Fréttablaðið - 09.09.2011, Side 18

Fréttablaðið - 09.09.2011, Side 18
18 9. september 2011 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Frummælendur Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra Umhverfismál, Evrópusambandið og EES samningurinn Árni Finnsson, formaður Náttúruverndasamtaka Íslands Hvaða erindi á Ísland í ESB? Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra. Um umhverfisstefnu Evrópusambandsins. Páll Ásgeir Ásgeirsson, rithöfundur og leiðsögumaður. Enga merkimiða takk. Allir velkomnir Fundastjóri Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Norðurlandasamstarfs Vinstri - Grænna flokka. Loftið, sólin, sjórinn og fjöllin - hvað gerir ESB fyrir umhverfismálin? Umræðufundur um Evrópusambandið og umhverfismál laugardaginn 10. september klukkan 11 - 13 í Iðnó. HALLDÓR SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Flóttinn mikli Ásmundur Einar Daðason, áður þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, nú Framsóknar- flokksins, skrifaði um atgervisflótta í Fréttablaðið í gær. Hann sagði opin- ber gögn sýna að brottfluttir umfram aðflutta væru 7.000 á árunum 2009 og 2010. Vissulega er rétt hjá þingmanninum að atgervisflótta á að hafa áhyggjur af. Hann er væntanlega að vísa í tölur frá Hagstofu Íslands, en þær sýna að árið 2009 voru brottfluttir umfram aðflutta 4.835. Árið 2010 hafði þeim fækkað til muna, voru 2.134. Samanlagt eru þetta 6.969. Hreyfing vinnuafls Þetta er vissulega há tala og ástæða til að hafa áhyggjur af henni. Athyglis vert er að skoða hreyfingu íslenskra ríkisborgara. Árið 2009 voru brottfluttir íslenskir ríkis borgarar umfram aðflutta 2.466 og árið 2009 voru þeir 1.703. Samanlagt eru þetta 4.169 og má því gera því skóna að hina 2.800 megi flokka sem vinnuafl á hreyfingu. Slæmt að missa, en kannski eðli alþjóðavæðingarinnar? Óvænt traustsyfirlýsing Steingrími J. Sigfússyni fjármála- ráðherra og starfsmönnum hans í ráðuneytinu barst traustsyfirlýsing úr óvæntri átt á Alþingi í gær. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, skildi ekki að nokkur bæri brigður á sannleiksgildi frétta- flutnings. „Fréttin í Morgun- blaðinu í morgun hlýtur að vera rétt, enda byggir hún á gögnum úr fjármálaráðu- neytinu.“ Væntanlega trúir Sigurður Kári héðan í frá öllu sem nýju neti sem úr fjármálaráðuneytinu kemur. kolbeinn@frettabladid.is Þegar jarðskjálftinn ógurlegi reið yfir Haítí í ársbyrjun 2010 fylgdust Íslendingar í beinni útsendingu með því hörmungarástandi sem alls staðar blasti við; eyðilegging og dauði. Almenningur brást skjótt við og sýndi mikið örlæti í fjár- framlögum sínum til neyðarað- stoðarinnar. Frjáls félagasamtök á borð við Barnaheill – Save the Children og Rauða krossinn veittu tafarlausa neyðar- aðstoð til þeirra tveggja millj- óna manna sem voru á ver- gangi í kjölfar hamfaranna. Það er þó aðeins upphafið af verkefnum hjálparsamtaka því upp bygging eftir slíkar hamfarir er langhlaup. Rauði krossinn og Barnaheill – Save the Children vinna nú bæði að langtímaverkefnum er lúta að aðstoð til fórnarlamba jarðskjálftans næstu fimm árin. Haítí var, fyrir hamfarirnar, fátækasta land á vesturhveli jarðar. Ríflega helm- ingur landsmanna (54%) býr við mjög mikla fátækt og lifir af minna en Banda- ríkjadal á dag. Aðeins 49% barna á Haíti voru skráð í skóla og af þeim sem skráð voru, sótti helmingur ekki skóla með reglubundnum hætti. Aðgengi að heil- brigðisþjónustu og viðunandi næringu er mjög slæmt. Enn eiga þúsundir manna um sárt að binda, búa í tjaldbúðum og geta litla björg sér veitt. Í því uppbyggingarstarfi sem nú er unnið á vegum Rauða krossins og Barnaheilla – Save the