Fréttablaðið - 31.08.2011, Síða 38
31. ágúst 2011 MIÐVIKUDAGUR26
Leikfélag í London ætlar að „hakka“ sig inn í talhólf
sex einstaklinga og nota sem efnivið í jafnmörg frum-
samin leikrit, sem verða flutt í lok september. Þetta
kváðu vera fyrstu viðbrögð leikskáldanna við sím-
hleranahneykslinu, sem reið götublaðinu News of the
World að fullu fyrr í sumar.
Vefútgáfa breska dagblaðsins Guardian greinir frá
því að leikfélagið Theatre503 ætli að setja á svið sex
frumsamin verk undir yfirheitinu „Hacked“. Leik-
félagið hefur getið sér orð fyrir tilraunakennd verk
með sterkri samfélagslegri skírskotun. Verkin verða
byggð á skilaboðum í farsímum almennra borgara.
Sex sjálfboðaliðar hafa samþykkt að veita leikfélag-
inu aðgang að talskilaboðum sínum og heitið því að
hvorki ritskoða né eyða nokkrum skilaboðum sem
þeim berast.
Blaðið hefur eftir Derek Bond, yfirleikstjóra
verksins, að hugmyndin að því að gera leikrit um
hleranahneykslið hafi kviknað strax í júlí þegar
málið spurðist út. Í stað þess að gera sex örleikrit um
hleranamálið hafi hópurinn viljað komast að rótum
þess sem reitti fólk til reiði.
„Þeir hleruðu ekki aðeins símann hjá frægðarfólki
– þetta voru syrgjandi foreldrar, unglingar sem var
saknað, allir. Hvað ef þetta hefði verið þú?“ Bond
segir helsta úrlausnarefni leikskáldanna að geta í
eyðurnar því oftar en ekki vanti samhengi skilaboð-
anna. „Það kemur því til með að reyna á ímyndunar-
afl þeirra en við sögðum þeim að hafa ekki áhyggjur
af því að láta sannleikann spilla góðri sögu.“
26
menning@frettabladid.is
RUPERT MURDOCH Útgefandi News of the World átti í vök að
verjast eftir að upp komst að blaðið hafði hlerað síma fólks.
Enskt leikfélag frumsýnir sex leikrit sem sækja innblástur í málið
í lok september.
Sex leikrit um hleranahneykslið
5. SEPTEMBER
19.00 Opnun Reykja-
vík Dance Festival
- BÍÓ PARADÍS
20.00 Dansstutt-
myndir, Prógramm I
- BÍÓ PARADÍS
6. SEPTEMBER
20.00 Dansstutt-
myndir, Prógramm II
- BÍÓ PARADÍS
7. SEPTEMBER
17.00 Opnun sviðs-
listahluta
- TJARNARBÍÓ
17.30 TANZ
- TJARNARBÍÓ
19.00 What a
Feeling!+ Heilaryk
TJARNARBÍÓ
20.00 Dedication
- KEX HOSTEL
8. SEPTEMBER
12.15 Nú nú
- LISTASAFN REYKJA-
VÍKUR
15.30 Lost Ballerina
- LISTASAFN
ÍSLANDS
20.00 Dedication
- KEX HOSTEL
19.00 What a Feeling!
+ Heilaryk
- TJARNARBÍÓ
21.00 TANZ
TJARNARBÍÓ
22.00 Court 0.9144m
- TJARNARBÍÓ
9. SEPTEMBER
18.00 Dedication
- KEX HOSTEL
19.00 Cosas +
Retrograde
- TJARNARBÍÓ
20.30 Belinda og
Gyða + Vorblótið
- TJARNARBÍÓ
22.00 Court
0.9144m–
- TJARNARBÍÓ
10. SEPTEMBER
13.00/14.15/16.00 ”
> a flock of us > ”
- HAFNARHÚSIÐ
13.30/15.15 Lost
Ballerina – Listasafn
Íslands
17.00 Nú nú
- HAFNARHÚSIÐ
15.00 Dansstutt-
myndir, Prógramm III
- BÍÓ PARADÍS
19.00 Cosas +
Retrograde
- TJARNARBÍÓ
20.30 Belinda og
Gyða + Vorblótið
- TJARNARBÍÓ
21.00 Club 0.569412
- BAKKUS
22.00 Tripping North
- TJARNARBÍÓ
23.00 PARTÝ
- TJARNARBÍÓ
11. SEPTEMBER
13.00 Námskeið með
Mechtild Tellman
- DANSVERKSTÆÐIÐ
16.00 Pallborðsum-
ræður
- KEX HOSTEL
DANSHÁTÍÐ Í HEILA VIKU
Danshátíðinni Reykjavík
Dance Festival hefur vaxið
fiskur um hrygg síðan hún
var fyrst haldin árið 2002.
Í ár verða fjórtán dansverk
sýnd auk þess sem dans-
stuttmyndir verða á dag-
skrá, námskeið fyrir sviðs-
listamenn og umræður.
„Reykjavík Dance Festival er einn
af hápunktunum í íslenska dans-
samfélaginu og í raun eini vett-
vangurinn fyrir sjálfstætt starf-
andi danshópa og danshöfunda,“
segir Ásgerður G. Gunnarsdótt-
ir, verkefnastjóri hátíðarinnar.
