Fréttablaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 10
9. september 2011 FÖSTUDAGUR10 LAUGARDAGUR | 10. SEPTEMBERFÖSTUDAGUR | 9. SEPTEMBER SUNNUDAGUR | 11. SEPTEMBER 13:00-14:30 REYKJAVÍK: BÓK - MENNTA BORG UNESCO Ráðhús Reykjavíkur 20:00 UPPLESTUR | IÐNÓ Bergsveinn Birgisson | Denise Epstein Bjarni Bjarnason | Alberto Blanco Herta Müller 9:00-12:00 ÍSLENDINGASAGNAÞING 12:30-15:00 VIÐTÖL | NH Vikas Swarup & Pétur Blöndal | Paolo Giordano & Hjalti Snær Ægisson | Matt Haig & Ari Eldjárn | Ingo Schulze & Halldór Guðmundsson | Denise Epstein & Friðrik Rafnsson 13:30-16:00 ORÐUM REYKJAVÍK Borgarbóka söfnin 15:30-17:00 UPPLESTUR | NH Kristín Marja Baldursdóttir | Steve Sem Sandberg | Ísak Harðarson | Horacio Castellanos Moya 20:00 BÓKMENNTAGANGA 22:00 BÓKABALL Í IÐNÓ með Geirfuglum 13:00-15:30 VIÐTÖL | NH Nawal El Saadawi & Ingibjörg Sólrún Gísladóttir | Horacio Castellanos Moya & Sjón | Pia Tafdrup & Haukur Ingvarsson | Steve Sem-Sandberg & Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson | Kristof Magnusson & Ólafur Kristjánsson 20:00 UPPLESTUR | IÐNÓ Oddný Eir Ævarsdóttir | Paolo Giordano | Pia Tafdrup Nawal El Saadawi | Eiríkur Örn Norðdahl Bókmenntahátíð | Dagskrá RH O 20 11 NÁNAR Á WWW.BOKMENNTAHATID.IS VIÐSKIPTI Lokun tveggja rótgróinna veitinga- staða í miðborg Reykja- víkur, La Primavera og Domo, benda ekki til þess að veitingastöðum hafi fjölgað um of. Þetta segir Hafliði Halldórsson, for- seti Klúbbs matreiðslu- meistara. Fréttablaðið sagði frá því í apríl að fínni veitingastöðum í Reykjavík hefði fjölgað nokkuð með opnunum Sjávargrillsins, Grillmarkaðar ins og svo veitinga- staðanna tveggja í Hörpu, Kola- brautarinnar og Munnhörpunnar. Með tilkomu þeirra fjölgaði sætum í miðborginni um 400. Nýverið bárust fregnir af því að La Primavera í Austur- stræti hefði verið lokað eftir 18 ára rekstur. Þá var Domo í Þingholts- stræti lokað í ágúst en verður þó hugsanlega opn- aður á ný í breyttri mynd. „Ég held að þetta séu bara eðlilegar breytingar. Þau hjá Primavera vildu einbeita sér að nýja staðn- um sínum, Kolabraut- inni, og ég veit ekki hvort Domo er búið að loka fyrir fullt og allt. Almennt hafa þessir nýju staðir gengið vel og eins flestir hinir gömlu. Það virðist því hafa verið rúm fyrir nýja staði. Það má kannski segja sem svo að þetta sé eðlilegt á meðan ferðamönnum hér fjölgar,“ segir Hafliði. - mþl Fínni veitingastöðum hefur fjölgað í Reykjavík: Segir pláss vera fyrir alla nýju staðina HAFLIÐI HALLDÓRSSON AUSTURRÍKI, AP Mjög vel varðveitt- ar rústir af skóla fyrir skylm- ingaþræla hafa fundist í Austur- ríki. Rústirnar eru hluti af 50 þúsund manna borg austur af Vín, sem var í blóma þar fyrir 1.700 árum. Borgin var mikilvæg hern- aðar- og viðskiptaborg fyrir Róm- verja. Skólinn er sagður líkjast Ludus Magnus, stærsta skylminga- þrælaskólanum sem var í Róm. Skólinn er þó betur varðveitt- ur en sá í Róm, en hann er enn neðanjarðar. Fundurinn er ein- stakur og heimsviðburður, segja yfirmenn í Carnuntum-fornleifa- garðinum, þar sem skólinn