar Áskell og nú síðast Gilitrutt.
G E R Ð U D A G I N N
E F T I R M I N N I L E G A N !
Brúðuheimar bjóða upp á frábæra aðstöðu til að taka á móti
stórum sem smáum hópum. Ævintýralegt umhverfi við sjóinn
gerir daginn að eftirminnilegri upplifun.
Við setjum saman þína dagskrá, s.s. leiksýningu, leiðsögn um
safnið, gönguferðir og fræðslu. Fallegur veitingastaður við
sjávarströndina með útiverönd og góð fundaraðstaða.
Hafðu samband í síma 530 5000 eða á hildur@bruduheimar.is
og við setjum saman ævintýrið þitt!
HVATAFERÐIR OG HÓPEFLI
Góð samstaða og andi meðal starfsfólks eru mestu verðmæti fyrirtækja. Því skal
huga að því að viðhalda andanum með ýmsum hætti. Til dæmis eru teiti tilvalin til
að lyfta skapinu en einnig er hægt að gera margt annað þar sem ekki er haft vín
um hönd. Til dæmis eru golfmót fyrirtækja ávallt vinsæl en einnig má skipu-
leggja veiðiferðir, hestaferðir eða jafnvel skella öllum hópnum í
magadans.
Ýmis fyrirtæki bjóða upp á hópefli og hvata-
ferðir. Hópefli er notað til að auka samheldni innan
hóps, bæta traust og fá vinnufélaga til að upplifa hver annan í
nýju ljósi. Þá er gjarnan fléttað saman samvinnuþrautum og fyrir-
lestrum. Hvataferðir eru einnig vinsælar. Tilgangurinn er sá sami,
að auka þekkingu, skemmta starfsfólki og byggja upp liðsheild.