Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.09.2011, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 09.09.2011, Qupperneq 38
9. september 2011 FÖSTUDAGUR26 BAKÞANKAR Brynhildar Björnsdóttur krakkar@frettabladid.is Krakkasíðan er í helgarblaði Fréttablaðsins Sveppi, Villi og Gói svara fullt af skemmtilegum spurningum. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hvað? Hann lifir bara eigin lífi! Ég hef enga stjórn á honum! En traust- vekjandi að heyra! Má ég fá gamla frakkann þinn í dag, pabbi? Já, auð- vitað. Held ég. Kjánakrakki! Þessi frakki passar honum ekkert. Honum á eftir líða ömurlega í honum! SKELLU R Hver er sjálfum sér næstur Hannes! Hversu oft hef ég sagt þér að setja klósettsetuna upp áður en þú pissar?? Þú hefðir nú átt að tala við mig áður en þú lést gera þetta skilti. Simmi og Jói Jói og Simmi LÁRÉTT 2. útdeildu, 6. óreiða, 8. blund, 9. hey- skaparamboð, 11. gjaldmiðill, 12. deyfa, 14. einkennis, 16. tvíhljóði, 17. gagn, 18. suss, 20. peninga, 21. faðmlag. LÓÐRÉTT 1. gleðimerki, 3. málmur, 4. flokkur sýklalyfja, 5. dýrahljóð, 7. ráðning, 10. fálæti, 13. of lítið, 15. bakhluti, 16. í viðbót, 19. gyltu. LAUSN LÁRÉTT: 2. gáfu, 6. rú, 8. lúr, 9. orf, 11. kr, 12. slæva, 14. aðals, 16. au, 17. nyt, 18. uss, 20. fé, 21. knús. LÓÐRÉTT: 1. bros, 3. ál, 4. fúkalyf, 5. urr, 7. úrlausn, 10. fæð, 13. van, 15. stél, 16. auk, 19. sú. Haustið er doppótt. Doppur eru skemmti-legar. Þær lífga upp á umhverfið og eru oft í skemmtilegum litum. Enska hugtakið yfir doppumynstur er „polka dot“, mjög glað- leg orð. Doppur eru gleði. Ég, viðskiptavin- konan sem hlýtur að eiga að kaupa doppóttu fötin, kaupi það. En á tískusýningunum þar sem doppurnar voru kynntar var gleðin sem fyrr fjarri góðum leiða. AF einhverjum ástæðum virðist það þvælast fyrir heildrænni upplifun af hátískufötum að einhvers staðar í kringum þau glitti í bros. Á tískusýningarpöllunum fyrir haust- línuna sýndust fyrirsæturnar að venju ýmist annars hugar, fúlar eða sorg mæddar. Tískusýningar virðast vera ómennskir vinnustaðir, fullir af ótta, streitu og leiða. Á þetta ekki að vera eftirsóknarvert starf fyrir ungar stúlkur? AF frásögnum að dæma (og America ś Next Top Model) er venjulegur dagur í vinnunni hjá fyrirsætu í besta falli leiðin- legur, í versta falli niðurlægjandi. Ég þekki konu sem var lærlingur í hátískuhúsi. Lýsingar hennar á því hvernig rætt var um korn- unga fyrirsætu á meðan henni var skipað að fara í og úr nærfötunum eftir því hvað hent- aði sýningarflíkinni rændu mig trú á mannkynið í smástund á eftir. ÞAÐ er ekkert skrýtið að fyrirsætur á tískusýningarpöllum líti út fyrir að vera óhamingjusamar. Fötin eru oftar en ekki límd á þær með teppalímbandi svo þau fari betur eða næld í flýti milli skiptinga og þá skiptir minnstu máli hvort nælist í hold. Þær eru víst oft svangar og þyrstar eftir hlaup milli verkefna. Og svo getur ekki verið gaman að láta glápa á sig og tala um sig eins og maður skipti engu máli daginn út og inn. FYRIRSÆTUR á tískusýningum eiga víst ekki að vera manneskjur. Þær eiga ekki að sýna svipbrigði eða tilfinningar. Þær eru lifandi gínur sem eiga að sýna hvernig mynstur hreyfast og efni falla, þunglyndis- leg herðatré á fæti. ÉG er enginn hagfræðingur en ég ímynda mér að varning eigi yfirleitt að selja. En af hverju á ég, viðskiptavinkonan sem á að kaupa þessi doppuföt, að heillast af þessari óhamingju? Er einhverjum hagur í því að mér finnist hún eftirsóknarverð og töff? Að mig langi til að vera leið allan daginn? ÉG á sjálfsagt eftir að kaupa mér eitthvað doppótt í vetur. Þegar ég verð búin að sjá alvöru, glaðar konur doppast um í einhvern tíma. ÞUNGLYND herðatré selja mér ekki neitt. Þunglynd herðatré Óskum eftir sölumanni fyrir ungt og framsækið fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Þriggja ára reynsla í sölumennsku skilyrði. Vinsamlegast sendið umsókn og ferilskrá á park@park.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.