Fréttablaðið - 10.09.2011, Síða 12

Fréttablaðið - 10.09.2011, Síða 12
10. september 2011 LAUGARDAGUR12 KÓPAVOGUR Stærð eignarhl. Nýbýlavegur 2 3118,4 m2 Nýbýlavegur 4 2756,8 m2 Nýbýlavegur 6 1930,2 m2 Nýbýlavegur 8 2405,2 m2 Auðbrekka 3-5 629,0 m2 Auðbrekka 17 310,5 m2 Auðbrekka 19 342,6 m2 Smiðjuvegur 68-70 1421,9 m2 Smiðjuvegur 72 293,8 m2 Vesturvör 30a 1725,1 m2 Skemmuvegur 16 320,0 m2 REYKJANESBÆR Stærð eignarhl. Njarðarbraut 11a 248,7 m2 Njarðarbraut 17 670,3 m2 Njarðarbraut 19 420,7 m2 Fitjabraut 12 930,1 m2 SELFOSS Stærð eignarhl. Fossnes 14 1605,6 m2 Austurvegur 60 lóð Eyrarvegur 33 1345,7 m2 AKUREYRI Stærð eignarhl. Baldursnes 1 1301,5 m2 Draupnisgata 8 85,2 m2 Eignir þrotabús til sölu Skiptastjóri þrotabús Bergeyjar fasteignafélags óskar eftir tilboði í neðangreindar fasteignir eða eignarhluta. Hægt er að gera tilboð í eignirnar í einu lagi, stakar eða ákveðnar eignir saman. Skiptastjóri áskilur sér rétt til að meta tilboð og hafna öllum tilboðum. Krafa er gerð um fjárhagsupplýsingar tilboðsgjafa. Áhugasamir hafi samband við skiptastjóra, Jón Ármann Guðjónsson hdl., í síma 588-3000 / 895-0646 eða með tölvupósti jon@logborg.is fyrir 20. september 2011. KJARAMÁL Lögreglumenn á Suður- nesjum segja þolinmæði stéttar- innar vegna kjaramála á þrotum. Lögreglumenn hafa verið með lausa kjarasamninga í 283 daga. Ályktun um stöðuna var sam- þykkt á fundi Lögreglufélags Suður nesja á fimmtudag. Í henni segir að ekki verði unað við að lög- reglumenn dragist lengur aftur úr viðmiðunarstéttum í launum. Deil- an sé nú í gerðardómi og séu vonir bundnar við að niðurstaða hans verði viðunandi. „Annars er úr vöndu að ráða fyrir alla sem hlut eiga að máli. Lögreglumenn hafa verið að stilla saman strengi sína síðustu vikur þar sem þolinmæði þeirra er á þrotum.“ - sh Úr vöndu að ráða ef ekki semst, segja lögreglumenn: Þolinmæði lögreglu- manna er á þrotum SAMNINGSLEYSI MÓTMÆLT Í fyrravor söfnuðust lögreglumenn saman við hús- næði Ríkissáttasemjara til mótmæla. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 1 Framkvæmdum við hvaða skóla í Reykjavík verður flýtt? 2 Hversu hátt hlutfall aðspurðra styður kaup Huang Nubo? 3 Hvað hafa Íslendingar eytt miklu í Harry Potter-varning? SVÖR: 1. Norðlingaskóla 2. Sextíu prósent 3. Tæpum milljarði STJÓRNSÝSLA Guðmundur Kr. Tómasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri greiðslukerfa hjá Seðlabanka Íslands. Guð- mundur hefur starfað á fjármála- sviði Seðlabankans frá því í ágúst 2005, sem forstöðu maður greiðslukerfa og staðgengill framkvæmdastjóra fjármála- sviðs bankans. Greiðslukerfi er nýtt svið innan Seðlabankans en því er ætlað að stuðla að öryggi og skilvirkni þýðingarmikilla greiðslukerfa. Þá eru útgáfa og umsýsla seðla og myntar og rekstur fjárhirslna hluti af verkefnum sviðsins. Auk þess mun Greiðsluveitan, dótturfélag Seðlabankans, heyra undir sviðið. - mþl Seðlabanki Íslands: Nýr fram- kvæmdastjóri NEYTENDUR „Fólk sem tekur lán til að greiða upp eldri lán er ekki með stjórn á fjármálum sínum. Þetta virðist algengt hér á landi,“ segir dr. Adele Atkinson, sérfræð- ingur Efnahags- og framfara- stofnunarinnar (OECD). Hún leggur áherslu á að foreldr- ar fræði börn sín um notkun pen- inga. Ekki eigi að hræða börnin, svo sem með fjárhagsvanda for- eldra. Börnin eigi að læra að hlut- ir kosti sitt og að stundum verði að leggja fyrir til að eiga fyrir þeim. Atkinson hélt í gær erindi á ráð- stefnu Stofnunar um fjármálalæsi um rannsókn sem hún var að ljúka um efnið og var gerð í tólf lönd- um. Þar kemur fram að Íslending- ar vita yfirleitt ekki nema helm- inginn af því sem fólk á að vita um fjármál og að um fjörutíu pró- sent landsmanna taka lán til að greiða upp gamlar skuldir. Atkinson segir í samtali við Fréttablaðið nokkra þætti skýra ástæðu þess að sumir eru betri í fjármálalæsi en aðrir. Menntun skýri það að hluta. Margt bend- ir þó til að þetta eigi ekki við um tekjuhópa; þvert á móti virðist fólk með öruggar og góðar tekjur fylgjast síður með fjármálum sínum en tekjulágir. „Tekjulágir nota yfirleitt reiðufé fremur en greiðslukort. Ef þeir fá laun greidd inn á reikning í banka þá tekur fólkið hann út og flokkar eftir útgjaldaliðum. Þetta er einfalt og gott ráð enda fær fólk við það yfirsýn yfir fjármál- in. Þeir sem eru með öruggar og traustar tekjur þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að mánaðar launin dugi ekki fyrir framfærslu,“ segir Atkinson. - jab LÆRIÐ AÐ FARA MEÐ PENINGA Stór hluti Íslendinga er illa að sér í fjár- málalæsi, að sögn sérfræðingsins Adele Atkinson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Næstum helmingur Íslendinga tekur lán til að greiða skuldir og virðist hafa lélega stjórn á fjármálum sínum: Börn verða að læra að fara með peninga SVÍÞJÓÐ Anders Borg, fjármála- ráðherra Svíþjóðar, gagnrýnir tillögu 17 evrulanda um nánari samvinnu sem getur leitt til reglu- legra leiðtoga- funda og eigin framkvæmda- nefndar. Slíkt myndi útiloka enn frekar þau Evrópu- sambands lönd sem ekki hafa evru sem gjaldmiðil. Borg kveðst mjög jákvæður gagnvart samstarfi innan Evrópu sambandsins. Hann segist hafa skilning á óskum þeirra ríkja sem hafa evru sem gjald- miðil. Hins vegar geti aukin skipting innan sambandsins valdið erfiðleikum. - ibs Borg með efasemdir: Aukið samstarf evruríkja rætt ANDERS BORG
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.