Fréttablaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 4
9. september 2011 FÖSTUDAGUR4 ÍS LE N SK A S IA .I S S FG 4 20 40 0 4. 20 08 BÖRN Heimili og skóli – lands- samtök foreldra og SAFT skora á alla skóla, frístundaheimili og aðra í íþrótta- og tómstunda- starfi með börnum og ungling- um að fara gætilega með ljós- myndir úr starfinu. „Sérstaklega þarf að huga að því hvaða efni er sett á vefinn. Dæmi eru um að sakleysislegum myndum úr sundferðum eða öðrum tómstundum sé breytt og þær jafnvel teknar úr samhengi með því að setja afrit á aðrar síður,“ segir í tilkynningunni. „Mikilvægt er að skoða vel allar friðhelgisstillingar á Facebook, merkja myndir og setja jafnvel klausu um höfundarrétt á myndavefi svo hægt sé að sækja rétt sinn ef út í það fer.“ - gar Áskorun frá Heimili og skóla: Sýni varúð með barnamyndir NÁTTÚRA Berja-, sveppa- og jurta- tínsla er óheimil innan eignar- landa hér á landi sé leyfi eig- anda ekki veitt. Þó er öllum heimilt að tína í eignarlöndum til neyslu á vettvangi, en ekki til söfnunar. Sérstakt ákvæði er í náttúruverndar lögum um heimild almennings til að tína nytjajurtir á jörðum og er öll slík tínsla heimil utan eignar- landa, það er í þjóðlendum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. „Sýna ber eiganda lands og nytjarétthöfum fyllstu tillits- semi og hlíta tilmælum þeirra um umgengni við landið og fylgja slóðum og stígum þar sem það á við,“ segir í tilkynning- unni. - sv Berjatínsla háð leyfi eigenda: Bannað að tína á eignarlöndum ALÞINGI Stjórnarandstaðan fór mikinn á þingi í gær og kvart- aði yfir því að Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra væri ekki viðstödd óundirbúinn fyrirspurn- artíma ráðherra. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, forseti Alþingis, útskýrði að forsætisráðherra væri upptekinn vegna komu erlendra ráðamanna. Það sló ekki á gagnrýni stjórnarandstöðunnar. Stjórnarliðar töldu ómaklega að Jóhönnu vegið, hún væri þaul sætin á þingi, nokkuð sem stjórnarandstaðan tók ekki undir. Stjórnarliðar minntu á að þetta væri annar fyrirspurnartím- inn á þingstubbnum og forsætis- ráðherra mundi reyna að vera viðstaddur fyrirspurnartíma í næstu viku. - kóp Tekist á um viðveru: Kallað eftir for- sætisráðherra VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 31° 29° 18° 18° 24° 25° 17° 17° 29° 22° 31° 27° 28° 17° 25° 23° 17°Á MORGUN 3-8 m/s en hvassara V- og SA-til. SUNNUDAGUR NA-strekkingur við SA-ströndina. 9 7 5 6 5 5 4 7 9 10 1 7 6 2 5 6 10 8 10 4 8 6 11 7 6 4 8 12 7 6 6 11 HLÝNAR Á NÝ Næstu daga verður norðaustanátt ríkjandi að mestu. Í dag verður vindur víða hægur en það hvessir heldur á Snæfellsnesi og við SA-ströndina á morgun. Búast má við nokkuð björtu veðri S- og V-til en austanlands verður heldur þungbúið og væta með köfl um. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður ALÞINGI Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins kröfðust þess að fjár- málaráðherra gæfi þeim munn- lega skýrslu um aðkomu sína að kaupum Magma Energy á hlut Geysis Green Energy í HS Orku. Vitnuðu þeir í frétt Morgunblaðs- ins, þar sem segir að Steingrím- ur J. Sigfússon hafi verið í leyni- makki vegna málsins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að fjármála- ráðherra hafi lagt blessun sína yfir að Magma eign- aðist hel m- ingshlut í HS Orku. Það hafi brotið í bága við yfirlýsing- ar umhverfis- ráðherra um pólitískan vilji fyrir því að fyrir tækið væri í inn- lendri eigu. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vitnaði í Morgunblaðið þar sem sagt var að fjármálaráðherra hefði krafist fjölbreytni í við- skiptahópi fyrirtækisins. Steingrímur segir það af og frá. Stjórnvöld hafi reynt að koma saman eigendahópi til að tryggja að HS Orka yrði að meirihluta, eða að minnsta kosti að helmingi, í eigu innlendra aðila. Það hafi öllum átt að vera ljóst, enda hafi verið margfjallað um málið í fjöl- miðlum. „Að öðru leyti var ekki fjallað um áform fyrirtækisins. Það var ekki verið að reyna að stýra því í hvað rafmagnið færi. Ég ræddi við Beaty [forstjóra Magma Energy] um almennar áherslur okkar um að auka fjölbreytni í orkunotk- un. Beaty var sammála því, sem og því að æskilegt væri að fá sem hæst orkuverð. Þetta voru á engan hátt inngrip stjórnvalda,“ segir Steingrímur. Katrín Júlíusdóttir iðnaðar- ráðherra segir allar hugmyndir stjórnvalda um orkusölu fyrir- tækisins hafa verið hluta af fram- tíðarsýn, færi svo að ríkið gengi á einhvern hátt inn í kaupin. Menn voru að skoða alvarlega hvort hægt væri að ná saman hópi opinberra aðila, lífeyris- sjóða, sveitarfélaga og ríkis, til að tryggja að fyrirtækið færi ekki í eigu erlendra aðila. Allir vita hvernig fór.