Fréttablaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 54
9. september 2011 FÖSTUDAGUR42 Laugard. 10.sept kl.19.30 Sunnud. 11.sept kl.19.30 Laugard. 17.sept kl.20 (HOFI á Akureyri) ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR Á PARTÝSÝNINGU ÁRSINS! Miðasölusími: 551 1200 eða á leikhusid.is EB, Fbl. KHH, Ft. Verði þér að góðu (Kassinn) Lau 10.9. Kl. 19:30 Sun 11.9. Kl. 19:30 Listaverkið (Stóra sviðið) Bjart með köflum (Stóra sviðið) Fös 9.9. Kl. 19:30 18. sýn. Lau 10.9. Kl. 19:30 19. sýn. Fös 16.9. Kl. 19:30 20. sýn. Lau 17.9. Kl. 19:30 21. sýn. Svartur hundur prestsins (Kassinn) Lau 17.9. Kl. 19:30 Frums. Sun 18.9. Kl. 19:30 2. sýn. Fös 23.9. Kl. 19:30 3. sýn. Lau 24.9. Kl. 19:30 4. sýn. Sun 25.9. Kl. 19:30 5. sýn. Fös 30.9. Kl. 19:30 6. sýn. Lau 1.10. Kl. 19:30 7. sýn. Sun 2.10. Kl. 19:30 8. sýn. Fös 7.10. Kl. 19:30 9. sýn. Lau 8.10. Kl. 19:30 10. sýn. Sun 9.10. Kl. 19:30 11. sýn. Fös 14.10. Kl. 19:30 12. sýn. Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Sun 11.9. Kl. 14:00 33. sýn. Sun 18.9. Kl. 14:00 34. sýn. Sun 25.9. Kl. 14:00 35. sýn. Hreinsun (Stóra sviðið) Ö Uppnám (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 9.9. Kl. 22:00 Fös 16.9.Kl. 22:00 Fös 23.9. Kl. 22:00 Fös 30.9. Kl. 2:00 U Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Fim 20.10. Kl. 19:30 Frums. Fös 21.10. Kl. 19:30 2. sýn. Fim 27.10. Kl. 19:30 3. sýn. Fös 28.10. Kl. 19:30 4. sýn. Fim 3.11. Kl. 19:30 5. sýn. Fös 4.11. Kl. 19:30 6. sýn. Mið 9.11. Kl. 19:30 7. sýn. Lau 19.11. Kl. 19:30 8. sýn. Fim 24.11. Kl. 19:30 9. sýn. Fös 25.11. Kl. 19:30 10. sýn. Fös 2.12. Kl. 19:30 11. sýn. Lau 3.12. Kl. 19:30 12. sýn. U Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö U U U Ö Ö Ö Ö Fim 29.9. Kl. 19:30 Frums. Lau 1.10. Kl. 16:00 2. sýn. Lau 1.10. Kl. 19:30 3. sýn. Sun 2.10. Kl. 19:30 4. sýn. Fim 6.10. Kl. 19:30 1. aukasýn. Fös 7.10. Kl. 19:30 5. sýn. Fös 7.10. Kl. 22:00 2. aukasýn. Lau 8.10. Kl. 16:00 6. sýn. Lau 8.10. Kl. 19:30 7. sýn. Sun 9.10. Kl. 19:30 8. sýn. Fös 14.10. Kl. 19:30 9. sýn. Fös 14.10. Kl. 22:00 3. aukasýn. Lau 15.10. Kl. 16:00 10. sýn. Lau 15.10. Kl. 19:30 11. sýn. Lau 22.10. Kl. 16:00 12. sýn. Lau 22.10. Kl. 19:30 13. sýn. Sun 23.10. Kl. 19:30 14. sýn. FÖSTUDAGSLAGIÐ „Lagið Woman in Love með Barbra Streisand. Það er svona lag til að syngja hátt með á meðan maður málar sig fyrir djammið.“ Sóley Kristjánsdóttir, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni. Fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán var svo óheppin að týna símanum sínum í Búlgaríu á dögunum. Fjölmiðlar þar í landi hafa fjallað talsvert um hrakfarir fyrirsætunnar og tilraunir hennar til að finna símann. Þeir íslensku hafa einnig fylgst með, en DV greindi frá málinu á dögunum og birti viðtal við Ásdísi þar sem hún sagði fundar- launin vera árituð eintök af tímarit- unum Playboy og Maxim með ögrandi myndum af henni á forsíðunum. Nú hefur Ásdís hækkað fundarlaunin, en sá eða sú sem finnur símann á von á 200 búlgörskum levum, sem eru um 16 þúsund íslenskar krónur. