Fréttablaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 24
St. 36-41 Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 Opið mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16 SKÓMARKAÐUR St. 40-46 St. 37-41 St. 36-41 Verð: 6.575 Verð: 6.595 Verð: 6.295 Verð: 5.895 Sölustaðir: 10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga, Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja, Melabúðin. ÍSLENSK FÆÐUBÓT BITAFISKUR -næring fyrir líkama og sál Haustvörurnar komnar 25% kynningarafsláttur af öllum vörum Lín Design Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið Sími 533 2220 www.lindesign.is sendum frítt úr vefverslun www.lindesign.is ■ Eftir langa vinnuviku er notalegt að láta stjana við sig og geta sleppt eldamennskunni heima. Pantaðu borð á veitingastað sem þú hefur aldrei prófað áður og helst þar sem framandi bragðupplifunum er lofað á matseðli. ■ Taktu kvöldrölt um gömlu Reykjavík og sestu inn á kaffihús, bara til að skoða fólkið sem lifir um leið og þú. Þú gætir rekist á gamlan vin og átt óvænta fagnaðarfundi. ■ Föstudagskvöld eru frábær til bíó- ferða, ef þú ert sjaldséður bíógestur og finnst tilbreyt- ing í að setjast niður yfir góðri mynd, söltu poppi og kaldri kók. ■ Ertu með rokkstjörnudraum í maganum en skortir aðdá- endur við fótskör þína? Láttu drauminn rætast á fjörugum karókíbar og skildu feimnina eftir heima. ■ Ísbíltúr er skemmtileg byrjun á helgi. Prófaðu einn af nýju ísbör- unum þar sem maður getur sjálfur hlaðið ávöxtum, hnetum og sælgæti í ísskálina. Hangsaðu lengi yfir ísnum, því vekjaraklukkan þegir í fyrramálið. ■ Til að hvíla lúin bein eftir annasama viku er fátt yndislegra en að láta renna í heitt freyðibað. Setja tónlist á fóninn, hella guðaveigum í staup, finna sér heillandi lesningu og laumast ofan í sápukúlufjöld meðan áhyggjur hvunn- dagsins líða hjá. ■ Bjóddu góðum vinum heim í spil, hvort sem fyrir valinu verður gamli spilastokk- urinn, Scrabble, Matador eða nýjustu borðspilin í bænum. Spilið póker upp á freistandi súkkulaðimola, og fáðu alla að koma með eitthvað lostætt yfir spilamennskunni, eins og ís, snakk, ávexti eða osta. ■ Ertu í dansfíling en langar ekki á ball? Hóaðu í hressa vini á settlegan heimadansleik eða vangaðu við ástina undir uppáhalds ballöð- unum ykkar. Ástalífið fær allt annan blæ þegar slökkt er á sjónvarpinu þótt það sé freistandi afslöppun á föstu- dagskvöldi. ■ Föstudagskvöld er góður tími til að sameinast yfir áhugamáli. Það er rómantískt að baka saman súkkulaðibitakökur, líma saman flugvélamódel eða púsla saman. thordis@frettabladid.is Kom fagnandi föstudagur Þótt landsmenn til sjávar og sveita striti margir um helgar eru vikulokin flestum kærkomin. Föstudagar hafa yfir sér óræða stemningu og tilhlökkun fyrir slökun, friði, samveru, draumum, skemmtan og þrám. Rómantískt, ekki satt? En fyrst og fremst umvefjandi og endurnærandi dekur. Allir verðskulda vott af frægð og frama. Fáir staðir verðlauna fólk eins og karókíbarir, auk þess sem útrás fyrir streitu og þreytu er góð með söng á sviði. Bílaumboðið Askja býður til jeppasýningar á morgun. Glæsilegir Mercedes Benz-jeppar verða til sýnis, til dæmis ML-Class, GL-Class og GLK-sportjeppinn. Þá verður til sýnis G-Lander jeppi og auk þess breyttur Mercedes Benz Sprinter-ferðabíll með 35 tommu dekkjum. Jeppasýningin verður opin milli klukkan 12 og 16. Boðið verður upp á reynsluakstur, kaffi og kleinur. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ ERU FLEIRI PARTÝ OG MEIRA FJÖR Á VÍSI Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Orðið helgi merkir heilagleiki eða helgur dagur. Sunnudagur var áður einn þeirra daga sem halda skyldi heilagan. Í tilskipun frá 1855 segir að helgi sunnudagsins byrji stundu fyrir miðnætti kvöldið áður. Það er yngri notkun að helgi nái yfir laugardaginn. Heimild: www. visindavefur.hi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.