“ Katrín segir fráleitt að tala um óeðlileg afskipti ráðherra. „Ég veit ekki til að fjármálaráðherra hafi einhver tök á að gefa HS orku einhver fyrirmæli.“ kolbeinn@frettabladid.is Ráðherra sakaður um afskipti af sölu Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sökuðu fjármálaráðherra um óeðlileg afskipti af kaupum Magma á hlut í HS Orku. Ráðherra segir það af og frá. Iðnaðarráð- herra segir um eðlilegar áætlanir að ræða yrði af kaupum ríkisins á hlutnum. GAGNRÝNINN Formaður Sjálfstæðisflokksins og fleiri þingmenn flokksins voru gagn- rýnir á fjármálaráðherra og sögðu hann hafa átt óeðlilega aðkomu að sölu HS Orku til Magma. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON MENNTAMÁL Svandís Svavarsdóttir, starf- andi mennta- og menningarmálaráðherra, hefur skipað hóp til að finna lausn á mál- efnum nemenda Kvikmyndaskóla Íslands. Markmiðið er að finna viðeigandi kennslu fyrir þá sem skráðir eru í skólann nú þegar. Nemendur komu að máli við ráðherra á mánudag og óskuðu eftir því að ráðuneytið tryggði námsframvindu þeirra og stæði vörð um gæði námsins. Þeir telja að skólinn geti ekki uppfyllt skuldbindingar sínar við þá og óskuðu því liðsinnis ráðherra. „Nemendur óskuðu eftir innkomu ráðuneytisins við að finna bráðabirgðalausn svo þeir geti haldið áfram námi eins fljótt og kostur er,“ segir Svandís. Starfshópurinn hefur óskað efir upplýs- ingum frá skólanum um námsframvindu nemendanna. Í framhaldi af því verður leiða leitað til að finna lausnir. Svandís segir að það verði að gerast á allra næstu dögum. „Það er ljóst að þarna er um að ræða neyðaráætlun sem tekur hliðsjón af stöðu þessara nemenda. Við þurfum samhliða þessari ráðstöfun að vinna að stefnumót- un um nám í kvikmyndagerð á Íslandi til lengri tíma.“ Svandís segir æskilegt að nýnemar geti skráð sig inn í nýtt námsfyrirkomulag haustið 2012. - kóp Nemendur Kvikmyndaskóla Íslands óskuðu liðsinnis ráðuneytisins: Neyðaráætlun um Kvikmyndaskóla SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR EFNAHAGSMÁL Verðmæti útflutn- ings í ágúst nam 55,5 milljörðum króna, samkvæmt bráðabirgða- tölum frá Hagstofunni. Innflutn- ingur á sama tímabili nam 47,3 milljörðum króna. Vöruskipti við útlönd voru því hagstæð um 8,2 milljarða króna í ágúst. Iðnaðarvörur og sjávarafurðir standa undan megninu af útflutn- inginum. Verðmæti útfluttra iðnaðar vara nam tæpum 30 millj- örðum og sjávarafurða tæpum 24 milljörðum. Mest er flutt inn af hrávörum og rekstrarvörum. - kóp Vöruskipti við útlönd: Mun meira flutt út en inn HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja skoðaði í síðustu viku drykkjarvatn flugvéla Astraeus á Keflavíkurflugvelli. Astreus flýg- ur fyrir Iceland Express. „Fyrstu niðurstöður benda til þess að í lagi sé með vatnið,“ segir Magnús H. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri HES. Magnús segir að borist hafi nafnlaus kvörtun um að ekki hafi verið staðið rétt að dælingu drykkjarvatns á vélarnar. „Heil- brigðiseftirlitið gat ekki staðfest að eitthvað hefði farið úrskeiðis en tók gerlasýni af vatni tveggja flugvéla sem voru á stæði,“ segir Magnús. Kvörtunin mun hafa borist frá starfsmanni þjónustu- fyrirtækisins Birk Flight Services sem ekki hlaut áframhaldandi ráðningu þegar starfsfólki var fækkað um mánaða mótin. - gar Athugun heilbrigðisfulltrúa: Ekkert að vatni Iceland Express GENGIÐ 08.09.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 218,0515 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,18 115,72 183,94 184,84 161,71 162,61 21,710 21,838 21,352 21,478 18,066 18,172 1,4900 1,4988 182,80 183,88 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.