Fréttablaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 12
9. september 2011 FÖSTUDAGUR12 Uppbygging Landspítalans við Hringbraut á morgun. Fjöldi tilboða í tilefni dagsins. Opið frá 10 til 16. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Sölusýning Fleiri starfsmenn Land- spítala eiga að hjóla eða ganga til vinnu. Átakið á að draga úr umferðartöfum á álagstímum. Dýrara að byggja á nýjum stað. Ljóst þykir að umferðartafir verði á álagstímum við stærstu starfstöðvar nýs Landspítala við Hringbraut. Meðal annars þess vegna ætlar spítalinn að standa að hugarfars breytingu. Markmiðið er að fleiri starfsmenn hjóli eða gangi til vinnu. „Spítalinn hefur sett sér mark- mið um breyttar ferðavenjur starfsfólks til ársins 2015. Það verður endurskoðað í haust með hliðsjón af nýrri samgöngu- könnun,“ segir Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri á Landspítala, sem er sérstakur ábyrgðarmaður samgöngustefnunnar. Samgöngustefnan nær til allrar starfsemi spítalans óháð staðsetn- ingu og jafnt til starfsfólks, sjúk- linga og gesta. Samkvæmt samgöngukönn- un spítalans árið 2008 fóru fjór- ir af fimm með bíl í og úr vinnu, flestir á eigin bíl. Samtals 13 pró- sent fóru gangandi eða hjólandi. „Helmingur starfsmanna getur gengið eða hjólað á innan við 14 mínútum inn á lóð spítalans en hún er sú lóð borgarinnar sem best er tengd almannasamgöng- um,“ segir Ingólfur. Við fullbyggðan fyrsta áfanga spítalans er gert ráð fyrir stæð- um fyrir örlítið færri bíla en nú komast fyrir á stæðunum við Hringbraut og í Fossvogi saman- lagt. „Það er gert ráð fyrir 1.600 bílastæðum. Þau verða fyrir starfsmenn spítalans, sjúklinga, aðstandendur og nema,“ greinir Ingólfur frá. Eftir byggingu nýs spítala verða skráðir starfsmenn á svæð- inu við Hringbraut um 4.000, að því er segir á vef spítalans. Þar segir jafnframt að umferðar tafir verði á álagstímum við stærstu starfsstöðvar spítal- ans. Slíkar tafir geti haft áhrif á neyðarflutninga og aðra sem eigi brýnt erindi. Það að draga úr bíla- umferð vegna starfsemi spítalans sé því einnig liður í að greiða og tryggja aðgengi neyðarflutninga. Bent er á að nú noti bæði gestir og starfsfólk spítalans við Hring- braut bílastæði utan lóðar hans í óþökk íbúa í nágrenninu. „Komi starfsmenn með öðrum hætti til vinnu en á bíl leita færri út fyrir lóð spítalans eftir bíla- stæðum,“ segir Ingólfur. Hann bendir á að innleiðing samgöngustefnu og framkvæmda- áætlunar fyrir spítala í Bretlandi hafi leitt til 5 til 30 prósenta færri ferða á einkabíl til vinnu. Ingólfur útilokar ekki að minni líkur verði á umferðaröngþveiti nálægt spítalanum verði hann reistur austan Elliðaáa. „Það getur vel verið að það komi eitt- hvað jákvætt út úr því með til- liti til umferðar. Það yrði hins vegar miklu dýrara að byggja þar. Kvennadeildin og barnaspítalinn verða áfram í notkun við Hring- braut. Háskólinn er með bygging- ar á svæðinu og það er mikilvægt atriði í huga margra að ákveð- inn heilbrigðiskjarni myndist við svæðið. Það yrði dýrt að reisa nýjar byggingar fyrir heilbrigðis- vísindasviðið líka. Það getur vel verið að það yrði styttra fyrir ein- hverja að bruna í austurátt en það er styttra á Hringbrautina fyrir þá sem koma með flugi.“ Vilja breyta ferðavenjum starfsfólks FYRSTI ÁFANGI Stefnt er að því að fyrsta áfanga nýs Landspítala verði lokið árið 2017. Í drögum að breytingum á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 segir að matsvinna verði unnin samhliða. Fyrst og fremst verði fjallað um áhrif þess að fella byggingu Holtsganga úr áætlun en þeim var ætlað að tengja Sæbraut við Hringbraut. Í matinu verði litið til væntanlegrar umferðar í miðbæ Reykjavíkur sem myndast verði ekki farið í gerð Holtsganga. Gerður verður samanburður á umferð með og án Holtsganga á Snorrabraut, Hringbraut, Sæbraut og Lækjargötu. Einnig verður fjallað um hugsanlegar breytingar á gegnum- akstursumferð um Þingholtin. Áhrif uppbyggingar á Landspítalalóðinni verða skoðuð nánar í umhverfis- mati deiliskipulags segir í drögunum sem dagsett eru þann 24. janúar 2011. Breytingar á aðalskipulagi Sjúkraflutningamenn hafa lýst yfir áhyggjum af umferðarmálum í kringum nýjan Landspítala, að sögn Birgis Finnssonar varaslökkviliðsstjóra. „Við vorum kallaðir á undirbúningsfund fyrir nokkru síðan og komum okkar sjónarmiðum á framfæri. Við lýstum yfir áhyggjum vegna mögulegra umferðarhnúta. Það hefur verið skipaður umferðarhópur til þess að fara í gegnum þessi mál með spítalanum til þess að tryggja aðgengi okkar þannig að menn lendi ekki í umferðar- teppum. Við leggjum okkur ekki í hvar spítalinn er stað- settur. Nú er búið að ákveða að spítalinn verði þarna og svo spilum við úr því,“ segir Birgir. Með áhyggjur af aðgengi sjúkrabíla Stefán Thors, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir skipu- lagsmál í hverju sveitarfélagi heyra undir sveitarstjórn. Aðkoma embættis hans að staðarvali nýs Landspítala hafi ekki verið nein. „Það er alfarið sveitarstjórnarinnar að marka stefnu um legu vega og staðarval íbúða- og iðnaðarsvæða og svo framvegis. Aðkoma skipulagsstofnunar ríkisins að því er að fara yfir drög að aðalskipulagi sem á að fara að auglýsa. Stofnunin sér um að farið sé að lögum og reglum og að rétt sé staðið að kynningarmálum. Heilbrigðisráðuneytið stóð frammi fyrir þremur kostum og komst að þessari niðurstöðu en Landspítalinn hafði sitt að segja varðandi staðarvalið.“ Aðkoma Skipulagsstofnunar engin Ingibjörg Bára Sveinsdóttir ibs@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.