Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.09.2011, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 10.09.2011, Qupperneq 8
10. september 2011 LAUGARDAGUR8 Hvort svo sterkur frambjóðandi finnst, eða hvort hann þorir að taka áhættuna að leggja í sitjandi forseta og stefna sterkri stöðu sinni í hættu, kemur hins vegar í ljós þegar líður að kosningunum í maí á næsta ári. Rúmlega helmingur kjósenda er á móti því að Ólafur Ragnar Gríms- son bjóði sig aftur fram sem for- seti. Hann hefur löngum verið umdeildur og hefur misst gamla stuðningsmenn. Honum hefur hins vegar tekist að skapa sér nokkuð sterka stöðu. Í raun er það í höndum hans sjálfs hvort hann situr annað kjörtímabil eða ekki. Könnun Fréttablaðsins sýnir að rúmur helmingur kjósenda er á móti því að Ólaf- ur Ragnar Grímsson bjóði sig fram sem for- seti í annað kjörtímabil. Það þýðir um leið að tæplega helmingur kjósenda er því fylgjandi. Það verður að teljast ágætis staða fyrir Ólaf og til marks um það hve vel honum hefur tek- ist að búa sér til nýtt bakland. Gamlir stuðningsmenn hafa margir hverj- ir yfirgefið Ólaf og honum hefur gengið illa að finna sér nýja. Er þar átt við stuðnings- menn í þjóðlífinu sem ganga fram fyrir skjöldu og verja forsetann sinn. Honum hefur hins vegar tekist að leita til almennings og styrkt þannig stöðu sína. Útrásarþjóðareðlið Ólafur Ragnar var útrásarforseti. Fáir mærðu útrásarvíkingana meira en hann og hann hélt ófáar tölurnar, hér heima og á erlendri grundu, um eðli Íslendinga sem birt- ist í hinum áhættusæknu útrásarvíkingum. Hæst hljómaði þessi tónn líklega í erindi sem Ólafur hélt á fundi Sagnfræðinga- félags Íslands. Erindi forsetans bar titilinn: „Útrásin: Uppruni, einkenni, framtíðarsýn.“ Þar lét hann í það skína að íslensk útrásar- fyrirtæki hefðu náð hinum góða árangri á erlendri grundu vegna sögulegrar arfleifðar þjóðarinnar. Útrásarvíkingarnir byggju yfir sama eðli og landnámsmennirnir. „Hinir fyrstu Íslendingar voru sannar- lega útrásarfólk, jafnvel svo afgerandi að þau sem nú gera garðinn frægan blikna í samanburði,“ sagði forsetinn í ræðu sinni. Og spurningum um langsótt tengsl svaraði hann sjálfur: „Sumum kann að þykja langsótt að tengja landnámstímann við greiningu á útrásinni en menningin á sér nú einu sinni djúpar rætur og þessi arfleifð eins og hún er túlkuð af samtímanum hefur mótað okkur öll.“ Klappstýran Ólafur Ragnar var áhugasamur um viðskipti Íslendinga erlendis. Hann var viðstaddur opnun útibúa og flaug oftar en ekki með bankamönnum á fund ráðamanna. Ólafur hefur löngum litið viðskipti við Kín- verja hýru auga og árið 2005 fór hann í sína fyrstu ferð þangað sem forseti. Um hundrað manns voru með í för, þar með talið mörg kunnugleg nöfn: Björgólfur Thor Björgólfs- son, Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smára- son, Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurjón Þ. Árnason, svo einhverjir séu tíndir til. Tveimur árum síðar hélt forsetinn á ný til Kína. Þar opnaði hann meðal annars kæli- geymslu í eigu Eimskips, sem félag í eigu Björgólfs Guðmundssonar átti. Til farar- innar var notuð einkaþota í eigu Glitnis. Hrunið varð áfall Eins og Ólafur Ragnar baðaði sig í dýrðar- ljóma auðs og útrásar í bólunni, var ein- boðið að hann yrði fyrir álitshnekki þegar sápukúlan sprakk. Allir þeir sem gagnrýn- islaust höfðu stutt útrásina þurftu að svara fyrir sig, hvað þá þeir sem höfðu lofað hana, líkt og forsetinn gerði svikalaust. Um embættisfærslur forsetans er fjallað í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, líkt og sést hér til hliðar. Ólafur hefur sjálfur sagt að hann hafi farið fullgeyst í yfirlýsingum sínum í útrás- inni. Í nýársávarpi sínu 1. janúar 2009, sagðist hann hafa gert mistök með því að ganga of langt í málflutningi í þágu banka og útrásarfyrirtækja. Endurskilgreiningin Ekki blés byrlega fyrir forsetanum í upp- gjörinu eftir hrun. Honum tókst þó að finna sér nýjan vettvang og nýtti hann til vinsælda aukninga. Sá vettvangur var Icesave-málið. Icesave hefur reynst stjórnvöldum erfitt, enda vandfundinn sá Íslendingur sem vill greiða skuldir sem bankar stofnuðu til. Samningar náðust um meðferð málsins milli stjórnvalda og Breta og Hollendinga, en forsetinn synjaði lögunum staðfestingar í tvígang og vísaði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin felldi samningana með miklum meirihluta. Þessi gjörð Ólafs varð til þess að hrekja fyrrum stuðningsmenn hans frá. Vinstri- menn, sem höfðu stutt hann í embættið 1996 og fylkt sér á bak við hann þegar hann skaut fjölmiðlalögunum til þjóðar- innar árið 2004, yfirgáfu hann. Í staðinn fékk hann stuðning frá gömlum fjendum í Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. Og ekki síst á meðal almennings. Sá stuðningur gæti reynst honum dýrmæt- ur, því ekki er víst að framámenn stjórn- arandstöðuflokkanna séu til í mikla bar- áttu fyrir hönd Ólafs Ragnars Gríms sonar. Honum hefur hins vegar tekist að verða for- seti þjóðarinnar á undra skömmum tíma. Ólafur var kannski ómögulegur útrásar- forseti í augum hennar, en hefur staðið í lappirnar í þessu máli, að mati þjóðarinnar. Í höndum Ólafs sjálfs Ólafur Ragnar hefur undanfarið skotið föst- um skotum að stjórnvöldum og ljóst er að stirt er á milli hans og ríkisstjórnar innar. Hann hefur gagnrýnt stjórnvöld fyrir Icesave-málið og sakað þau um að beygja sig fyrir erlendu valdi. Trauðla finnst alvar- legri ásökun frá forseta til ríkisstjórnar. Þá hefur hann um leið talað máli kín- verska fjárfestisins Nubo, sem hefur hug á að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Þar talar hann hins vegar gegn stjórnarandstöðu- flokkunum. Eins og Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur bendir á hér til hliðar, gæti það orðið til að setja stuðning við for- setann í uppnám. Þegar öllu er á botninn hvolft er það hins vegar að mestu leyti í höndum Ólafs sjálfs hvernig framtíðin verður. Heimildarmenn Fréttablaðsins eru sammála um að staða hans sé sterk, þrátt fyrir allt. Það þarf að vera mjög sterkur frambjóðandi sem leggur í mótframboð gegn honum. Vinalaus en með styrka stöðu Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðing- ur segir afstöðuna til forsetans, sem fram kemur í könnun Fréttablaðsins, ekki koma á óvart. Forsetinn hafi aflað sér margra vina í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki með notkuninni á málþófsréttinum, en eignast óvini í eigin röðum. Þessi hlutföll þurfi því ekki að koma á óvart, þjóðin skiptist til helminga í afstöðu til hans. „Hann er hins vegar umdeildur og hvergi nærri víst að það sé á vísan að róa ákveði hann að fara fram.“ Grétar Þór segir Ólaf mjög pólitískan forseta. Hann hafi veist hart að núverandi ríkisstjórn, en eigi ekki sjö dagana sæla í stjórnarandstöðuflokk- unum. Afstaða hans til kínverskra fjárfestinga hér á landi geti fækkað í vinahópi hans. „Stóra breytingin á forsetaembættinu, í tíð Ólafs, er notkun hans á málskotsrétt- inum. Aðrar breytingar eru þær pólitísku yfirlýsingar sem hann hefur gefið. Það þýðir að hann getur átt von á því að mæta harðari andstöðu ef hann ákveður að fara fram.“ Grétar segir fullsnemmt að spá fyrir um hvort Ólafur Ragnar býður sig aftur fram. „Hann er svo óútreiknanlegur að ég segi bara já eða nei. Mér finnst hann vera að senda frá sér yfirlýsingar í báðar áttir í pólitíkinni. Ef ég ætti að giska á eitthvað, út frá þeim, finnst mér eins og honum sé orðið sama um hvaða stuðnings hann nýtur og ætli ekki fram. En ég vildi fá að bíða í tvo til þrjá mánuði með að svara þessari spurningu.“ Óviss stuðningur nýrra vina Ljóst má vera að forsetinn gekk mjög langt í þjónustu við einstök fyrirtæki og einstaklinga sem stýra þeim eins og hann hefur sjálfur viðurkennt nokkrum sinnum eftir hrunið. Forsetaembættið var óspart nýtt í þágu einstakra aðila til að koma á tengslum víða um lönd. Þegar lýðræðislega kjör- inn forseti lands talar á opinberum vettvangi sem fulltrúi þjóðar sinnar er jafnan hlustað og því skiptir máli hvað hann segir og við hverja hann talar. Þar liggur ábyrgð forseta Íslands. Forsetinn beitti sér af krafti við að draga upp fegraða, drambsama og þjóðerniskennda mynd af yfirburðum Íslendinga sem byggðust á fornum arfi. Það er athyglis- vert að nokkrir þeirra eiginleika sem forsetinn taldi útrásarmönnum til tekna eru einmitt þeir þættir sem urðu þeim og þjóðinni að falli. Í ljósi sögunnar hefði þurft mun meiri aga og reglufestu við ákvarðanatöku, hófsemi í framkvæmda- gleðinni, reglur um skráningu fundargerða sem og óæskileg tengsl milli einstaklinga. Þrátt fyrir að kenningar forsetans væru harðlega gagnrýndar hélt hann áfram að lofa útrásina. Hann tók þátt í að gera lítið úr þeim röddum sem vöruðu við hættulega miklum umsvifum íslenskra fyrirtækja. Rannsóknarskýrsla Alþingis, Viðauki 1, II.4 - Hlutur forseta Íslands. Forsetinn í rannsóknarskýrslunni FRÉTTASKÝRING: Hver er staða Ólafs Ragnars Grímssonar á forsetastóli? Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is FORSETINN Ólafur Ragnar Grímsson tók virkan þátt í útrás íslenskra viðskiptamanna. Hér klippir hann á borða við opnun skrifstofu Landsbankans í Winnipeg vorið 2007. Eftir hrun hefur honum tekist að endurskapa sig í huga þjóðarinnar sem málsvara hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/BERGSTEINN GRÉTAR ÞÓR EYÞÓRSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.