Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.09.2011, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 10.09.2011, Qupperneq 24
10. september 2011 LAUGARDAGUR24 160 km Tíu ár frá árásunum sem skóku heiminn BANDARÍKIN Herstöð flughersins í Nebraska Herstöð flug- hersins í Louisiana Sarasota í Flórída A T L A N T S H A F Norður-Karólína Virginía Vestur- Virginía Kentucky Ohio Pennsylvania New Jersey Connecticut New York Massachusetts Maine Portland Logan- flugvöllur í Boston Tvíburaturnarnir New York Herstöð flughersins í Langley Pentagon Washington-borg Shanksville Newark KANADA BANDARÍKIN Herstöð og flugvöllur þjóðvarðliðsins í Otis í Massachusetts Flug American Airlines númer 11 Frá Boston til Los Angeles Farþegar: 76 Áhöfn: 11 Flugræningjar: 5 07.59 – Flugtak 08.14 – Rænt 08.46 – Flogið á norðurturninn1 2 3 4 Flug United Airlines númer 175 Frá Boston til Los Angeles Farþegar: 51 Áhöfn: 9 Flugræningjar: 5 08.14 – Flugtak 08.42 til 08.46 – Rænt 09.03 – Flogið á suðurturninn Flug American Airlines númer 77 Frá Washington til Los Angeles Farþegar: 53 Áhöfn: 6 Flugræningjar: 5 08.20 – Flugtak 08.51 til 08.54 – Rænt 09.37 – Flogið á varnarmálaráðu- neytið Flug United Airlines númer 93 Frá Newark til San Francisco Farþegar: 33 Áhöfn: 7 Flugræningjar: 4 08.42 – Flugtak 09.28 til 08.46 – Rænt 10.03 – Brotlent á víðavangi í Penn- sylvaníu Heimildir: Skýrsla rannsóknarnefndar og þjóðarsafn um hryðjuverkin 11. september 2001. 11. september – Árásirnar á New York og Washington ■ 05.45 – Forsprakki hryðjuverkamannanna, Mohammed Atta (til hægri), og Abdulaziz al-Omari fara í gegnum öryggisleit á flugvelli í Portland í Maine. Þaðan fljúga þeir til Logan-flugvallar í Boston. Þaðan eiga þeir flug til Los Angeles. ■ 06.45 til 07.40 – Atta, Omari og þrír aðrir flugræningjar fara um borð í vél American Airlines númer 11. ■ 07.59 – Flugtak í flugi American Airlines númer 11. ■ 08.14 – Flugtak í flugi United Airlines númer 175 frá Logan-flugvelli í Boston. Fimm flugræningjar eru um borð. ■ 08.19 – Flugþjónn í flugi American Airlines númer 11 tilkynnir að vélinni hafi verið rænt. FBI setur strax af stað rannsókn sem mun verða sú stærsta í sögu stofnunarinnar. ■ 08.20 – Flug American Airlines númer 77 leggur af stað frá Dulles-flugvelli í Washington-borg. Fimm flug- ræningjar eru um borð. ■ 08.24 – Flugræninginn Atta gerir mistök og segir í talstöð flugvélarinnar: „Við höfum tekið nokkrar flugvélar. Það verður allt í lagi ef þið verðið róleg.“ Hann ætlaði að segja þetta við farþegana eingöngu. ■ 08.37 – Eftir mistök Atta tilkynnir flugturn yfirstandandi flugrán til flughersins. Tvær F-15 orrustuþotur eru sendar af stað frá flugvelli þjóðvarðliðsins í Otis í Massachusetts. ■ 08.42 – Flug United Airlines númer 93 leggur af stað frá flugvellinum í Newark í New Jersey, 40 mínútum á eftir áætlun. Fjórir flugræningjar eru um borð. ■ 08.46 – Flugvél American Airlines númer 11 er flogið á hinn nyrðri af Tvíbura- turnunum í New York. ■ 08.50 – George W. Bush