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI Skip lagði í gær af stað frá Bandaríkjunum til Íslands með þrjú tonn af lyftingalóðum. Lóðin, ásamt lyftingatækjum sem koma með flugi, verða til sýnis í Bíó Paradís í tengslum við sýningu heimildarmyndarinnar Challenging Impossibility á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Andrés Ramon, sem stendur fyrir flutningi tækj- anna, sá heimildarmyndina á Tribeca-hátíðinni í New York í vor og lét forsvarsmenn RIFF vita af myndinni. „Í framhaldinu kom þessi hugmynd að vera með þessa tækjasýningu. Þau á hátíðinni voru rosalega jákvæð og opin fyrir þessu og þetta verður bara mjög spennandi,“ segir Andrés en tveir náungar sem sáu um sams konar tækjasýningu á Tribeca koma einnig til landsins. Challenging Impossibility fjallar um andlega leiðtogann Sri Chinmoy frá Indlandi sem árið 2004, 76 ára gamall, lyfti rúmum nítíu þúsund kílóum á fjórum klukkustundum til að sýna styrk sinn. Með þessu vildi hann sýna fram á að aldur fólks væri í huga þess en ekki í hjartanu. Um eina og hálfa milljón kostar að flytja lóðin og lyftingatækin til landsins og það er Sri Chinmoy- setrið á Íslandi sem borgar. Það hefur verið starf- rækt í um þrjátíu ár. Andrés þekkti Chinmoy og stundaði hugleiðslu hjá honum í tíu ár, eða þangað til hann dó 2007. „Ég fór nokkrum sinnum til New York að hitta hann og var viðstaddur þessa sýningu sem myndin fjallar um,“ segir hann. „Hann var mjög merkileg manneskja og það var mjög áhrifamikið að hafa kynnst honum og verið hjá honum á meðan hann var á lífi.“ - fb Þrjú tonn af lóðum til landsins ANDRÉS RAMON Andrés stendur fyrir tækjasýningunni sem verður haldin vegna myndarinnar Challenging Impossibility. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG „Ég var strax mjög spennt fyrir þessu og það er gaman að vera með,“ segir Karen Björk Björgvinsdóttir dansþjálfari, en hún þreyt- ir frumraun sína í sjónvarpi þegar hún sest í dómarasætið í nýjum dansþætti á RÚV. Karen Björk verður hluti af dómaratríói sem einnig er skipað Katrínu Hall og Gunn- ari Helgasyni leikara. Auk þeirra þriggja verður fenginn einn gestadómari til liðs við þau í hverjum þætti, en þættirnir fara í loftið í október. „Við erum mjög ánægð með þetta dómarat- ríó, tvær fagmanneskjur og svo er Gunnar fenginn inn sem rödd áhorfandans. Mér skilst reyndar að hann sé lunkinn dansari en hann er líka vanur því að halda áheyrnarprufur,“ segir Þór Freysson hjá Saga Film, sem sér um að framleiða þættina fyrir RÚV. Karen var heimsmeistari í samkvæmisdöns- um árið 2003 en hún hefur nú lagt keppnis- skóna á hilluna og snúið sér alfarið að þjálfun. „Það er auðvitað smá fiðringur í manni fyrir fyrsta þáttinn en annars er ég öllu vön. Þegar við vorum að keppa fylgdi því að vera í fjölmiðlum. Nú verður þetta bara gaman og ég ætla að vera hreinskilinn dómari.