Danshátíðin verður sett næsta
mánudag í Bíó Paradís og að lok-
inni setningu verða sýndar nokkr-
ar dansstuttmyndir.
„Við bryddum upp á þeirri nýj-
ung í ár að sýna dansmyndir, en
þær koma víða að, frá Frakklandi,
Mósambík og Kanada svo eitthvað
sé nefnt.“ Auk myndasýninganna
í Bíó Paradís verða vídeóinnsetn-
ingar þar, í Tjarnarbíói, á Dans-
verkstæðinu og á Kex Hosteli alla
vikuna.
Á miðvikudag hefst sviðslista-
hluti Reykjavík Dance Festival í
Tjarnarbíói. Þar verða þrjú verk
sýnd en það fjórða á Kex Hosteli.
„Við breiðum úr okkur í miðbæn-
um, sýnum í Tjarnarbíói, Lista-
safni Reykjavíkur og Listasafni
Íslands og Kex Hosteli,“ segir
Ásgerður, en alls verða fjórtán
dansverk sýnd á hátíðinni í ár.
„Meðal íslenskra danshöfunda
sem eiga verk í ár má nefna Láru
Stefánsdóttur, Helenu Jónsdótt-
ur, Sveinbjörgu Þórhallsdóttur og
Steinunni Ketilsdóttur. Mörg verk-
anna eru síðan samstarfsverkefni
íslenskra og erlendra dansara,“
segir Ásgerður og bætir við að
mikill áhugi sé á hátíðinni erlendis
meðal þeirra sem fylgist með sam-
tímadansi.
„Svo má þess geta að við fáum
góða erlenda gesti á hátíðina,
dansarann og danskennarann
Inaki Azpillaga og menningar-
stjórnandann Mechtild Tellman
sem verða með námskeið hér í
næstu viku.
Hægt er að kaupa armband á
9.900 sem gildir á alla viðburði
hátíðarinnar en einnig er hægt að
kaupa sig inn á staka viðburði.
sigridur@frettabladid.is
DANSAÐ UM ALLAN BÆ
RAVEN Danshópurinn Raven, sem fram kemur á hátíðinni, var við æfingar í gær. Hann skipa frá vinstri Brogan Davison, Hrafn-
hildur Einarsdóttir, Martina Francone, Eszter Göncz og Clara Folenius. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Bar hátíðarinnar er á Kex
Hostel. Frekari upplýsingar
er að finna á heimasíðunni
www.reykjavikdancefestival.is
Hrollvekjan Ég man
þig eftir Yrsu Sig-
urðardóttur er mest
selda bókin það sem
af er ári, samkvæmt
uppsöfnuðum met-
sölulista bókaversl-
ana. Af tíu mest seldu
bókum ársins eru
tvær íslenskar skáld-
sögur, fimm lífsstíls-
og uppskriftabækur
og þrír þýddir reyf-
arar. Bæði Þorbjörg
Hafsteinsdóttir og
Friðrika Hjördís
Geirsdóttir eiga tvær
bækur á listanum yfir
tíu mest seldu bækur
ársins.
Yrsa mest seld á árinu
YRSA SIGURÐARDÓTTIR Ég man þig og Ljósa eftir Kristínu Steinsdóttur eru einu
íslensku skáldsögurnar á listanum yfir tíu mest seldu bækurnar það sem af er ári.
Báðar komu þær út í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
MEST SELDU BÆKURNAR
ÞAÐ SEM AF ÁRI
1 Ég man þig - Yrsa Sigurðardóttir
2 10 árum yngri á 10 vikum
- Þorbjörg Hafsteinsdóttir
3 Djöflastjarnan - Jo Nesbø
4 Bollakökur Rikku - Friðrika
Hjördís Geirsdóttir
5 Betri næring – betra líf - Kolbrún Björnsdóttir
6 Ljósa - Kristín Steinsdóttir
7 Léttir réttir Hagkaups
- Friðrika Hjördís Geirsdóttir
8 Mundu mig, ég man þig - Dorothy Koomson
9 Morð og möndlulykt - Camilla Läckberg
10 Matur sem yngir og eflir
- Þorbjörg Hafsteinsdóttir
Afsláttar-
dagur
Rauðarárstígur 10
105 Reykjavík
Sími: 562 4082
Yggdrasill verslun
er staðsett við Hlemm
www.yggdrasill.is
Landsins mesta úrval
af lífrænum vörum 10%
AFSLÁTTUR AF
ÖLLUM VÖRUM
Starfsemi HL stöðvarinnar í Reykjavík
hefst samkvæmt stundaskrá
mánudaginn 5. september.
Vinsamlega staðfestið þátttöku
í síma 561 8002
eða á hlstodin@simnet.is.
HL STÖÐIN
HL STÖÐIN
Endurhæfingarstöð hjarta- og lungnasjúklinga
Hátúni 14 – 105 Reykjavík – Sími 561 8002
NÝ LJÓÐABÓK EFTIR EYÞÓR ÁRNASON Ljóðabókin Svo ég komi aftur að ágústmyrkrinu eftir Eyþór Árnason kom út í gær
á vegum Uppheima. Eyþór vakti athygli þegar hann steig fram á vettvang skáldskaparins með sinni fyrstu bók, Hundgá úr annarri sveit,
haustið 2009 og hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir. Svo ég komi aftur að ágústmyrkrinu er 90 blaðsíður að lengd.