Fréttablaðið - 10.09.2011, Síða 13

Fréttablaðið - 10.09.2011, Síða 13
LAUGARDAGUR 10. september 2011 13 arionbanki.is – 444 7000 ÍS LE NS KA SI A. IS A RI 56 27 5 09 /1 1 Heimilisbókhald Arion banka Ókeypis námskeið í Meniga Arion banki býður viðskiptavinum sínum námskeið fyrir byrjendur í notkun Meniga heimilisbókhaldsins. Lærðu grunnatriðin og þú kemst að því hvað það getur verið létt og skemmtilegt að sinna heimilisbókhaldinu. Námskeiðið er haldið miðvikudaginn 14. september kl. 17.30 í Háskólanum í Reykjavík. Nánari upplýsingar og skráning á arionbanki.is BÓLIVÍA Yfirvöld í Bólivíu hafa lagt fram lagafrumvarp sem mun veita náttúrunni sömu réttindi og manneskju. Lögin bera heitið „Lögmál Móður jarðar“ og er þetta í fyrsta sinn sem svo róttækar breytingar eru lagðar fram í heiminum er varða náttúru- vernd. Þetta kemur fram á vef Guardian. Ríkar steinefnanámur landsins eru nú skilgreindar sem „blessun“ og er það meðal annars talið munu leiða til róttækra breyt- inga í friðun landsins og samfélagslegri ábyrgð til að draga úr mengun. Lögin eru í ellefu þáttum og varða þeir allir réttindi náttúrunnar til að vera til. Meðal þeirra eru réttindi hennar til lífs, réttindi hennar til tilveru án afskipta manna, aðgang að hreinu vatni og hreinu lofti, rétt til að vera ekki menguð og verða ekki genabreytt af mannfólkinu. Eitt umdeildasta atriðið er talið réttur náttúrunnar til að verða ekki fyrir áhrifum af stórum mannvirkjum og þróunarfram- kvæmdum sem gætu raskað jafnvægi líf- ríkis eða velferð íbúa. Lögmál móður jarðar eru hluti af heildar- endurskilgreiningu á bólivíska lagakerfinu sem kom í kjölfar breytinga á stjórnarskrá landsins árið 2009. Þau eru undir miklum áhrifum af andlegum heimssjónarmiðum frumbyggja Andesfjalla sem líta á náttúr- una og jörðina sem miðpunkt alls lífs. - sv Bólivísk yfirvöld eru brautryðjendur í náttúrvernd í heiminum: Náttúran fær sömu réttindi og mannfólkið SAJARMA-ELDFJALLIÐ Í BÓLIVÍU Ein af greinum nýju laganna snýst um að náttúran hafi sama rétt á hreinu vatni og lofti og mannfólkið. NORDICPHOTOS/GETTY VIÐSKIPTI Samningar hafa ekki tekist um sölu á eftirstandandi eignum þrotabús útgerðarfyrir- tækisins Eyrarodda á Flateyri. Sigurður Pétursson, fram- kvæmdastjóri Arctic Fish, sem lagði fram tilboð í eignirnar í ágúst, segir furðu sæta að niður- staða sé ekki komin í málið. Ekki náðist í skiptastjóra Eyrar- odda í gær. Eyraroddi fór í þrot í byrjun árs og misstu við það 42 starfs- menn vinnuna. Útgerðarfyrir- tækið Lotna gekk frá kaupum á hluta eigna fyrirtækisins um miðjan síðasta mánuð. Arctic Fish keypti fyrir skömmu Dýr- fisk á Þingeyri sem stundar eldi á regnbogasilungi. - jab Mál Eyrarodda enn óleyst: Furðar sig á töfum málsins FLATEYRI Níu mánuðir eru síðan Eyraroddi á Flateyri var úrskurðaður gjaldþrota. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON DÓMSMÁL Manni á þrítugsaldri hefur verið birt ákæra fyrir árás á lögregluþjón 9. apríl síðastliðinn. Samkvæmt ákærunni brást maðurinn hinn versti við þegar lögregluþjónninn hugðist rétta honum vatnsglas og sló til hans. Lögreglumaðurinn vék sér undan högginu en þá náði maðurinn taki á höfði hans, þrýsti því að sér og sló hann í kjölfarið í búkinn. Lög- regluþjónninn hlaut hruflsár hér og þar um líkamann. Ákæran var þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. - sh Ákærður fyrir árás: Greip um höfuð lögreglumanns KÍNA Kínversk yfirvöld hafa gefið í skyn að innan tíðar muni þau hætta að handstýra gengi gjald- eyris síns júansins. Að sögn tals- manns verslunarráðs ESB í Kína hafa embættismann þar í landi sagt að gengi júans yrði komið á flot fyrir árið 2015. Þetta eru nokkur tíðindi þar sem Kínverjar hafa legið undir ámæli í áraraðir fyrir að halda genginu lágu gagnvart evru og Bandaríkja- dal, til þess að styrkja samkeppn- ishæfni útflutningsgreina. Undan- farið hafa matsaðilar þó talið að raungengi júansins hafi sannar- lega verið að lækka. - þj Tímamót í augsýn hjá Kína: Júanið á flot fyrir árið 2015 SAMGÖNGUR Loftferðasamningur sem Ísland hefur gert við Víetnam heimilar flugrekendum ríkjanna að fljúga áætlunarflug með far- þega til ákvörðunarstaða í hvoru ríki og áfanga- og viðkomustaða á flugleiðinni auk heimilda fyrir fraktflug. „Samningurinn opnar einnig möguleika fyrir íslenska flug- rekendur til að bjóða upp á leigu- flug milli Íslands og Víetnams. Samningurinn við Víetnam styrk- ir möguleika íslenskra flugrek- enda sem hafa sinnt og vilja sinna verkefnum í þessum heimshluta,“ segir í tilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu sem kveður stefnt að undirritun loftferðasamninga við Armeníu, Barbados, Brasilíu, Síle, Jamaíku og Kólumbíu. - gar Nýr loftferðasamningur: Geta boðið flug til Víetnam
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.