Fréttablaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 13
9. september 2011 FÖSTUDAGUR 13 Í dag, 9. september, kl. 12 til 13 í Odda 201 Er öryggi smáríkja í Evrópu tálsýn? Clive Archer, prófessor emerítus í stjórnmálafræði við Manchester Metropolitan háskólann í Bretlandi Föstudagur 16. september Kyn og þjóðaröryggi: Nýjar áherslur í varnarmálum í Evrópu Annica Kronsell, dósent í stjórnmálafræði við háskólann í Lundi í Svíþjóð Föstudagur 23. september Arabíska vorið og Evrópusambandið Rosa Balfour, fræðimaður og ráðgjafi við European Policy Centre í Brussel í Belgíu Föstudagur 30. september Hversu áhrifamikil eru smáríki í ákvarðanatöku innan Evrópusambandsins? Diana Panke, stjórnmálafræðiprófessor við University College Dublin á Írlandi Föstudaginn 7. október Hátíðarmálþing Háskóla Íslands Nánar auglýst síðar Föstudagur 14. október Lissabon sáttmálinn: Breytingar fyrir smáríki? Gunilla Herolf, yfirmaður rannsóknasviðs, Stockholm International Peace Research Institute (SIPRI) í Svíþjóð Föstudaginn 21. október Málþing um þróunarsamvinnu í samstarfi við utanríkisráðuneytið, Þróunarsamvinnustofnun og Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Nánar auglýst síðar Föstudaginn 28. október Þjóðarspegillinn, ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum Sjá dagskrá á heimasíðu Félagsvísindasviðs www.fel.hi.is Föstudaginn 4. nóvember og laugardaginn 5. nóvember Málstofa Alþjóðamálastofnunar á afmælis ráðstefnu Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands Nánar auglýst síðar Föstudagur 11. nóvember Nýtt lýðveldi: stjórnmálaástandið á Írlandi eftir írska efnahagsundrið Peadar Kirby, prófessor í alþjóðasamskiptum og stjórnsýslufræðum við háskólann í Limerick á Írlandi Föstudagur 18. nóvember, kl. 9 – 16 í Norræna húsinu Smáríki á norðurslóðum og við Eystrasaltið: Efnahagur, öryggi og sjálfsmynd Ráðstefnan er liður í rannsóknarverkefni sem styrkt er af norræna rannsóknarráðinu á svið hug- og félagsvísinda (NOS-HS) Föstudagur 25. nóvember Vopnasala í Evrópu: Valdinu ögrað Tomas Baum, forstöðumaður Flæmsku friðarstofnunarinnar í Belgíu Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands stendur fyrir vikulegri hádegisfundaröð á haustmisseri en stofnunin hlaut nýverið Jean Monnet styrk til að stuðla að upplýstri umræðu um Evrópumál á Íslandi. Að auki fléttast inn í fundaröðina málstofur í samvinnu við aðra aðila. Fundirnir fara fram í Odda 201 frá kl. 12-13 á föstudögum í vetur, nema annað sé tekið fram. Allir velkomnir EVRÓPA SAMRÆÐUR VIÐ FRÆÐIMENN DAGSKRÁ Nánari upplýsingar: www.hi.is/ams FUNDARÖÐ ALÞJÓÐAMÁLASTOFNUNAR HÁSKÓLA ÍSLANDS Education and Culture Lifelong Learning Programme JEAN MONNET AÐALINNGANGUR Spítalinn ætlar að standa að hugarfarsbreytingu hjá starfsmönnum og hvetur þá til að hjóla í vinnuna. „Það þarf ein- hver að koma með frekari upplýsingar til þess að sannfæra mann um að þetta geti gengið upp,“ segir Sigríður Snæbjörns- dóttir, forstjóri Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja, um fyrirhugaða byggingu nýs Landspítala við Hringbraut. „Auðvitað hræðist maður að þarna verði algjört umferðar- öngþveiti. Ástandið er nógu slæmt fyrir. Ég get ekki ímyndað mér að það batni þegar þjappa á enn meiri þjónustu saman á þessu svæði nema til komi einhver tækni eða úrlausnir sem maður sér ekki í hendi sér nú,“ segir Sigríður. Hún kveðst á sínum tíma hafa viljað að nýr Landspítali yrði í Fossvogi. Kostur númer tvö hefði verið í Vífilsstaðalandinu. „Mikilvægt er að fólk sjái hvernig það kemst til og frá spítal- anum. Annars er það ekki tilbúið að vinna með hugmyndinni. Með góðum vilja mætti enn íhuga nýtt staðarval.