Fréttablaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 50
9. september 2011 FÖSTUDAGUR38
sport@frettabladid.is
Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík (ÍFR)
óskar að ráða þjálfara til starfa hjá
sunddeild félagsins. Upplýsingar veitir
framkvæmdastjóri ÍFR í síma 561 8226
Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík
Íþróttakennarar - Sundþjálfarar
Listhlaupadeild
Skautafélags Reykjavíkur
Skautaskóli fyrir börn og unglinga
í Laugardal er hafinn.
Skráning fer fram
á heimasíðu félagsins
skautafelag.is
Nú er kátt í höllinni
Munið
Frístundakortið
ÍSLENSKA KÖRFUBOLTALANDSLIÐIÐ mætir í dag Kínverjum í fyrri æfingaleik sem fara báðir fram ytra.
Leikmenn og þjálfarar komu á leiðarenda á miðvikudaginn eftir 28 klukkustunda ferðalag og fengu gærdaginn því til
að hvílast og æfa sig. Leikurinn í dag fer fram í borginni Xuchang og hefst um hádegisbilið að íslenskum tíma.
FÓTBOLTI „Við erum að glíma við lausafjárvanda. Valur
er ekki í greiðslustöðvun. Nú erum við að ganga í
samningamál við okkar leikmenn,“ segir Friðjón R.
Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, um
þau vandræði sem félagið glímir við þessa dagana.
Knattspyrnudeildin gat ekki gert upp við leikmenn
sína á réttum tíma í síðasta mánuði og er aftur að
glíma við þann vanda þennan mánuðinn.
„Við eigum útistandandi skuldir sem hefur ekki
gengið að innheimta. Þetta eru nokkuð háar upp-
hæðir og stærstu upphæðirnar snúa að öðrum aðil-
um en beinum styrktaraðilum,“ segir Friðjón, en er
hann þar að tala um að Reykjavíkurborg sé ekki að
standa við skuldbindingar sínar gagnvart félaginu?
„Að mínu mati er borgin ekki að standa við sínar
skuldbindingar.
Vandinn er samt ekki bara tilkominn út af því.
Félagið hefur einnig farið illa út úr því að ekki geng-
ur jafn vel að leigja út Vodafonehöllina í dag og áður.
Stór fyrirtæki eru ekki að halda eins stórar og flottar
árshátíðir núna eins og fyrir hrun. Þar verður
félagið af miklum peningum.“
Vilja lækka laun leikmanna
Friðjón staðfestir að vinna við endurskoð-
un samninga leikmanna félagsins sé þegar
hafin. Hann segir nauðsynlegt að ráðast í þær
aðgerðir núna.
„Við erum í viðræðum við leikmenn um að
taka upp samninga þó svo tímabili sé ekki lokið.
Ég vil ekki segja einhverja ákveðna tölu um hvað
það þurfi að lækka launin mikið. Markmið mitt er
að koma rekstrinum í skynsamlegt horf,“ segir Frið-
jón, en hann telur öll félög á Íslandi vera í fjárhags-
vandræðum. Vandinn sé ekki bara bundinn við Val.
„Ég fullyrði að öll félögin eru í einhverjum vand-
ræðum. Valur er ekki eina félagið á Íslandi sem er í
einhverju basli.“
Friðjón segir að knattspyrnudeildin hafi fundað
með leikmönnum og komið hreint fram við þá varð-
andi stöðuna. Hann segir leikmenn hafa brugðist vel
við enda sé hópurinn hjá Val einstakur.
„Viðbrögð leikmanna hafa verið þeim til sóma. Yfir-
veguð og menn hafa leitað upplýsinga. Enginn hefur
skellt hurðum heldur hafa menn spurt hvað sé til ráða.
Það er svo frábær andi í þessum hópi og menn standa
afar þétt saman,“ segir Friðjón en hann reynir ekki
að breiða yfir vandamálið.
Ekki misst úr greiðslu í sjö ár
Friðjón segir vissulega vera erfitt að ráðast í þessar
aðgerðir þegar mikilvægir leikir séu eftir í deildinni
en takist liðinu að komast í gegnum þennan mótbyr
standi félagið sterkara eftir.
„Valur er félag sem hefur ekki misst úr greiðslu í
sjö ár. Það eru örugglega ekki mörg félög sem geta
státað af því. Að við förum í þessar aðgerðir núna
sýnir að okkur er full alvara í þessu máli. Við teljum
að það sé betra fyrir alla. Illu er best aflokið. Ef það
verður rétt staðið að málum gæti þetta orðið til þess
að styrkja hópinn.“
Of mikill kostnaður miðað við tekjur
Friðjón er gagnrýninn á umhverfið í boltanum.
„Umhverfi afreksíþrótta á Íslandi gengur ekki upp.
Kostnaðurinn er of mikill. Ekki bara launin heldur
almennt. Heildaraðgangseyrir félaganna yfir sumarið
dekkar ekki nema brot af launakostnaði leikmanna
og þjálfara,“ segir Friðjón, en hann segir leikmenn á
Íslandi fá meira greitt en félögin ráði við.
„Ég er á því að launagreiðslur séu of háar. Það
finnst mér vera klárt mál. Efnahagsumhverfið er líka
erfitt og fyrirtæki eiga mjög erfitt með að styrkja
íþróttafélög. Félögin eru að finna fyrir því. Tekjurnar
eru ekki nógu miklar,“ segir Friðjón en hann kallar
eftir frekara samstarfi félaganna.
