Fréttablaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 45
FÖSTUDAGUR 9. september 2011 33
u u u
u u
ekki bara sultur . . .
Skipholti 50c • 105 Reykjavík • salka.is
➜ Umræður
13.00 Reykjavík Bókmenntaborg
UNESCO - Hvað svo? Pallborðsum-
ræður með þátttöku framkvæmda-
stjóra Bókmenntaborganna Edinborgar
og Dubliner. Umræðurnar fara fram í
Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.
➜ Dans
18.00 Verkið Dedication sýnt á Kex
Hostel. Sýningin er hluti af Reykjavík
Dance Festival. Miðaverð er kr. 2.000.
19.00 Verkið Retrograde + Cosas
sýnt í Tjarnarbíói. Sýningin er hluti af
Reykjavík Dance Festival. Miðaverð er
kr. 3.500.
20.30 Verkið Belinda og Gyða +
Vorblótið sýnt í Tjarnarbíói. Sýningin
er hluti af Reykjavík Dance Festival.
Miðaverð er kr. 3.500.
22.00 Verkið Court 0.9144m sýnt í
Tjarnarbíói. Sýningin er hluti af Reykja-
vík Dance Festival. Miðaverð er kr.
2.000.
➜ Tónlist
21.00 Úrslitakvöld í endurhljóð-
blöndunarkeppni Priksins. Öll lögin
sem keppa til úrslita hljóma og fríar
veigar. BlazRoca flytur
lög af breiðskífunni
KópaCabana ásamt
vinningslögunum.
Aðgangur ókeypis.
21.00 Plötusnúður-
inn Alfons X þeytir
skífum á Kaffibarnum.
Ókeypis aðgangur.
23.00 Plötusnúðurinn
Dj Benson þeytir
skífum á neðri hæð
Faktorý. Aðgangur
ókeypis.
➜ Fyrirlestrar
12.00 Jón Gunnar Biering Margeirsson
kynnir meistaraverkefni sitt í sköpun,
miðlun og frumkvöðlastarfi í Listahá-
skóla Íslands í Sölvhóli.
12.00 Dr. Clive Archer, prófessor
emeritus í stjórnmálafræði við
Manchester Metropolitan-háskólann í
Bretlandi, heldur erindi um öryggi smá-
ríkja í Evrópu á vegum Alþjóðamála-
stofnunar Háskóla Íslands og Rann-
sóknaseturs um smáríki. Fundurinn er
haldinn í Odda 201 í Háskóla Íslands
og fer fram á ensku.
15.00 Dr. Noam Chomsky flytur fyrir-
lestur á vegum Hugvísindasviðs Háskóla
Íslands í stóra sal Háskólabíós. Fjallar
hann um stöðu heimsmálanna, lýðræði,
vald og ofbeldi og fer fyrirlesturinn fram
á ensku.
➜ Samkoma
13.30 Félag eldri borgara í Kópavogi
verður með Bingó í Félagsheimilinu
Gullsmára.
Upplýsingar um viðburði
sendist á hvar@frettabladid.is.
„Þetta er virkilega gott. Það er
eitthvað í öllum lögunum,“ segir
rapparinn Erpur Eyvindarson.
Erpur og skemmtistaðurinn
Prikið stóðu nýlega fyrir sérstakri
keppni í að endurgera lög af plötu
Erps, Kópacabana, en úrslitin ráð-
ast á Prikinu í kvöld klukkan 21.
Keppnin fór þannig fram að upp-
tökum af rappi og söng úr lögum
plötunnar var hlaðið á netið og gat
hver sem er sótt upptökurnar og
tekið upp eigið lag undir. Erpur
segir þátttökuna hafa verið gríðar-
lega góða.
„Þetta eru í heildina 70 lög sem
voru send inn. Lögin eru þvílíkt
ólík innbyrðis,“ segir Erpur og
bætir við að þátttakendur hafi
meðal annars sett lög hans í sálar-
tónlistar-, hús-, döbb- og klassísk-
an hipphoppbúning. „Núna fer ég
og hitti dómnefndina, sem er Ótt-
arr Proppé úr Dr. Spock og HAM
og Stebbi Steph úr GusGus. Dóm-
nefndin gæti ekki verið betri.
Þetta eru kóngar,“ segir Erpur,
sem situr einnig í dómnefndinni.
Raggi Bjarna verður sérstakur
heiðursgestur á Prikinu í kvöld og
afhendir verðlaun. Á meðal verð-
launa eru ferðir til Færeyja, Vest-
mannaeyja og Viðeyjar — aðra
leið, ásamt ýmsum öðru. Þá segir
Erpur að bestu lögin verði gefin út
á plötu. - afb
70 lög í keppni Erps á Prikinu
ÚRSLITIN KUNNGJÖRÐ Góð þátttaka var
í lagakeppni Erps og Priksins þar sem
keppendur endurgerðu lög rapparans.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Friðrik Ómar hefur bætt
miðnæturtónleikum við
afmælistónleikaröð sína
1. október í menningar-
húsinu Hofi á Akureyri.
Hann heldur því þrenna
tónleika þennan eina og
sama dag. Eitt þúsund
miðar eru þegar seldir
og líklega bætast nú
500 við til viðbótar.
„Þetta átti að vera
lítið og krúttlegt en
þetta er aðeins búið
að vinda upp á sig,“
segir Friðrik Ómar,
afar þakklátur fyrir
viðtökurnar. Aðspurður segist
hann alveg hafa orku í þrenna
tónleika á einum degi. „Af því að
þetta eru þrítugstónleikar. Það
væri annað ef ég væri sextug-
ur,“ segir hann og hlær.
Söngvarinn, sem verður þrí-
tugur 4. október, verður með um
tuttugu manns á sviðinu þegar
mest er. Meðal gesta verða Guð-
rún Gunnarsdóttir, Jógvan
Hansen og Regína Ósk. Frið-
rik hefur á ferilskránni nær
200 hljóðritanir, 60 þúsund
seldar plötur og ótelj-
andi tónleika víða um
land. - fb
Þrenna á einum degi
ÞRENNIR
TÓNLEIKAR
Friðrik Ómar
heldur upp á
þrítugsafmælið
sitt með þrenn-
um tónleikum 1.
október.
Alfons X
Noam Chomsky