Fréttablaðið - 09.09.2011, Síða 28

Fréttablaðið - 09.09.2011, Síða 28
Hún er dýrkuð og dáð – hún er þekkt um allan heim. Nú er Hello Kitty komin með snyrtivörulínu sem skartar öllum regnbogans litum. Hello Kitty eru hágæða snyrtivörur framleiddar í Frakklandi. Þær fást í, Hagkaup Kringlunni, Skeifunni, Smáralind, Garðabæ, Akureyri og Urðarapóteki. 4 föstudagur 9. september Hrönn Marinós dóttir, stjórnandi RIFF, hefur haft áhuga á kvikmyndum allt frá barnsaldri. RIFF er orðin einn stærsti menn- ingarviðburður landsins og fer fram í áttunda sinn nú í lok mánaðarins. Mynd: Gunnar V. Andrésson Viðtal: Sara McMahon Förðun: Harpa Káradóttir hjá MAC R eykjavík Internation- al Film Festival fer fram dagana 22. september til 2. október, en hátíðin er einn stærsti menningarviðburð- ur landsins. Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, segir hugmyndina að hátíðinni hafa kviknað eftir um sex mánaða dvöl á Spáni árið 2000. „Ég upplifði öðruvísi kvikmynda- menningu á Spáni sem mér fannst vanta hér og ákvað því í samstarfi við vinkonu mína að skipuleggja spænska kvikmyndahátíð í Regn- boganum. Þetta var árið 2002, hátíð- in gekk vonum framar og við vorum hvattar til að halda áfram með verk- efnið. Ég hafði þó ákveðið að fara í MBA-nám á þessum tíma og það tók allan minn tíma næstu misserin,“ útskýrir Hrönn. Í lokaritgerð sinni til MBA-prófs kom Hrönn aftur að hugmynd- inni um kvikmyndahátíð. Ritgerðin fjallaði um það hvort rekstrargrund- völlur væri fyrir alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Reykjavík. Hún vann viðamikla rannsókn á efninu og stofnaði RIFF að náminu loknu. Átta árum síðar er hátíðin orðin einn áhugaverðasti menningarviðburð- ur landsins og tugþúsundir manna sækja hátíðina ár hvert. Fjöldi heimsþekktra leikstjóra hefur sótt Ísland heim í tengslum við hátíðina og má þar nefna Aki Kaurismäki, Jim Jarmusch og Miloš Forman. „Þessir menn eru allir mjög eftirminnileg- ir karakterar. Jarmusch hafði tekið fram fyrir komu sína hingað að hann vildi ekki veita viðtöl meðan á dvölinni stóð en svo var hann á út- opnu alla heimsóknina. Hann flakk- aði um skemmtistaði borgarinn- ar með konu sinni, skemmti sér og spjallaði við fólk langt fram á nótt. Forman sat aftur á móti alla daga á Hressó og reykti vindla og Kauris- mäki, tja, við skulum segja að hann sé einhver sá skrautlegasti sem við höfum tekið á móti,“ rifjar hún upp. BAUÐ VINUM SÍNUM Í BÍÓ Hrönn segir kvikmyndaáhugann ávallt hafa verið til staðar en móður- fjölskylda hennar átti og rak Gamla bíó á sínum tíma. „Afi minn, hæsta- réttarlögmaðurinn og þingmaður- inn Garðar Þorsteinsson, átti helm- ingshlut í Gamla bíói og einnig Nýja bíói á Akureyri en hann fórst í flug- slysi þegar mamma var aðeins sjö ára gömul. Móðurbróðir minn sá lengi um reksturinn ásamt fleirum. Þegar ég var stelpa gat ég því boðið vinum mínum í bíó og aflað mér vinsælda. Á unglingsárunum fékk ég að vinna í bíóinu sem sætavísa, gat farið á allar kvikmyndasýningarn- ar og borðað óspart af poppkorni.