Fréttablaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 2
9. september 2011 FÖSTUDAGUR2 EFNAHAGSMÁL Hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi var talsvert minni en spár höfðu gert ráð fyrir. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofan birti í gær. Landsframleiðsla jókst um 1,4 prósent á öðrum ársfjórðungi borið saman við sama ársfjórðung í fyrra. Á fyrsta ársfjórðungi var hagvöxtur 3,6 prósent á milli ára og því hefur nokkuð hægst á hagvexti. Í Morgun- korni Íslandsbanka frá því í gær segir að þetta sé í takt við það sem hafi verið að gerast í nágrannalönd- um okkar. Helsti aflvaki hagvaxtar á öðrum ársfjórðungi var vöxtur í einka- neyslu en einkaneysla jókst um 5,1 prósent á ársgrundvelli. Sá vöxtur var þó minni en búist hafði verið við. Fjárfesting jókst um 1 prósent á ársgrundvelli borið saman við 3,5 prósenta vöxt á fyrsta ársfjórðungi. Þá voru einnig birtar í gær endur- skoðaðar hagvaxtartölur fyrir árið 2010. Hagstofan hafði áður sagt samdráttinn í landsframleiðslu á síðasta ári hafa verið 3,5 prósent en segir nú að hann hafi verið 4 prósent. Í Morgunkorninu segir að lækkunina megi rekja til minni útflutnings þjónustu en áður hafði verið reiknað með og leiðréttingar á vísitölu byggingarkostnaðar. Á móti var einkaneysla endurskoðuð upp á við. - mþl  ms.is Ostur eins og krakkar vilja hafa hann SPURNING DAGSINS VIÐSKIPTI Framleiðsla á gosdrykkj- um úr íslensku vatni undir merkj- um Gosverksmiðjunnar Kletts í Reykjavík var lögð niður í ágúst og starfsfólk sent heim. Viðræður um endurfjármögnun fyrirtækis- ins standa nú yfir. Óvíst er hvenær viðræðum lýkur og framleiðsla kemst í gang á ný. Gosverksmiðjan Klettur hóf framleiðslu á gosdrykkjum með pompi og prakt undir merkjum KlettaGOSS og KlettaVATNS í des- ember í fyrra. Lögð var áhersla á að um íslenska framleiðslu væri að ræða og ekki stefnt að útflutn- ingi vatnsins. Verðið var lægra en á öðrum gosdrykkjum og stefnt að því að auka fjölbreytni á drykkja- vörumarkaði. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við segja fyrirtækið hafa farið af stað með of lítið eigið fé og hafi fljótlega þurft að kalla eftir nýju hlutafé til að halda framleiðslunni áfram. Þessu til viðbótar mun sam- keppnin við Ölgerðina og Vífilfell á gosdrykkjamarkaðnum hafa verið erfiðari en stjórnendur Kletts reiknuðu með. Þegar rekstur hófst í Gosverk- smiðjunni Kletti var fyrir tækið í eigu 25 einstaklinga, þeirra á meðal helstu starfsmanna ásamt vinum og fjölskyldum. Í tilkynn- ingu fyrirtækisins sem gefin var út í tilefni af opnuninni fyrir tæpu ári kom fram að í hluthafahópn- um væri enginn fagfjárfestir og enginn þekktur fjárfestir. Forðast hefði verið að taka lán til rekstrar- ins. Ekki liggur fyrir nú hvernig hlutafé skiptist. Eftir því sem næst verður komist hefur einhver hluti þess skipt um hendur. Hvorki fyrrverandi né núver- andi stjórnarmenn Gosverksmiðj- unnar Kletts vildu tjá sig um mál- efni fyrir tækisins í samtali við Fréttablaðið í gær. Þeir vísuðu á Guðmund H. Magnason, sem sagð- ur er stjórnarformaður. Ekki náð- ist í hann við vinnslu fréttarinnar. Enginn framkvæmdastjóri er leng- ur skráður hjá fyrirtækinu. Ekki var heldur svarað í síma í Gosverk- smiðjunni. jonab@frettabladid.is ÍSLENSKIR GOSDRYKKIR Á flöskum fyrirtækisins eru myndir af Íslendingum og textar úr íslenskum dægurlögum og bókmenntum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÞÚSUND FLÖSKUR Á FÆRIBANDI Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra ræsti vélar Gosverksmiðjunnar fyrir tæpu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Tappinn skrúfaður í flöskur Klettavatns Forsvarsmenn Gosverksmiðjunnar Kletts hafa hætt tímabundið framleiðslu á séríslenskum gosdrykkjum. Ekki er liðið ár síðan fyrirtækið hóf að selja vatn. SJÁVARÚTVEGUR Loðnukvótinn fyrir íslensk skip á komandi ver- tíð verður rúm 181.000 tonn sem er nokkru minna en var á síðasta fiskveiðiári. Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra fór með þessu eftir ráð- gjöf Hafrann- sóknastofnunar- innar, en einnig var ákveðið að sumarveiðar á loðnu verði ekki leyfðar á næsta ári. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að væntanlega verði aflaverðmæti loðnu á næsta ári, miðað við hag- stæða samsetningu bræðslu, fryst- ingar og hringavinnslu, um 20 til 30 milljarðar íslenskra króna. - þj Loðnukvóti ákveðinn: Mega veiða 181 þúsund tonn LOÐNA Ráðherra hefur ákveðið að loðnukvóti næsta árs verði 181 þúsund tonn. KÍNA Liang Wengen er ríkasti maður Kína, en eigur hans eru metnar á 9,3 milljarða Banda- ríkjadala að því er kemur fram í úttekt tímaritsins Forbes. Wengen er stjórnarformaður og helsti eigandi Sany Heavy Ind- ustry, sem fram- leiðir þungavinnu- vélar. Verðmæti fyrirtækisins hefur aukist stórum síðustu ár og eru nú sjö stjórnendur þess meðal 400 ríkustu manna Kína. Næstur Wengen, með eigur upp á 9,2 milljarða dala, er Robin Li, sem er stofnandi Baidu-leitarvefs- ins. Íslandsvinurinn Huang Nubo er í 129. sæti listans. - þj Nýr á toppi auðvaldsins: Wengen er rík- astur Kínverja HEILBRIGÐISMÁL Kostnaður Sjúkra- trygginga við þunglyndislyf hefur lækkað um 488 milljónir króna á einu ári. Tímabilið sem um ræðir er 1. júní 2010 til 31. maí 2011. Á þessu ári hafa álíka margir fengið ávís- að þunglyndislyfjum og árið á undan, eða um 32 þúsund manns. 1. júní 2010 breyttust reglur þannig að aðeins er tekið þátt í kostnaði við kaup á hagkvæm- ustu lyfjunum. Notkun á þeim hefur því aukist. Mestu hefur þó breytt að verð á nokkrum lyfjum hefur lækkað vegna breyttra reglna og vegna nýrra samheita- lyfja. - þeb Kostnaður við þunglyndislyf: 488 milljónir sparast í lyfjum LIANG WENGEN Jón, voru þessar rotþrær bara skítaredding? „Já. Það er mun betra að hafa hann í tanki en á floti í lauginni.“ Jón Jóhannsson í Mosskógum í Mosfells dal hefur komið sér upp eigin skolphreinsi stöð líkt og nágranni hans. Þeir töldu rotþrærnar litlu gagni þjóna. Nýjar hagvaxtartölur frá Hagstofu Íslands valda vonbrigðum: Hagvöxtur minni en spár bentu til MENNTAMÁL Barnaskóli Hjallastefnunnar í Hafnar- firði hefur ekki verið settur formlega þar sem hús undir starfsemina er ekki tilbúið. Skólastarf er engu að síður hafið og nýbygging að rísa við hlið uppruna- legs leikskóla Hjallastefnunnar. „Við gerum ráð fyrir að geta sett skólann form- lega 3. október,“ segir skólastjórinn Sara Dögg Svanhildar dóttir. Börnin mæti þó þegar í skólann daglega og fái kennslu. Notast sé við hluta af hús- næði leikskólans, við hliðina á byggingarreitnum, og safnaðarheimili Víðistaðakirkju. „En lögum sam- kvæmt megum við ekki kalla það formlegt skólastarf fyrr en við erum komin í hús,“ segir Sara. Allt sé þetta gert í fullri sátt við foreldrahópinn. Skólinn lenti á hrakhólum með húsnæði þegar færanleg bygging sem Hafnarfjarðarbær hafði leyft þeim að nota frítt var tekin og flutt í Vallahverfið í vor til að anna aukinni þörf fyrir leikskólapláss við leikskólann Bjarkarvelli. Í kjölfarið ákvað Hjalla- stefnan að reisa eigið hús. Sara segir stöðuna bitna merkilega lítið á starf- inu. „Þetta truflar okkur ævintýralega lítið. Það sem gerir það að verkum að þetta gengur upp er einstak- ur starfsmannahópur.“ - sh Grunnskólabörnum Hjallastefnunnar kennt í leikskóla og safnaðarheimili: Skólasetning bíður nýrrar byggingar samdráttur varð á landsframleiðslu í fyrra samkvæmt endurskoðuðum tölum Hagstofunnar. Áður hafði verið gert ráð fyrir 3,5% samdrætti. HAGSTOFA ÍSLANDS 4% NÆSTUM TILBÚINN Gert er ráð fyrir því að setja skólann form- lega í nýju húsnæði 3. október. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LÍBÍA, AP Naji Barakat, heilbrigðis ráðherra í bráða- birgðastjórn uppreisnarmanna, segir að 30 þúsund manns hið minnsta hafi látið lífið í átökun- um undanfarna mánuði. Fimmtíu þúsund hafi særst. Þessar tölur eru þó ekki staðfestar. Saksóknari alþjóðlega saka- dómstólsins í Haag fór í gær fram á aðstoð ríkja heims við að handtaka Múammar Gaddafí, sem hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi. Sjálfur segist Gaddafí enn vera í Líbíu og hvetur stuðningsmenn sína til að gefast aldrei upp. - gb Bráðabirgðastjórn Líbíu: Þrjátíu þúsund látnir í Líbíu GADDAFÍ EFTIRLÝSTUR Kona í Líbíu les tímarit með mynd af Gaddafí í kvenfötum. NORDICPHOTOS/AFP UTANRÍKISMÁL Franco Frattini, utanríkisráðherra Ítalíu, fundaði með Össuri Skarphéðinssyni utan- ríkisráðherra í gær þar sem hann lýsti yfir stuðningi við umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Fram kemur á vef ráðuneytisins að ráðherrarnir hafi rætt marg- vísleg mál. Frattini hafi meðal annars hvatt Íslendinga til að leita ráða hjá Ítölum „ef flækjur kæmu upp í samningunum“ og einnig kvaðst hann hafa mikinn skilning á mikilvægi fiskveiða í efnahags- lífi Íslendinga. - þj Fundur utanríkisráðherra: Ítalir styðja um- sókn Íslendinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.