Children er lögð áhersla á náið samstarf við heimamenn þannig að tryggja megi lands- mönnum öllum, og sérstaklega börnum, öruggari og heilbrigð- ari framtíð og tilefni til vonar. Áhersla er lögð á svið eins og menntun, vernd, heilsu, nær- ingu, vatn, sálrænan stuðning, hreinlæti, skjól, lífsviðurværi og mataröryggi. Árangurinn af þessu starfi er strax farinn að skila sér en í þessu langhlaupi er enn langt í lokamarkið. Við verðum að hafa kraft til að klára hlaupið því ávöxt- ur þess er ríkulegur; betra líf fyrir börn og aðra íbúa Haítí. Lungu í langhlaup Þróunar- samvinna ber ávöxtu Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands Petrína Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi Við verðum að hafa kraft til að klára hlaupið því ávöxtur þess er ríkulegur; betra líf fyrir börn. A ldrei hafa fleiri greinst með HIV-veiruna á Íslandi en í fyrra þegar 24 greindust. Sautján hafa greinst á þessu ári, þar af þrettán sprautufíklar. Hlutfall sprautufíkla í hópi HIV-greindra er hvergi hærra en hér á landi þar sem 55 af þeim 271 sem greinst hafa með HIV á 26 árum eru sprautufíklar, og hlutur þeirra hefur aldrei verið meiri en síðustu ár. Þetta eru heldur nöturlegar tölur og benda til þess að sofnað hafi verið á verðinum gagnvart þessum sjúkdómi sem fáir þekktu fyrr en undir miðjan níunda áratuginn. Sjúkdómurinn vakti mikinn ugg þegar hann kom fyrst fram, ekki síst meðal ungs fólks. Til- koma hans kallaði á stóraukna varkárni í kynhegðun sem margir tóku alvarlega. Endur- teknar smokkaherferðir virtust bera árangur, ekki síst í hópi samkynhneigðra karla, sem á upphafsárunum var útsettasti hópurinn. Eftir að nýgreiningum hafði stórlega fækkað um árabil hefur þeim fjölgað svo að nýju að hægt er að tala um faraldur og þá ekki síst meðal sprautufíkla. Samanburðurinn við Svíþjóð á nýgengi HIV-smits í hópi sprautufíkla er sláandi. Meðan hér í liðlega 300 þúsund manna samfélagi greinast tíu HIV-smitaðir sprautufíklar greinast fjórir í Svíþjóð þar sem tæpar tíu milljónir eiga heima. Reynslan sýnir að fræðsla og forvarnir skila verulegum árangri í þeim hópi fólks sem er allsgáður og ábyrgur gerða sinna. Reynslan sýnir einnig að það er ekki nóg að upplýsa eina kynslóð heldur verður stöðugt að hamra járnið. Þegar kemur að fíklunum er verkefnið hins vegar mun flóknara. Þar er um að ræða fullorðið sjálfráða fólk, einstaklinga sem örðugt er að passa upp á ef þeir kæra sig ekki um að láta gæta sín. Ætla verður að enn frekari fræðsla í forvarnaskyni hafi einhver áhrif. Sömuleiðis aðgerðir eins og bætt aðgengi fíkla að sprautum og nálum, og smokkum sömuleiðis. Þá má áreiðanlega auka aðgengi fíkla að heilbrigðis- og félagsþjónustuþjónustu og hvetja til árvekni gagnvart HIV hjá þeim sem þar taka á móti fíklum. Loks hlýtur að verða að skoða möguleika á tímabundinni frelsissviptingu í því skyni að afeitra fólk og leiða því fyrir sjónir þegar það er orðið edrú að það verði að fara í fíkniefnameðferð til þess að smita ekki aðra með þeirri óábyrgu hegðun sem fylgir vímuefnaneyslunni. Að sama skapi er ljóst að til mikils er að vinna að ná tökum á HIV-smiti. Sem betur fer eru lífslíkur smitaðra allt aðrar og miklu betri en þær voru á upphafsárum HIV. Hins vegar er það alltaf mikið alvörumál að ganga með ólæknandi sjúkdóm, að ekki sé talað um ef smitberinn er ekki ábyrgur gerða sinna og gætir þess ekki að leggja sitt af mörkum til að verja þá sem hann umgengst gegn smiti. Loks skiptir miklu að hver HIV-greindur kostar heilbrigðiskerfið 160 milljónir króna. Nýgengi HIV-smits veldur óhug. Nöturlegar tölur um HIV-smit fíkla

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.