Fréttablaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 16
9. september 2011 FÖSTUDAGUR16 Föstudagsviðtaliðföstuda gur Magnús Scheving frumkvöðull S amkvæmt fréttatilkynningu sem send var út til fjölmiðla í gær um kaupin nemur fjárfesting Turner tveimur og hálfum milljarði íslenskra króna. Í kaupsamningn- um er gert ráð fyrir því að sölu- andvirði hlutabréfa Magnúsar Scheving og eiginkonu hans, Ragnheiðar Melsteð, renni inn sem fjárfesting í nýtt félag Turner. Fyrir tækið gerir ráð fyrir því að þróa sér- stakan Latabæjarheim á netinu, setja á markað alþjóðlega fata- og leikfangalínu ásamt því að hefja framleiðslu á nýrri sjón- varpsþáttaröð með Magnúsi í hlutverki Íþróttaálfsins. „Það var eiginlega erfiðasti hluturinn í samningnum, að leika Íþrótta- álfinn, ég velti því fyrir mér hvort ég gæti það hreinlega,“ segir Magnús, sem upplýsir jafnframt að það hafi komið til tals að flytja alla Latabæjarframleiðsluna til Banda- ríkjanna, sem hefði verið gríðarlegt áfall. „Okkur tókst hins vegar að sannfæra þá um að þetta væri best svona, að hafa hana hér á landi.“ Fundum raforkuver í Turner Ár er liðið frá því að Turner sýndi því áhuga að kaupa Latabæ en fyrirtækið er eitt það stærsta í framleiðslu og dreifingu á afþrey- ingu í heiminum. „Við ákváðum að fara í endur skipulagningu á félaginu. Allir hlut- hafar vildu vera með og við ákváðum að finna kaupanda til að losa þá út.“ Magnús hefur verið á þönum síðastliðnar tvær vikur vegna kaupanna, varla sofið meira en fjóra tíma á sólarhring og það verður ekkert mikið meira um svefn á næstunni á meðan kaupin ganga í gegn. „Án gríns þá hefur fólk unnið hér bókstaflega dag og nótt.“ Magnús verður eftir undirskriftina for- stjóri í nýju fyrirtæki Turner-samsteyp- unnar. Hann lítur á daginn í gær sem sigur- dag fyrir Latabæ en ekki sem persónulegan ósigur fyrir sig eins og einhverjir kynnu að halda. „Staðreyndin er sú að við höfum verið að leita að svona samstarfsaðila í mörg ár, fyrirtæki sem hefur yfir að ráða dreifikerfi í sjónvarpi og á vörum. Við höfum alltaf verið með annað hvort; vorum komin á vöru- markað en þá tók of langan tíma að komast í sjónvarp og svo öfugt.“ Magnús líkir Latabæ við kló sem hafi verið að leita eftir straumi. „Og við fundum eiginlega heilt raforkuver í Turner.“ Magnús kveðst sáttur við þá stefnu sem Latibær sé að taka, vörumerkið sé smám saman að verða fært um að standa á eigin fótum eftir að hafa verið nátengt hans pers- ónu. „Latibær á eftir að verða til án mín og á eftir að lifa mig.“ Bjargar breskum börnum Magnús viðurkennir að honum finnist sorg- legt að þeir sem fjárfestu með honum í Latabæ til að byrja með skuli ekki njóta þess í dag. En þetta sé saga frumkvöðla, hún sé öldudalur. Hann rifjar upp að þrisvar sinn- um hafi Disney verið nálægt því að fara á hausinn þegar hann var að byrja. „Meðal annars vegna þess að hann vildi fá sinfóníu- hljómsveit til að leika undir barnaefni. Það hafði aldrei verið gert áður.“ Hann segist á hinn bóginn aldrei eiga eftir að gleyma þeim sem tóku þátt í þessu ævintýri og hann verði þeim ævinlega þakklátur. „En nú eru að koma þrjú til fimm hundruð störf inn í landið og tveir og hálfur milljarður inn í efnahagskerfið. Ég á ennþá í Latabæ en er ekki að fá neina peninga, bara nýjan starfs- titil. Ég er ennþá með en þeir ráða öllu. Það hefur því eiginlega ekkert breyst hjá mér nema hvað að sviðið sem ég dansa á er orðið miklu, miklu stærra.