Fréttablaðið - 31.08.2011, Qupperneq 34
31. ágúst 2011 MIÐVIKUDAGUR
Ástkær eiginkona, móðir og amma,
Guðrún Sveinsdóttir
Hásölum 13, Kópavogi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt
24. ágúst sl. Útförin fer fram frá Digraneskirkju,
föstudaginn 2. september kl. 15.00.
Kristinn Kristinsson
Kristinn Kristinsson Steinunn Lilja Sigurðardóttir
Sigríður Kristinsdóttir Bergur Þorgeirsson
Bergljót Kristinsdóttir Andrés I. Guðmundsson
Sveinn Kristinsson Ásta Rut Sigurðardóttir
Dagbjört Kristinsdóttir Matthías Jónasson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Anna Lilja Gísladóttir
áður til heimilis að Sunnubraut 5,
Keflavík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Hlévangi, laugardaginn
27. ágúst sl. Jarðarförin auglýst síðar.
Ingibjörg Magnúsdóttir Lárus Ól. Lárusson
Kristín G. Magnúsdóttir Eyjólfur Garðarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Þorbergur Friðriksson
Aðalgötu 1, Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 28. ágúst.
Útförin verður auglýst síðar.
Jón Páll Þorbergsson Sigurbjörg Lárusdóttir
Friðrik Þorbergsson
Þórunn María Þorbergsdóttir
Þorbergur Friðriksson Hildur Pálsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær sambýlismaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Aðalsteinn B. Einarsson
fyrrverandi starfsmaður Flugleiða,
lést á Landspítalanum v/Hringbraut deild 11e 22. ágúst
sl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn
2. september kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hans er bent á krabbameins-
deild 11e LSH.
Kristjana Þorgilsdóttir
Aðalsteinn K. Aðalsteinsson Indiana Sigurðardóttir
Rósmary Aðalsteinsdóttir
Guðrún K. Aðalsteinsdóttir Haraldur R. Aðalbjörnsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
Jón Trausti Kárason
fyrrv. aðalbókari Pósts og síma,
Hlíðarhúsum 3,
lést miðvikudaginn 24. ágúst. Jarðsungið verður frá
Grafarvogskirkju fimmtudaginn 1. september kl. 13.
Bjarghildur Stefánsdóttir
Gylfi Jónsson Þórunn Ásgeirsdóttir
Birgir Jónsson Dagrún Þórðardóttir
Kári Jónsson Hermína Hermannsdóttir
og fjölskyldur.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
Sveinn Áki Þórðarson
fv. rafmagnseftirlitsmaður,
lést á heimili sínu, Ársölum 1, þann 16. ágúst sl.
Útförin hefur farið fram.
Þökkum vinum og vandamönnum samúð og vinarhug.
Martha Sigurðardóttir
Þórður Ben Sveinsson Karólína Kristinsdóttir
Anna Sveinsdóttir Pétur Kristjánsson
Ásgerður Hrönn Sveinsdóttir Vignir Ólafsson
afa- og langafabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Helga Hinriksdóttir
frá Hafragili,
lést á Dvalarheimili aldraðra Sauðárkróki 19. ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Kristín Sveinsdóttir Gunnar Sveinsson
Jóhanna Sveinsdóttir Árni Ingimundarson
Kári Sveinsson Margrét Guðmundsdóttir
Bjarni Sveinsson Ragnheiður Haraldsdóttir
og fjölskyldur.
Tveir sendifulltrúar Rauða
kross Íslands, Áslaug
Arnoldsdóttir og Magna
Björk Ólafsdóttir hjúkrun-
arfræðingar, munu halda til
Íraks 1. september, til starfa
með Alþjóða Rauða krossin-
um.
Áslaug mun dvelja í níu
mánuði í Írak og verður
starf hennar fólgið í heim-
sóknum í fangelsi, sjúkrahús
og á geðsjúkrahús í Bagdad,
þar sem unnið er að því að
bæta aðbúnað vistmanna.
Áslaug mun einnig sjá um
heilbrigðismál starfsmanna
Alþjóða Rauða krossins í
borginni.