“ Enn má íhuga nýtt staðarval „Samgöngu- stefna Land- spítalans er í samræmi við þá sam- göngustefnu borgarinnar að leggja áherslu á fleiri samgöngu- máta, það er að allir komi ekki í einkabíl á sama tíma í vinnu og skóla,“ segir Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri umhverfis- og samgöngusviðs. Hann segir að bæta eigi aðstæður þeirra sem velja aðra ferðamáta en einkabílinn. „Menn sjá fyrir sér bættar almennings- samgöngur, fyrst og fremst með betri forgangi strætó. Forgangs- reinin á Miklubraut hefur til dæmis reynst mjög vel. Borgin hefur einnig á stefnuskrá að gera átak í gerð hjólastíga og greiða leiðir hjólandi um borgina.“ Ólafur bendir á að margir eigi leið um nágrenni þess svæðis sem fyrirhugað er að reisa nýjan Land- spítala á. „Ef spítalinn yrði stað- settur í austurhluta borgarinnar yrðu samgöngurnar að byggja alfarið á bílismanum. Nú búa býsna margir þeirra sem vinna á spítalanum í nágrenni við hann.“ Varðandi mögulega breytingu á búsetu starfsmanna þegar spítalinn verður kominn í gagnið segir Ólafur: „Þá verður vonandi búið að byggja meira af íbúðar- húsnæði í kring, eins og til dæmis á Valssvæðinu. Stefnan er að þétta byggðina í vesturhlutanum og fá meira jafnvægi í hana. Núna liggur straumurinn úr úthverfunum.“ Í samræmi við stefnu borgarinnar „Það er gjörsamlega galið hvernig farið hefur verið með almannafé. Það hefur verið varið hátt í þrjú þús- und milljónum í vangaveltur um hönnun einstakra bygginga nýs Landspítala án þess að almennileg, for- svaranleg staðarvalsgreining hafi verið gerð.“ Þetta segir Gestur Ólafsson arkitekt og skipulags- fræðingur sem telur nýjan samgönguás í austurhluta borgarinnar ákjósanlegan stað fyrir nýjan Landspítala. „Byggðin austan til á höfuðborgarsvæðinu er að vaxa saman og mynda samgönguás sem nær frá Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar og reyndar alla leið frá Borgarnesi til Keflavíkur. Spítalabyggingar endast ekki nema í 40 ár. Þá þarf að byggja nýtt og svæðið austan Elliðaáa er miklu rýmra.“ Gestur fullyrðir að ástandið á Miklu- braut verði óviðunandi verði ekki af gerð Sunda- brautar. „Það er gert ráð fyrir 50 þúsund bílum á Sundabraut á sólarhring í svæðisskipulagi höfuð- borgarsvæðisins. Ef sá fjöldi bætist við umferðina á Miklubraut verður ástandið skelfilegt, einkum ef halda á uppi þokkalegu þjónustustigi.“ Gestur segir staðsetninguna koma öllum lands- mönnum við. „Það tekur til dæmis hálfa klukkustund að aka frá Selfossi að Rauða- vatni og það má ekki taka annan hálf- tíma eða rúmlega það að komast að spítalanum.“ Gestur Ólafsson arkitekt og skipulagsfræðingur: Spítalinn verði austan Elliðaáa GESTUR ÓLAFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.