Fréttablaðið - 10.09.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.09.2011, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011 Helgarblað KÖNNUN Tæplega helmingur landsmanna vill að Ólafur Ragn- ar Grímsson, forseti Íslands, gefi kost á sér fyrir fimmta kjörtíma- bilið í forsetakosningum sem fara fram á næsta ári, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls sögðust 47,6 prósent þeirra sem afstöðu taka í könnuninni vilja að Ólafur Ragnar bjóði sig fram að nú, en 52,4 prósent eru því andvíg. Þegar Fréttablaðið kannaði síð- ast afstöðu fólk til forsetans, 24. febrúar síðastliðinn, sögðust 50,2 prósent vilja að Ólafur Ragnar færi fram á ný, en 49,8 prósent vildu það ekki. Talsverður munur er á afstöðu fólks til mögulegs framboðs Ólafs Ragnars eftir því hvaða stjórn- málaflokk það styður. Alls sögð- ust um 56 prósent stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokksins vilja að Ólafur Ragnar byði sig fram aftur. Um 30 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinn- ar og tæp 32 prósent stuðnings- manna Vinstri grænna voru sömu skoðunar. Íbúar á landsbyggðinni eru hlynntari framboði Ólafs Ragnars en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Um 52,2 prósent íbúa lands- byggðar innar vilja að hann bjóði sig fram aftur, en 45,4 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Hringt var í 800 manns fimmtu- daginn 8. september. Þátttakend- ur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Finnst þér að Ólafur Ragnar Grímsson ætti gefa kost á sér fyrir fimmta kjörtímabilið sem forseti Íslands þegar kosið verður á næsta ári? Alls tóku 89,4 prósent afstöðu til spurningarinnar. - bj / sjá síðu 8 spottið 16 10. september 2011 211. tölublað 11. árgangur 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Heimili&Hönnun l Allt l Allt atvinna Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 Flugdagur Flugmálafélags Íslands verður haldinn á Reykjavíkurflugvelli við Hótel Natura (áður Loftleiðir) í dag milli 12 og 16. Tilefnið er 70 ára afmæli Reykjavíkurflugvallar. Meðal viðburða eru flugsýning, listflug á svifflugu, módelflug og fallhlífarstökk. Leikkonan Lilja Nótt Þórarinsdóttir elskar að fara heim í Grímsnes í mömmudekur og hesta um helgar: Í hönd fer helgi hinna miklu matarboða heima hjá mér,“ segir Lilja Nótt þegar hún er innt eftir áformum helgarinnar. „Maður er manns gaman og ég veit fátt gleðilegra en að fá til mín matargesti eða fara í matarboð til annarra. Skemmtilegt fólk býr til skemmtilegar stundir og heimahúsin eru best til þess arna, þar sem maður sjálfur ræður tónlistinni, vínbarnum, elda-mennskunni og öðru sem fullkomnar samfundina,“ segir Lilja Nótt, sem nýtur sín í hlutverki gestrisinnar húsfreyju á meðan maður hennar stendur yfir pottunum.„Leikarar eiga svo sjaldan frí á helgarkvöldum, en þegar það gefst reyni ég samviskusamlega að deila mér á milli fjölskyldu og vina. Sem betur fer er ég umkringd skilningsríku fólki sem styður mig og bíður þolinmótt eftir sínum tíma,“ segir Lilja Nótt hlæjandi, en hún er austan úr sveit, nánar tiltekið Grímsnesinu. „Þar er dásemdin og lúxusinn, og þangað reyni ég að komast sem oftast, enda fordekruð af for-eldrum mínum sem taka á móti mér sem prinsessu með dýrindis sveitamat og gæðingum tilbúnum til útreiða í Maður er manns gaman 2 FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 Sérverslun með Mikið úrval af fallegum skóm og töskum Gæði & Glæsileiki www.gabor. is Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16 Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Haustið nálgast kuldinn bítur Úff, Úff. Nýju haust- og vetrar- vörurnar streyma inn TOPPVÖRUR TOPPÞJÓNUSTANÆ G BÍLASTÆÐI MEIRA EN GLÆSILEGAR HAUSTYFIRHAFNIR Á KONUR Á ÖLLUM ALDRI, VIÐ ÖLL VEÐUR OG TÆKIFÆRI www.topphusid.is Upprifjun fyrir SAMRÆMDU PRÓFIN í 4., 7. og 10. bekk grunnskóla NÁMSAÐSTOÐ Öll skólastig - Réttindakennarar Nemendaþjónustan sf www.namsadstod.is s. 557 9233 Sölufulltrúar Viðar Ingi Pétursson vip@365.is 512 5426 Hrannar Helgason hrannar@365.is 512 5441 FERÐ ÞÚ FRAM ÚR VÆNTINGUM? DIRECTOR OF GUEST EXPERIENCE Helstu verkefni eru eftirfarandi: • Skilgreining á upplifunarferli gesta Bláa Lónsins • Stuðla að því að upplifun gesta fari fram úr væntingum • Framkvæma skoðanakannanir og koma auga á ný sölu- og þjónustutækifæri • Þróa vöru- og þjónustuframboð og innleiða nýjungar Hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði markaðsfræða eða viðskipta • Sköpunargáfa, hæfni til að hugsa í lausnum, og drifkraftur til að innleiða nýjar hugmyndir • Leiðtogahæfileikar og geta til að vinna þvert á rekstrareiningar fyrirtækisins • Óbilandi áhugi á að fara fram úr væntingum og koma á óvart • Reynsla af alþjóðlegu starfsumhverfi kostur • Mjög góð enskukunnátta nauðsynleg. Önnur tungumál kostur Bláa Lónið hefur margsinnis verið valið einn besti spa staðurinn á heimsvísu. Það er lykilatriði í okkar starfsemi að vilja alltaf gera enn betur og hjá okkur starfar einvala lið starfsmanna sem er sama sinnis. Við leitum því að metnaðarfullum og úrræðagóðum einstaklingi í nýtt starf sem miðar að því að hámarka einstaka upplifun gesta Bláa Lónsins. Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Jóhanna Oddsdóttir í síma 660-8833 og á netfanginu helga@bluelagoon.is. Umsóknarfrestur er til og með 18. september nk. Seltjarnarnesbær óskar eftir að ráða verkefnastjóra til að annast skipulags- og byggingarmál. Seltjarnarnesbær óskar eftir að ráða drífandi og metnaðarfullan einstakling til starfa hjá Bygginga- og umhverfissviði Seltjarnarness í tímabundið starf til eins árs. Verkefnastjóri sér um að lögum um mannvirki nr. 160/2010, öðrum lögum og reglugerðum varðandi byggingarmál á Seltjarnarnesi sé framfylgt. Hann ber m.a. ábyrgð á skráningu mannvirkja, eftirliti með viðhaldi, staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa Seltjarnarness.Um er að ræða fullt starf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Næsti yfirmaður er bæjarstjóri. Almennt ábyrgðarsvið starfsmanns: • Ábyrgð á verkefnastjórnun vegna nýframkvæmda og viðhaldsmála • Ábyrgð á að framkvæmd verkefna sé í samræmi við lög og reglur• Samskipti við opinbera aðila, hönnuði og verktaka• Verkeftirlit með framkvæmdum • Áætlanagerð og forgangsröðun verkefna • Samningagerð í samráði við næsta yfirmann • Önnur tilfallandi verkefni sem yfirmaður felur Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun í verk-/tæknifræði eða arkitektúr • Þekking á byggingarreglugerð og reynsla af stjórnun• Þekking á starfsumhverfi opinberrar stjórnsýslu er æskileg• Reynsla af áætlunargerð, úrlausn verkefna og verkefnastýringu• Hæfni í mannlegum samskiptum • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni• Góð tölvukunnátta nauðsynleg • Lögð er áhersla á frumkvæði, skipulagshæfileika, sjálfstæð vinnubrögð og hæfni í mannlegum samskiptum. Starfsmaður er hluti af starfsmannateymi Seltjarnarnesbæjar. Upplýsingar um starfið veitir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, í síma 5959100, netfang asgerdur@seltjarnarnes.is Í samræmi við Jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um starfið. Umsóknir skulu hafa borist bæjarskrifstofum Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnesi eigi síðar en miðvikudaginn 21. september 2011. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun liggur fyrir. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga. heimili& hönnu  SÉRBLAÐ FRÉTTABL AÐSINS UM HÍBÝLI  september 2011 Íslensk hönnun í Fr ankfurt Yfirgripsmikil sýning á íslenskri hönn- un verður opnuð í Fr nkfurt 21. sept- ember. Verk 59 hönn uða verða til sýnis en íslensk hönnu þ ykir tilraunakennd og listræn. SÍÐA 6 BJART OG LÉTT YFIRBRAGÐ Guðbjörg Káradótti r leirkerasmiður hefu r búið sér og sínum fallegt heimi li í Hlíðunum. SÍÐA 4 Öflugar í Front Sænska hönnunarte ymið Front er skipað þremur konu m sem kynntust í hönnunar - námi. Þær þykja skemmtilega öðruví si og hafa vakið athygl i fyrir frumlega hönn- un. SÍÐA 2 Í faðmi fjalla blárra náttúra 32 Mikil rannsóknarvinna Höfundar Heimsendis- þáttanna ræddu lengi við starfsfólk og vistmenn geðdeilda til undirbúnings. sjónvarp 22 Halda upp á Goonies Sveppi, Villi og Gói treysta hver öðrum og hafa svipaða afstöðu til lífsins. krakkasíðan 42 Sælkeri gettósins Coolio, Dolly Parton og Tony Danza eru meðal frægðarfólks sem gefið hefur út matreiðslu- bækur. matur 30 Geisluðu á rauða dreglinum fólk 50 Tíu ár frá árásunum 11. september hryðjuverk 24 Finnst þér að Ólafur Ragnar Grímsson ætti gefa kost á sér fyrir fimmta kjörtímabilið sem forseti Íslands þegar kosið verður á næsta ári? Framboð til forseta Já 47,6%Nei52,4% 52% vilja Ólaf ekki í framboð Rúmur helmingur landsmanna er því andvígur að Ólafur Ragnar Grímsson gefi kost á sér fyrir fimmta kjör- tímabilið samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Þeim fækkar heldur sem vilja hann í framboð. SPAUGSTOFUSTUÐ Þeir Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson, Örn Árnason og Karl Ágúst Úlfsson voru reffilegir í Bankastrætinu í gær á leið sinni í Hörpuna þar sem haustkynning Stöðvar 2 fór fram. Spaugstofan hefur göngu sína 24. september, en fram undan er annar vetur grínþáttarins vinsæla á Stöð 2 en sá 21. í sögu Spaugstofunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.