er. Hundruð þúsunda ferðamanna koma á hverju ári í garðinn til að skoða fornminjar. Uppgröftur hófst þar árið 1870 en aðeins lítill hluti borgarinnar hefur verið grafinn upp. Ekki hefur verið ákveðið hve- nær reynt verður að hefja uppgröft á skólanum. Þykkir veggir umlykja ellefu þúsund fermetra stóra jörð þar sem skólinn og aðrar byggingar voru. Þar voru vistarverur þræl- anna, æfingasvæði og lítið keppnis- svæði með áhorfendapöllum. Þá þykir líklegt að fyrir utan veggina hafi verið grafreitur fyrir þá þræla sem létust við æfingar. - þeb Einstakar fornleifar frá tímum Rómverja grafnar upp í Austurríki: Fundu rústir skylmingaþrælaskóla SKÓLINN Mynd af því hvernig skólinn hefur líklega litið út, samkvæmt mati fornleifafræðinga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SJÁVARÚTVEGSMÁL Samtök íslenskra fiskimanna (SÍF) telja að ekki sé heimilt að krefjast þess að skip búi yfir aflaheim- ildum til þess að stunda fiskveið- ar í atvinnuskyni, eins og segir í kvótafrumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. „Ekki verður séð að veiðar skips sem að hefur gilt veiði- leyfi en er án aflaheimilda rétt- læti sviptingu veiðileyfis, þó Fiskistofa hafi ítrekað beitt því úrræði. Komi til þess að skip félagsmanna verði svipt veiði- leyfi af þeim sökum munu SÍF verja rétt félagsmanna fyrir við- eigandi dómstólum [...],“ - sv SÍF mótmæla frumvarpi: Ekki heimilt að krefjast veiða LOÐNUVEIÐAR Samtök íslenskra fiski- manna telja að ekki sé heimilt að krefja skip um aflaheimildir. DÓMSMÁL Tæplega þrítugur maður hefur verið dæmdur í tíu mánaða óskilorðsbundið fang- elsi fyrir fjölda afbrota framin á árunum 2008 til 2011. Maðurinn, sem er pólskur að uppruna, er dæmdur fyrir sjö þjófnaðarbrot, einkum á snyrti- vörum, að aka fjórum sinnum ökuréttindalaus og þrisvar sinn- um undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, rækta og selja kanna- bisefni, falsa pólskt vegabréf og fleira. Auk tíu mánaða fangelsis- refsingarinnar er hann sviptur ökurétti ævilangt. - sh Dæmdur fyrir brotahrinu: Fangelsi fyrir fjölda afbrota FÓLK Útibú Fjölskylduhjálpar Íslands á Suðurnesjum hefur verið flutt í nýtt og stærra hús- næði. Fjölskylduhjálpin opnaði útibú fyrir Suðurnesjabúa fyrir tíu mánuðum og hefur síðan verið í ókeypis húsnæði. Það var eignar- haldsfélagið Gullmolinn sem leigði út húsnæði við Hafnargötu til starfseminnar endurgjalds- laust. Nú hefur starfsemin verið flutt í stærra húsnæði í Grófinni 10c og verður úthlutað þaðan á fimmtudögum héðan í frá. - þeb Fjölskylduhjálp Íslands: Nýtt útibú opn- að á Reykjanesi DÓMSMÁL Málflutningur fór fram í gær fyrir Hæstarétti í máli almennra kröfuhafa í þrota- bú gamla Landsbankans sem krefjast þess að innstæður á Icesave-reikningunum verði ekki metnar sem forgangskröfur í búið. Í neyðarlögunum sem sett voru í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 var kveðið á um forgang innstæðna. Því er tekist á um hvort neyðarlögin standist stjórnarskrá. Verði neyðarlögunum hnekkt vonast kröfu- hafar til að fá allt að þriðjung upp í sínar kröfur en haldi þau gildi sínu rennur stærst- ur hluti þeirra fjármuna til breskra og hol- lenskra stjórnvalda sem endurgreiddu eigend- um innstæðna á Icesave-reikningunum tap þeirra vegna reikninganna. Vinni almennir kröfuhafar málið er því viðbúið að mögulegt tap íslenska ríkisins vegna dómsmáls varð- andi Icesave aukist um hundruð milljarða. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði almennum kröfuhöfum í óhag 27. apríl síðast- liðinn en málinu var áfrýjað til Hæstaréttar. Í niðurstöðu héraðsdóms kom fram að líta þyrfti til eðlis neyðarlaganna og þeirra aðstæðna sem uppi hafi verið í íslensku sam- félagi þegar þau voru sett. Þá hafi þau verið sett með stjórnskipulega réttum hætti. Þegar dómur Héraðsdóms lá fyrir sagði Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskipta- ráðherra, um mikilvægan áfanga að ræða. Það yrði gríðarlegt áfall fyrir íslenska þjóð ef neyðarlögin myndu bresta. Breska dagblaðið Telegraph sagði í gær að málinu yrði áfram áfrýjað til Evrópu- dómstólsins staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu Héraðsdóms. Málflutningur hófst klukkan átta í gær- morgun og stóð langt fram eftir degi. Sjö dómarar hlýddu á en óalgengt er að svo fjöl- mennur dómur taki fyrir mál. Málflutning- urinn í dag beindist að innstæðum á Icesave- reikningum í Bretlandi en á morgun verður tekið fyrir sambærilegt mál sem beinist að innstæðum í Hollandi. Nærri eitt hundrað almennir kröfuhafar standa að baki málinu sem er beint gegn slita stjórn Landsbankans. Telja kröfuhafarn- ir að með setningu neyðarlaganna hafi stjórn- völd skert verðmæti í þeirra eigu og þar með valdið þeim umtalsverðu tjóni á ólögmætan hátt. Fyrir hönd kröfuhafanna tóku til máls hæstaréttarlögmennirnir Ragnar Aðalsteinsson, Arnar Þór Jónsson, Óttar Yngvason, Eyvindur Sólnes og Gunnar Jóns- son. Vísuðu þeir meðal annars til eignar- réttarákvæðis stjórnarskrárinnar og jafn- ræðisreglunnar. Þá sagði Ragnar ekki hafa verið sýnt fram á að nauðsynlegt hafi verið að grípa til þeirra úrræða sem gripið var til. Vægari úrræði hefðu náð fram sömu mark- miðum. magnusl@frettabladid.is Réttmæti neyðarlaganna í umræðu fyrir Hæstarétti Málflutningur fór fram í gær fyrir Hæstarétti í máli þar sem tekist er á um hvort neyðarlögin sem sett voru haustið 2008 standist stjórnarskrá. Héraðsdómur staðfesti réttmæti þeirra en snúi Hæstiréttur þeirri niður- stöðu við eykst mögulegt tap íslenska ríkisins vegna dómsmáls varðandi Icesave um hundruð milljarða. HÆSTIRÉTTUR Í GÆR Fjöldi breskra og hollenskra lögmanna fylgdist með málflutningnum í Hæstarétti í gær. Þýddu túlkar það sem fram fór en eftir því sem næst verður komist hefur það ekki verið gert áður í Hæstarétti. Þá var málflutningurinn tekinn upp sem er einnig nýmæli. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SPORÐREISTIST Í WASHINGTON Krana- bifreið sem notuð var til að gera við kirkju í Washington-borg olli meiri skemmdum þegar hún sporðreistist. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.