Áslaug er einn reynd-
asti sendifulltrúi Rauða
kross Íslands og hefur ára-
langa reynslu af störfum
á átakasvæðum. Hún fór
fyrst út sem sendifulltrúi
Rauða krossins 1996, þar
sem hún starfaði á sjúkra-
húsi Alþjóða Rauða kross-
ins í Suður-Súdan og hefur
síðan unnið meðal annars í
Georgíu, Írak, Líbanon, Eþí-
ópíu, Úganda, Pakistan og á
Haítí. Nú síðast var Áslaug
fengin til starfa í Líbíu þar
sem hún vann sem hjúkr-
unarfræðingur hjá Alþjóða
Rauða krossinum í sumar
vegna átakanna sem enn
standa yfir í landinu.
Magna Björk mun starfa
í þrjá mánuði með Alþjóða
Rauða krossinum í borginni
Najaf í Írak. Hún mun sjá
um þjálfun lækna, hjúkr-
unarfræðinga og sjúkra-
flutningamanna á gjör-
gæsludeildum í Najaf. Þetta
er í annað sinn sem Magna
starfar sem sendifulltrúi
Rauða kross Íslands, en
hún vann í tjaldsjúkrahúsi
Rauða krossins eftir jarð-
skjálftana miklu á Haítí árið
2010.
Sendifulltrúar RKÍ til Íraks
Á LEIÐ TIL ÍRAKS Hjúkrunarfræðingarnir Magna Björk Ólafsdóttir og Áslaug Arnoldsdóttir munu báðar starfa
að brýnum störfum á vegum Alþjóða Rauða krossins.
Björgunarsveitir Slysa-
varnafélagsins Landsbjarg-
ar standa um þessar mund-
ir fyrir kynningarfundum
víða um land sem ætlaðir
eru nýjum meðlimum sveit-
anna. Áhugi á sjálfboða-
liðastörfum hjá sveitunum
hefur aukist mikið undan-
farin ár, einkum á höfuð-
borgarsvæðinu og í stærri
bæjum landsins. Hafa nýir
sjálfboðaliðar á öllum aldri
og með alls kyns menntun
bæst í hópinn.
Nýliðar fara í gegnum
strangt nám og þjálfun sem
fer aðallega fram á kvöldin
og um helgar. Nýliðar þurfa
að stunda þá þjálfun í um
það bil tvö ár áður en þeir
taka þátt í útköllum. Í nám-
inu er meðal annars farið
yfir fyrstu hjálp, rötun, leit-
artækni, fjallamennsku og
sjóbjörgun.
Áhugasömum er bent á að
hafa samband við björgun-
arsveitina í sínu heimahér-
aði. Upplýsingar má finna á
landsbjorg.is.
- jma
Nýliðar í þjálfun
AUKINN ÁHUGI Borið hefur á auknum áhuga á störfum björgunar-
sveitameðlima.
Sýningin Marc Riboud – ljós-
myndir í 50 ár verður opnuð
í Ljósmyndasafni Reykjavík-
ur 3. september og stendur
til 8. janúar 2012.
Marc Riboud hóf störf
sem blaðaljósmyndari á
sjötta áratug síðustu aldar
og varð einn af ljósmynd-
urum umboðsskrifstofunn-
ar Magnum árið 1953. Þar
hlaut hann hvatningu ásamt
Robert Capa og Henri Car-
tier-Bresson sem urðu læri-
feður hans og varð í fram-
haldinu leikinn og næmur
ljósmyndari. Hinn franski
Riboud er einna þekktast-
ur fyrir ítarlegar myndfrá-
sagnir sínar frá Austur-
löndum en hann var einn af
fyrstu vestrænu ljósmynd-
urunum til að komast inn í
Kína eftir menningarbylt-
ingu Maós árið 1966.
Á þessari yfirlitssýn-
ingu má sjá ljósmyndir sem
spanna yfir 50 ára tímabil.
Ljósmyndir Ribouds hafa
verið birtar í virtum tíma-
ritum á borð við Life, Géo,
National Geographic, Paris
Match og Stern.
Sýningin er skipulögð af
Ljósmyndasafni Reykjavík-
ur og Alliance Francaise
með aðstoð franska sendi-
ráðsins á Íslandi.
Riboud í 50 ár
MARC RIBOUD Sýning á myndum eftir blaðaljósmyndarann Marc
Riboud verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.