“ Karen er handviss um að þátturinn eigi eftir að hafa góð áhrif á dansmenninguna enda aragrúi af efnilegu dansfólki á landinu. „Ég ætla að mæla eindregið með þátttöku við alla mína nemendur enda tilvalið til að koma sér og listinni á framfæri.“ Skráning í prufurnar, sem fara fram 1. og 2. október, hófst í dag en hún fer fram á vefsíðu Ríkissjónvarpsins, ruv.is. Sigurvegari þátt- anna fær eina milljón króna í verðlaun. - áp Heimsmeistari og leikari í dómarasætinu FRUMRAUN Í SJÓNVARPI Karen Björk Björgvinsdóttir er ein af dómaratríóinu í nýjum dansþætti á RÚV. Hún er fyrrverandi heimsmeistari í samkvæmisdönsum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bíómiðar 360 milljónir Bækur 350 milljónir DVD-myndir 187 milljónir Íslendingar hafa keypt Harry Pot- ter-bækur, mynddiska og bíómiða fyrir 900 milljónir íslenskra króna. Þá er ekki tekið með í reikninginn tölvuleikirnir og þær ótalmörgu skólatöskur, pennaveski og jafnvel boltar sem hafa selst eins og heitar lummur í leik- og ritfangaverslun- um landsins. Síðustu forvöð eru að sjá síðustu Harry Potter-myndina, Harry Potter og Dauðadjásnin 2, í bíó um þessar mundir. Fyrsta Harry Potter-bókin af sjö eftir J.K. Rowling, Harry Potter og viskusteinninn, kom út hér á landi í íslenskri þýðingu árið 1999 á vegum bókaútgáfunnar Bjarts. Á þeim bænum höfðu menn óljós- an grun um hvað væri í vænd- um. „Að meðaltali hefur hver bók selst í tuttugu þúsund eintökum,“ segir Guðrún Vilmundardóttur hjá Bjarti-Veröld, sem gefur bækurn- ar út hér á landi. Sem þýðir að 140 þúsund Harry Potter-bækur hafa selst hér á landi. Ef hver þeirra kostar í kringum 2.500 krónur hafa Potter-bækur verið seldar fyrir 350 milljónir íslenskra króna. Þorvaldur Árnason, fram- kvæmdarstjóri Samfilm, segir að frá því að fyrsta myndin um Potter og vini hans var frumsýnd árið 2001 hafi 430 þúsund gestir séð Harry Potter-myndirnar átta, bíómiðar hafi því verið seldir fyrir 360 milljónir. Nýjasta myndin, Harry Potter og Dauðadjásnin 2, hefur þegar halað inn 63 milljónir í miðasölu. „Í upphafi óraði engan fyrir að þetta yrði svona vinsælt í tíu ár. Maður er náttúrulega bara rosa- lega glaður og það er ekki hægt að kvarta undan Harry Potter,“ en hver einasta Potter-mynd hefur halað inn yfir milljarð dala í miða- sölu á heimsvísu. En þá er ekki allt upptalið því Þorvaldi reiknast til að hátt í 75 þúsund Harry Potter-mynddiskar hafi selst hér á landi og miðað við útsöluverð, sem er 2.500 krónur, gerir það sölu upp á 187 milljónir. freyrgigja@frettabladid.is ÓTRÚLEGT ÆÐI Harry Potter-ævintýrið verður sennilega aldrei endurtekið. Sjö bækur seldust að meðaltali í tuttugu þúsund eintökum hér á landi og 460 þúsund Íslend- ingar fóru að sjá átta bíómyndir um töfrastrákinn í kvikmyndahúsum landsins. Hátt í 75 þúsund mynddiskar með Harry Potter-myndunum hafa selst. ÞORVALDUR ÁRNASON: ÞAÐ SÁ ÞETTA ENGINN FYRIR Íslendingar hafa eytt 900 milljónum í Harry Potter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.