Fréttablaðið - 01.09.2011, Side 40

Fréttablaðið - 01.09.2011, Side 40
1. SEPTEMBER 2011 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● ljósanótt ● BÍLA OG BIFHJÓLA SÝNING Bílalest ásamt bif- hjólum leggur af stað niður Hafnargötuna kl. 15 á laugar- deginum. Lestin endar för sína við Duushús og verða ökutæk- in til sýnis á Keflavíkurtúni. Þátt- takendur í lestinni eru m.a. frá bifhjólaklúbbnum Örnum, Bif- hjólaklúbbi Suðurnesja, forn- bílaklúbbi Íslands, Jeppaklúbbn- um 4X4 og Krúser félagi áhuga- manna um akstur og bíla. ● TÓNLIST OG SÝNINGAR Í DUUSHÚSUM Í Duushúsum við Smábátahöfnina í Keflavík verða fjórar ólíkar sýningar um Ljósanætur- helgina auk fjölda tónleika. Í bátasalnum má sjá yfir 100 fiskibátalíkön eftir Grím Karlsson, í öðrum er sýning um líf og áhrif Kanans á „Vellinum“ í þeim þriðja er listsýningin Dúkka og í þeim fjórða grafíksýningin Óvætt- ir og aðrar vættir. Þeir sem koma fram á tónleikum þessa helgi eru m.a. Karla- kór Keflavíkur, Kvenna- kór Suðurnesja, Söngsveit Suðurnesja, Söngsveitin Víkingarnir og Félag harm- onikkuunnenda á Suður- nesjum. ● REYKJANESMARAÞON Einn af árlegum viðburðum á Ljósanótt er Reykjanes-mara- þon Lífstíls. Keppt er í eftir- töldum vegalengdum, 3,5 km, 10 km og 21 km. Tímamæling með flögu verður notuð í 10 og 21 km vegalengdum en ekki í skemmtiskokkinu. Rásmark og endamark verða við Vatnaveröld í Keflavík. Forskráning er á vefn- um hlaup.is og lýkur henni á föstudeginum fyrir hlaupið, þar má einnig sjá nánari upplýsing- ar um hlaupið. ● SKESSAN Í HELLINUM BÝÐUR Í LUMMUR Í tilefni Ljósanætur mun Skessan í hell- inum bjóða börnum í lummur á laugardaginn frá kl. 15-17 og verður vinkona hennar, trölla- stelpan Fjóla, henni til aðstoðar. Skessan er í fullri skessustærð og situr sofandi í ruggustól í eldhús- inu. Þetta er sama skessan og er í bókunum hennar Herdísar Egilsdóttur, Sigga og skessan í Fjallinu. Gest- ir geta skoðað hellinn hennar og rúmið hennar og séð hana í eldhúsinu. Skessan óskar einnig eftir bréfum og teikningum frá börnum og hægt er að vera í sambandi við hana á vefnum skessan.is. ● ÓKEYPIS KJÖTSÚPA Það er víðar en á Dalvík sem gestum er boðið í súpu! Fyrir- tækið Skólamatur hefur í mörg ár boðið gestum Ljósanæt- ur í heita kjötsúpu á tónleik- unum við stóra sviðið á föstu- dagskvöldinu. Súpan er að sjálf- sögðu ókeypis og mun ylja gestum í kvöldhúminu. ● WWW.LJOSANOTT.IS Á vefsíðunni ljosanott.is má fá allar upplýsingar um hátíðina. Bæði má skoða dagskrá í heild og einstaka dagskrárliði. Þar eru birtar fréttir og skoða má myndir sem teknar hafa verið á hátíðinni í gegnum tíðina. · Ef þú gerist á skrifan di og gr eiðir me ð VISA kredit korti fæ rðu allt að 30% a fslátt. · 10% au kaafslá ttur í þ rjá mán uði. · 12 vins ælustu fjölvar psstöð varnar fylgja frítt m eð fyrs ta mán uðinn. Gildir til 3. ok tóber. 25 ára afmælisveisla Stöðvar 2 heldur áfram í allan vetur með glæsilegri dagskrá þar sem allir finna eitthvað skemmtilegt við sitt hæfi: Metnaðarfullt innlent efni, vinsælustu erlendu þættina og vandað talsett barnaefni auk meira en 200 úrvalsmynda á Stöð 2 Bíó í hverjum mánuði. Og í september byrjar fjöldi nýrra þátta; ekki síst Spaugstofan og X-Factor með Simon Cowell o.fl. o.fl. Boðgre iðsluti lboð Já þú færð svo sannarlega meira fyrir peningana með áskrift að Stöð 2 því Stöð 2 Extra, Stöð 2 Bíó og plúsrásirnar fylgja frítt með - svo nú getur þú valið úr um 56 klukkustundum* af frábæru sjónvarpsefni á hverjum einasta sólarhring! Og Vildartilboð til áskrifenda geta sparað meira en greitt er í áskrift. *a ð m eð al ta li á S tö ð 2, S tö ð 2 Bí ó og S tö ð 2 Ex tr a á só la rh rin g FÍT O N / SÍA Þú færð meira VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.