Fréttablaðið - 09.09.2011, Page 22

Fréttablaðið - 09.09.2011, Page 22
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sveinn Guðmundsson rafmagnsverkfræðingur, Aðalstræti 8, 101 Reykjavík, lést á lungnadeild Landspítala í Fossvogi 7. september síðastliðinn. Ingrid Guðmundsson Sólveig Sveinsdóttir Thierry Clairiot Guðmundur Sveinsson Arianne Gähwiller Sigrún Sveinsdóttir Yosihiko Iura Sveinn Ingi Sveinsson Sigrún Ásta Gunnlaugsdóttir Ríkharður Sveinsson Jóna Kristjana Halldórsdóttir Benedikt Sveinsson Anna White barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jenný Jónsdóttir andaðist að Dvalarheimilinu Kjarnalundi, Akureyri, föstudaginn 26. ágúst. Jarðarförin fór fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Sveinn Þórðarson Margrét Þórðardóttir Grettir Frímannsson Jóna Þórðardóttir Steindór Kárason barnabörnin og barnabarnabörnin Hjartkær bróðir okkar og mágur, Gunnar Örn Hámundarson bankamaður, Barónsstíg 43, Rvk, varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 4. september. Útför fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 15. september kl. 15. Hrafnhildur Hámundardóttir Kolbrún Hámundardóttir Jón Guðnason Bróðir okkar, Birgir Helgason trésmiður, Skúlagötu 20, Reykjavík, andaðist þriðjudaginn 6. september. Fyrir hönd aðstandenda, Valdimar Helgason Kristín Helgadóttir. Elskuleg eiginkona mín, Drífa Konráðsdóttir Grýtubakka 32, lést á heimili sínu 20. ágúst sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hennar. Ingi Gunnar Benediktsson Svala Konráðsdóttir Erna Konráðsdóttir Sveinbjörn Jónsson Mjöll Konráðsdóttir Hauby Kristensen Elskuleg frænka okkar, Margrét Pétursdóttir Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 12. september kl. 15.00. Fyrir hönd annarra vandamanna, Dóra Pétursdóttir Pálína Margrét Rúnarsdóttir Guðrún Brynja Rúnarsdóttir. 80 ára afmæli Í tilefni af 80 ára afmæli Þóru Eyjólfsdóttur 8. september eru ætting jar og vinir boðnir velkomnir í kaffi frá kl. 15 sunnudaginn 11. september að heimili dóttur hennar og tengdasonar, Brekkuhlíð 6, Hafnarfi rði. Ástkær eiginmaður minn, faðir, fóstur- faðir, tengdafaðir, sonur, bróðir og afi, Jón Gísli Grétarsson pípulagningameistari, Snægili 3b, Akureyri, lést á Hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 3. september. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 12. september kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjúkrahúsið á Akureyri. Anna Kristín Guðjónsdóttir Róbert Freyr Jónsson Anna Hlín Erlingsdóttir Grétar Jónsson Edda Björk Viðarsdóttir Brynjólfur Hjartarson Kristín Baldvina Jónsdóttir Grétar Óttar Gíslason Margrét Vala Grétarsdóttir Jón Gunnar Guðmundsson Baldvin Þór Grétarsson Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir Kristín Sigrún Grétarsdóttir Hörður Már Guðmundsson Anna María Grétarsdóttir Erlendur Níels Hermannsson og afabörn Elskulegi eiginmaður minn, faðir okkar og afi, Jón Guðlaugur Antoníusson lést að kvöldi 6. september á Hjúkrunarheimilinu Mörk. Elísabet Jóna Erlendsdóttir Gerður Jónsdóttir Sigrún Jónsdóttir Birna Jónsdóttir Erlendur Jónsson Gísli Jónsson Elísabet Sara Gísladóttir Arnar Logi Gíslason. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Magnús Baldvinsson múrarameistari, til heimilis að Hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ, áður Grænuhlíð 7, lést í Holtsbúð sunnudaginn 4. september. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 13. september kl. 13.00. Arndís Magnúsdóttir Hafsteinn Filippusson Benjamín Grendal Magnússon Guðbjörg Kristjánsdóttir Sæunn Grendal Magnúsdóttir Grétar Sveinsson Baldvin Grendal Magnússon Sigrún Grendal Magnúsdóttir Guðmundur J. Guðlaugsson Sigurður Grendal Magnússon Sigríður Björk Bragadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Helga Kristín Helgadóttir frá Siglufirði, andaðist á Líknardeild Landspítalans Kópavogi 5. september sl. Útför fer fram frá Áskirkju 20. september kl. 15.00. Helgi Kr. Eiríksson Katrín Gunnarsdóttir Martha Eiríksdóttir Andrés Magnússon Diðrik Eiríksson Viktoría Valdimarsdóttir Inga Rós Eiríksdóttir Halldór Sverrisson og barnabörn Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. timamot@frettabladid.is „Jú jú, það þýðir ekkert að reyna að leyna því,“ segir Örnólfur Thorlacius, fyrrverandi rektor, hress í símann þegar blaða- maður spyr hvort ekki megi segja frá stórafmæli hans í Frétta- blaðinu. Örnólfur er áttræður í dag en hélt upp á daginn ásamt fjölskyldu og vinum í fyrradag. „Synir mínir héldu mér boð svo það er afstaðið að mestu. Hingað kom fjöldi manns svo ég hef bara hægt um mig í dag. Ég er nú ekki sprettharður lengur og rúlla á undan mér grind, en að öðru leyti er ég við góða heilsu,“ segir Örnólfur en hann hefur búið undanfarin ár á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund ásamt konu sinni Rannveigu Tryggvadóttur. Móðir Örnólfs, Áslaug Ester Thorlacius Kristjánsdóttir, býr einnig á Grund. „Konan mín verður reyndar 85 ára þegar líður á árið og móðir mín verður 100 ára í nóvember, svo það ætti að vera nóg að gera í merkisafmælum hjá okkur. Hér fer afskaplega vel um okkur og ég hef líka aðstöðu til að vinna.“ Þegar blaðamaður forvitnast um að hverju Örnólfur sé að vinna segist hann vera að skrifa örlítið. „Ég er að skrifa dýrafræði sem ég byrjaði á fyrir 60 árum. Ég á nú miklu meira eftir en ég er búinn með, það vill nú oft verða þannig. Þetta áttu að vera nokkrir kaflar í lítilli alfræði- bók sem kom svo aldrei út. Svo hefur þetta hlaðið utan á sig og verður kannski að allsherjar fræðiriti fyrir almenning. Ég verð bara að sjá til hvað ég endist lengi,“ bætir Örnólfur við. Örnólfur hefur enda skrifað margar kennslubækur í náttúru fræðum og einnig þýtt bækur, þar á meðal eru Bókin um vatnið, Bókin um hjólið og Tilraunabók barnanna. Örnólf- ur var rektor Menntaskólans við Hamrahlíð og kenndi einnig náttúruvísindi við skólann. Aðspurður segist hann ekkert endi- lega nota stórafmæli til að líta um öxl en láti bara hverjum degi nægja sína þjáningu. Hann segist hafa gaman af því að skrifa og ætli að halda því áfram sem lengst. „Ég var nú búinn að orða það við Magnús Skarphéðinsson, að hann útvegaði mér miðil sem ritara svo ég gæti haldið áfram að lesa fyrir, þó ég væri kominn yfir um. Hann gaf nú lítið út á það svo ég verð víst að halda mig að þessu,“ segir Örnólfur og hlær. heida@frettabladid.is ÖRNÓLFUR THORLACIUS FYRRVERANDI REKTOR: ER ÁTTRÆÐUR Í DAG Ekki eins sprettharður DUNDAR ENN VIÐ SKRIFTIR Örnólfur Thorlacius er áttræður í dag og tekur aldrinum létt. Hann býr á Dvalarheimilinu Grund og situr við skriftir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.