Fréttablaðið - 09.09.2011, Side 26

Fréttablaðið - 09.09.2011, Side 26
2 föstudagur 9. september Full búð af nýjum vörum núna ✽ Kertaljós og ljúfir tónar augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Gunnar V. Andrésson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 meðmælin HEILLANDI Leikkonan Selma Blair sótti kvikmyndahátíðina í Venice í þessu fallega rauða kjól frá Lanvin. Hún tók sex vikna gamlan son sinn með sér á hátíðina. NORDICPHOTOS/GETTY Hin unga Tavi Gevinson er orðin ritstýra vefritsins Rookie en það mun flytja tískufréttir ætl- aðar táningsstúlkum. Gevinson var aðeins þrettán ára þegar hún vakti fyrst athygli fyrir tískublogg sitt og varð fyrir vikið einn helsti tískubloggari heims. Rookie mun fjalla um tísku, menningu og annað sem ungar stúlkur hafa áhuga á án þess þó að sverja sig í ætt við tímariti á borð við Seventeen. „Það góða við netið er að þar fá ólíkar skoðan- ir að njóta sín og síður sem fjalla um önnur mál en þau sem venju- leg tískublöð fjalla um,“ sagði Ge- vinson í viðtali við Fashionista. Þegar Gevinson var að lokum spurð út í tískufyrirmyndir sínar nefndi hún meðal annars Wed- nesday Adams úr Adamsfjöl- skyldunni, Audrey Horne og Línu Langsokk. - sm Tavi Gevinson heldur áfram skrifum sínum: Fimmtán ára gamall ritstjóri Efnileg Tavi Gevinson er orðin ritstjóri vefritsins Rookie og er líklega einn yngsti ritstjóri heims. NORDICPHOTOS/GETTY GÓÐIR HÁRDAGAR Þessi nýja hárvara frá L‘occitane inni- heldur fimm ilmkjarnaolíur sem laga og bæta þurrt og illa farið hár. Hárið fær náttúrulegan gljáa og verður auðveldara í meðhöndlun. Hentar bæði sléttu og krulluðu hári. Heima er best Listasýningin Homies Where My Heart Is var opnuð um síðustu helgi og lýkur henni í kvöld. Sýningin er hópverkefni ungra myndlistar-, og tónlistarmanna sem hafa tekið yfir kjallara í Þingholtun- um. Það brakar í gólffjölum húss- ins og listaverkin leynast í hverjum krók og kima. Einstök sýn- ing í einstöku rými sem eng- inn listaaðdá- andi má missa af! Sýningin fer fram við Laufásveg 14. Metsölubókin Bókin Einn dagur, eftir David Nic- holls, segir sögu Emmu, stúlku frá Norður-Englandi, og glaumgosans Dexters sem er frá London. Emma og Dexter kynnast er þau eru bæði við háskólanám í Edin- borg og eyða nótt- inni eftir útskrift saman. Upphefst áralöng vinátta og fylgist lesandi með lífi Emmu og Dexters á þess- um sama degi, 15. júlí, næstu tutt- ugu árin. Sagan er ágæt og hin fín- asta afþreying en þýðingin mætti vera betri. Það er til dæmis allt- af leiðinlegt þegar nöfn breytast er líður á textann. Í ris Eggertsdóttir myndlistarkona hefur hannað fatnað í rúmt ár undir nafninu Líber og hafa flíkurnar fallið vel í kramið hjá íslenskum konum. „Mamma er klæðskeri og ég hef því verið viðloðandi saumaskap alveg frá því ég man eftir mér. Ég ákvað þó að feta ekki í fótspor mömmu og fór í myndlistarnám og er því myndlistarmaður og starfa við það í dag,“ útskýrir Íris. Hún segist vinna mikið með form og liti þegar hún hannar og tvinnar þannig saman saumaskapinn og myndlistina. Íris reynir að sinna myndlistinni til jafns við hönnunina en viðurkennir að undanfarið ár hafi meiri tími farið í saumaskapinn. „Ég hef gefið hönnuninni aðeins meiri tíma undanfarið. Það fer oft- ast bara eftir skapi eða flæðinu hvað ég gríp í þann daginn. Ég hef mjög gaman af þessu og draumurinn er að ég geti haft lifibrauð mitt af þessu í framtíðinni. Nafnið Líber þýðir frelsi og tengist því að ég vilji fá að gera mitt og ekki elta sér- staka tísku eða stefnu.“ Íris er með opið á vinnustofu sinni við Hverfisgötu 50 alla fimmtudaga og föstu- daga á milli 11.00 og 18.00. „Fyrst var ég með opið frá klukkan tíu á morgnana en þá eru fæstir komnir á fætur þann- ig ég ákvað að seinka opnunartímanum um klukkustund,“ segir hún glaðlega að lokum. - sm ÍRIS EGGERTSDÓTTIR MYNDLISTARKONA HANNAR UNDIR HEITINU LÍBER: FRELSI TIL AÐ FARA EIGIN LEIÐIR Frjáls Íris Eggertsdóttir myndlistarkona hefur fært sig út í saumaskap og hannar nú flíkur undir nafninu Líber, sem þýðir frelsi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.