„Það þarf að endurskoða reksturinn og félögin
þurfa að ræða saman um leikmenn sem og um hið
ágæta knattspyrnusamband. Það gengur ekki að það
sé stríð á milli KSÍ og félaganna. Það gengur heldur
ekki að KSÍ sé eitthvert eyland. Menn verða að vinna
betur saman.“ henry@frettabladid.is
Öll félög í vandræðum
Knattspyrnudeild Vals neyðist til þess að semja við leikmenn sína upp á nýtt
vegna lausafjárvanda. Formaður hennar, Friðjón R. Friðjónsson, segir að öll
íslensk félög séu í fjárhagsvandræðum sem komi til vegna launa leikmanna.
SÁ BESTI LÁNAÐUR Það vakti talsverða athygli þegar Valsmenn
ákváðu að lána Guðjón Pétur Lýðsson á dögunum. Hugsanlega
var það gert vegna fjárskorts. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Sigurður Ragnar Eyjólfs-
son, þjálfari A-landsliðs kvenna,
kynnti í gær 22 manna hóp fyrir
komandi leiki við Noreg og Belgíu
í undankeppni EM. Mesta athygli
vekur að lykilmaðurinn Edda
Garðarsdóttir getur ekki spilað
vegna meiðsla og að Laufey Ólafs-
dóttir er komin aftur inn í lands-
liðið eftir fimm ára fjarveru.
„Við erum með svona hátt í 30
leikmenn sem eru í A-landsliðs-
klassa og gætu auðveldlega spil-
að A-landsleik án þess að veikja
hópinn okkar mikið. Þetta var því
mjög snúið,“ segir Sigurður Ragn-
ar um valið.
„Okkur finnst það raunhæft
markmið að við getum unnið riðil-
inn en auðvitað er það krefjandi
og erfitt en við viljum hafa eitt-
hvað erfitt og krefjandi að stefna
á. Þetta er markmið sem stelpurn-
ar settu sjálfar og þetta er það sem
við vinnum eftir. Við viljum reyna
að vinna riðilinn og þá verðum við
að taka þessa heimaleiki og helst
ná fullu húsi þar,“ segir Sigurður
Ragnar og hann vonast eftir góðum
stuðningi. „Það er liðinu gríðarlega
mikilvægt að fólk komi á völlinn og
sýni stuðninginn í verki. Við eigum
frábært lið og höfum náð frábær-
um árangri á þessu ári. “
Sigurður Ragnar hefur nánast
alltaf getað stólað á Eddu Garðars-
dóttur en að þessu sinni er hún frá
vegna meiðsla.
„Edda er mjög mikilvægur leik-
maður fyrir okkur. Hún stefn-
ir samt á það að koma hingað og
þá ætluðum við að nýta hana með
því að láta hana vera uppi í stúku,
horfa á fyrri hálfleikinn og sjá
hvort hún reki augun í eitthvað.
Hún er taktísk mjög góð og les
leikinn mjög vel. Hún fer pottþétt
að þjálfa þegar hún hættir að spila
og ég held að þetta verði bara fín
æfing fyrir hana og þarna nýtist
hún liðinu líka,“ segir Sigurður
Ragnar en hann kallaði á Laufeyju
Ólafsdóttur sem kemur inn í liðið
eftir fimm ára fjarveru.
„Ég er mjög spenntur að sjá það
sjálfur hvar hún stendur á móti
okkar bestu leikmönnum. Það er
mjög jákvætt fyrir liðið okkar að
hún var tilbúin að gefa sig í þetta
verkefni. Hún hefur mikla reynslu
og smitar út frá sér jákvæðni og
leikgleði. Hún hefur svo marga
kosti að bjóða liðinu,“ segir Sigurð-
ur Ragnar. Allan hópinn má sjá inn
á Vísi.is
- óój
Íslenska kvennalandsliðið verður án lykilmanns í leikjunum við Noreg og Belgíu:
Edda hjálpar liðinu úr stúkunni
SIGURÐUR RAGNAR Var kátur á blaða-
mannafundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI Svo virðist sem margir
innlendir og erlendir þjálfarar hafi
áhuga á því að taka við íslenska
landsliðinu af Ólafi Jóhannessyni
sem hættir í október.
Fréttablaðið hefur áreiðanleg-
ar heimildir fyrir því að á meðal
umsækjenda um starfið sé hinn
63 ára gamli Englendingur, Bobby
Houghton. Eflaust þekkja ekki
margir Íslendingar kappann en
hann hefur 30 ára reynslu í faginu
og hefur þjálfað í tíu löndum.
Hann var síðast landsliðsþjálf-
ari Indlands en lét af því starfi
fyrir tveimur mánuðum. Hough-
ton hefur einnig þjálfað landslið
Kína og Úsbekistans svo fátt eitt
sé nefnt.
Houghton gerði Malmö að stór-
veldi áður en hann lagðist í víking
og kom liðinu meðal annars í úrslit
Evrópukeppninnar árið 1979.
Heimildir Fréttablaðsins herma
að Houghton sé mjög spenntur
fyrir því að þjálfa íslenska lands-
liðið og bíði nú svara frá KSÍ um
hvort hann komi til greina í starf-
ið. - hbg
Áhugi á landsliðsþjálfarastarfinu virðist vera mikill:
Fyrrum þjálfari Indlands
og Kína vill þjálfa Ísland
BOBBY HOUGHTON Hefur komið víða
við á löngum ferli. NORDICPHOTOS/GETTY