“ Magnús viðurkennir að honum þyki stundum eins og Latibær njóti ekki sann- mælis heima fyrir. Hann er til að mynda að fara hleypa af stokkunum nýju átaki með bresku ríkisstjórninni í beinni útsendingu á BBC á þriðjudaginn. „Við erum búnir að vera að skipuleggja þetta með forsætis- ráðherranum, David Cameron, í margar vikur. Bretar velja íslenskt fyrirtæki til að kynna fyrir börnum holla lífshætti. Ég held að menn fatti stundum ekki hvað Latibær er, það eru þrjátíu þúsund manns að fara hlaupa með okkur maraþon í Búlgaríu í næstu viku og við jukum grænmetisneyslu í Mexíkó um rúmlega tuttugu prósent. En það kveikir enginn á þessu á Íslandi.“ Vilja hafa mig eins og ég er Magnús segir mestu breytinguna fyrir sig persónulega þá að nú muni hann vinna fyrir aðra, það hafi hann ekki gert lengi. Hann hafi verið einn í baráttunni en nú hafi hann bandarískan risa á bakvið sig. „Og það verð- ur forvitnilegt að sjá hvernig það fer í mark- aðinn, að maður er ekki lengur einstæðingur sem hefur örugglega hjálpað mér oft.“ Magnús játar að hann svífi eilítið um í lausu lofti, hann viti ekki hvort það komi yfir sig einhver tilfinning þegar hann skrifi formlega undir samninginn við Turner. „Þetta er örugglega í síðasta skipti sem ég get sagt hvað sem er. Eftir undirskriftina verð ég að fylgja PR-stefnu Turner og það er enginn smá doðrantur að læra,“ en Turner setti það sem skilyrði að Magnús yrði for- stjóri næstu fjögur ár. Eftir það getur hann hætt. „Maður þarf að læra á þetta og kannski breytast, ég held samt ekki. Ég held að þeir vilji hafa mig akkúrat eins og ég er.“ Framleiðslan á nýju þáttunum hefst strax eftir áramót og Magnús upplýsir að þeir ætli sér að finna nýja fleti á þeim. Hann er jafn- framt bjartsýnn á að fá Stefán Karl Stefáns- son aftur til liðs við sig, fáir ef nokkrir geti leikið Glanna Glæp betur en hann. „Hann er okkar allra besti leikari og við Stefán höfum haldið góðu sambandi. Það er örugglega hægt að fá einhvern annan til að leika Glanna en Stefán gerir það best. Mér fyndist það líka vera við hæfi að við Stefán riðum saman út í sólarlagið þegar þættirnir renna sitt skeið.“ Latibær mun alltaf lifa mig Magnús Scheving segist vera fyllilega sáttur við sitt eftir að hafa selt Latabæ til bandarísku fjölmiðlasamsteypunnar Turner. Hann verður forstjóri fyrirtækisins hér á landi og klæðir sig aftur í Íþróttaálfsbúninginn í nýrri þáttaröð. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við Magnús um breytingarnar og framtíð þessa fyrirbæris sem hefur unnið hug og hjörtu barna úti um allan heim. SIGURDAGUR Magnús Scheving sér mikil tækifæri í kaupum Turner á Latabæ. Loksins hafi fyrirtækið aðgang að bæði sjónvarps- og vörudreifingu. Latibær hafi verið kló sem hafi verið að leita að rafmagni og fundið heilt raforkuver í Turner. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ég er ennþá með en þeir ráða öllu. Það hefur því eiginlega ekkert breyst hjá mér nema hvað að sviðið sem ég dansa á er orðið miklu, miklu stærra. SAMNINGAR UNDIRRITAÐIR Magnús Scheving og Jeff Kupsky, forstjóri Turner í Evrópu, fagna undirritun samninga um kaup Turner-samsteypunnar á Latabæ. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.