“ Kvikmyndaáhugi Hrannar hefur ekki dalað með árunum heldur þvert á móti aukist. „Ég horfi mjög mikið á bíómyndir enn þann dag í dag. En ég hef líka mjög gaman af því að hreyfa mig, er til dæmis dugleg að ganga á fjöll og hjóla. Mér finnst líka mjög gaman að elda og hitta góða vini,“ segir hún brosandi. Innt eftir því hvort hún lesi mikið eða bíði heldur eftir því að bókin komi út í kvikmyndaformi viður- kennir Hrönn að hún lesi allt of lítið. „Ég les eitthvað, en viðurkenni að ég geri allt of lítið af því og þá helst í tölvunni.“ DÆMIGERÐ MIÐBÆJARROTTA Hrönn er uppalin í Vesturbæ Reykja- víkur og segist vera dæmigerð mið- bæjarrotta sem rati lítið um önnur hverfi borgarinnar. „Núna bý ég í miðbænum, í húsinu sem mamma ólst upp í. Foreldrar mínir búa á hæðinni fyrir neðan okkur og syst- ir mín í næsta nágrenni. Það er svo- lítil svona Southfork-stemning yfir þessu,“ segir hún hlæjandi. Margir kostir fylgja því að búa í næsta nágrenni við stórfjölskyld- una og segir Hrönn að dætur sínar þrjár njóti góðs af því að búa í sama húsi og amma þeirra og afi. „Það eru forréttindi að hafa foreldra mína í sama húsi og mikill lúxus fyrir stelpurnar að geta skottast yfir til ömmu og afa þegar þær eru ósáttar við okkur foreldrana,“ segir Hrönn, en hún er gift Þresti Helgasyni bók- menntafræðingi. MIKIÐ SPENNUFALL AÐ HÁTÍÐINNI LOKINNI Mikill fjöldi spennandi kvikmynda verður sýndur á RIFF í ár líkt og fyrri ár. Kvikmyndunum skipt í fjórtán ólíka flokka meðal annars keppnis flokkinn Vitranir, tónlistar- myndir, miðnæturmyndir og barna- og unglingamyndir en heiðursgestur hátíðar innar er danska kvikmynda- gerðarkonan Lone Scherfig sem hlýt- ur heiðursverðlaun RIFF fyrir fram- úrskarandi listræna sýn. Scherfi leikstýrði meðal annars kvikmynd inni Ítalska fyrir byrjendur og On Day sem skartar Anne Hathaway o Jim Sturgess í aðalhlutverkum. Að sögn Hrannar er markmi hátíðarinnar að efla kvikmynda menningu Íslands og gera Reykja vík að alþjóðlegri kvikmyndabor Hún telur að kvikmyndahátíðir ei ekki aðeins að hafa það markmið a skemmta heldur einnig að taka þá í að móta samfélagið og miðla þekk ingu og reynslu. „Þetta er það sem við viljum gera með RIFF, en hvo takmarkinu hafi verið náð er anna mál.“ Síðustu tvö ár hefur reynst er itt að finna fjármagn til að stand undir kostnaði hátíðarinnar e Hrönn hyggst standa af sér storm inn. „Mikil óvissa og óstöðugleik hefur verið í samfélaginu síðust ár og það hefur bitnað töluvert menningartengdum viðburðum lík og RIFF. Við ákváðum þó að reyn að standa af okkur storminn því þa er ekki hægt að byggja upp svon viðburð og leggja svo upp laupan þegar á móti blæs. Sem betur fe hefur þetta gengið nokkuð vel o því ber helst að þakka öllu þess unga, áhugasama fólki sem hefu lagt ómælda vinnu í hátíðina. Á þeirra hefði þetta ekki verið hægt. Það er í mörg horn að líta þega skipuleggja á heila kvikmyndahátí enda iðaði skrifstofan við Tjarna götuna af lífi daginn sem blaða maður leit í hús. „Nú er allt á suðu punkti eins og sést. Dagana eftir há tíðina líður manni eins og maðu VANN SEM SÆTAV Á UNGLINGSÁRUN Breytir kvikmyndamenningu Íslands Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, fékk hugmyndina að hátíðinni eftir Spánardvöl árið 2000. Hát menningarviðburður landsins. Á unglingsárunum fékk ég að vinna í bíóinu sem sætavísa, gat farið á allar kvikmyndasýningar og borðað óspart af poppkorni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.