Bandaríkjaforseta er sagt að „lítil flugvél“ hafi flogið á annan Tvíburaturnanna. Hann er í heimsókn í grunnskóla í Sarasota í Flórída. ■ 09.02 – Fólki er skipað að rýma suðurturn Tvíburaturnanna. ■ 09.03 – Flugvél United Airlines númer 175 er flogið á syðri turninn. ■ 09.05 – Bush er að lesa fyrir skólabörnin þegar Andrew Card, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hvíslar að honum: „Annarri flugvél var flogið á hinn turninn. Það er verið að ráðast á Bandaríkin.“ ■ 09.25 – Orrustuþotur frá Otis fljúga eftir- litsflug yfir New York. ■ 09.30 – Bush segir þjóð sinni í stuttu sjón- varpsviðtali að svo virðist sem hryðjuverka- menn hafi ráðist á Bandaríkin. Honum er að því loknu hraðað á flugvöllinn. ■ 09.32 – Flugræningjarnir um borð í vél United Airlines númer 93 senda óvart á flugturninn skilaboð ætluð farþegum: „Dömur mínar og herrar. Hér er flug- stjórinn, vinsamlegast setjist niður, haldið ykkur sitjandi. Það er sprengja um borð. Svo sitjið.“ ■ 09.36 – Flughernum er tilkynnt að óþekkt flugvél sé í nokkurra kílómetra fjarlægð frá Hvíta húsinu í Washington. Orrustuþotur leggja af stað frá Langley-herflugvellinum. ■ 09.36 – Dick Cheney varaforseti er fluttur úr Hvíta húsinu í sprengjubyrgi undir því. ■ 09.37 – Flugvél American Airlines númer 77 er flogið á Pentagon, bandaríska varnar- málaráðuneytið, í Virginíu, skammt frá Washington. ■ 09.42 – Loftferðaeftirlit Bandaríkjanna bannar allt flug yfir Bandaríkjunum. ■ 09.45 – Hvíta húsið og þinghúsið eru rýmd. ■ 09.54 – Air Force One, þota Bandaríkja- forseta, tekur á loft frá Flórída. Áfangastaður er ekki ákveðinn, talið er of hættulegt að fara til Washington. ■ 09.57 – Eftir að hafa frétt af afleiðingum hinna flugránanna í gegnum GSM-síma ákveða farþegar um borð í flugi United Airlines númer 93 að ráðast til atlögu við flugræningjana. ■ 09.59 – Suðurturn Tvíburaturnanna hrynur, 56 mínútum eftir að þotan skall á honum. ■ 10.03 – Flugræningjarnir um borð í vél United Airlines númer 93 brotlenda vélinni þegar farþegarnir eru komnir að flugstjórnarklefanum. Talið er að skotmark þeirra hafi verið Hvíta húsið eða þinghúsið í Washington. ■ 10.28 – Norðurturn Tvíburaturnanna hrynur eftir að hafa brunnið í 102 mínútur. Marriott-hótelið við Tvíbura- turnana hrynur einnig. ■ 11.02 – Rudolph Giuliani, borgar- stjóri í New York, skipar rúmlega einni milljón manns að yfirgefa heimili sín á neðri hluta Manhattan. ■ 11.45 – Air Force One lendir á herflugvelli í Louisiana. Þar kemur Bush fram í öðru sjónvarpsviðtali. ■ 12.50 – Air Force One lendir á herflugvelli í Nebraska. ■ 14.48 – Giuliani segir í ávarpi að mann- fallið verði „meira en nokkurt okkar geti þolað“. ■ 17.20 – Einn af minni turnunum við Tvíburaturnana hrynur. ■ 18.54 – Bush kemur í Hvíta húsið. ■ 20.30 – Bush ávarpar þjóð sína og heitir því að koma lögum yfir þá sem beri ábyrgð á árásunum. ©GRAPHIC NEWS Alls létust 2.976 í árásunum fyrir utan flugræningjana nítján. FRAMHALD Á SÍÐU 26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.