Fréttablaðið - 10.09.2011, Qupperneq 24
10. september 2011 LAUGARDAGUR24
160 km
Tíu ár frá árásunum
sem skóku heiminn
BANDARÍKIN
Herstöð flughersins í
Nebraska
Herstöð flug-
hersins í Louisiana Sarasota
í Flórída
A
T
L
A
N
T
S
H
A
F
Norður-Karólína
Virginía
Vestur-
Virginía
Kentucky
Ohio
Pennsylvania
New
Jersey
Connecticut
New York
Massachusetts
Maine
Portland
Logan-
flugvöllur
í Boston
Tvíburaturnarnir
New York
Herstöð flughersins
í Langley
Pentagon
Washington-borg
Shanksville
Newark
KANADA
BANDARÍKIN Herstöð og flugvöllur þjóðvarðliðsins í Otis
í Massachusetts
Flug American Airlines númer 11
Frá Boston til Los Angeles
Farþegar: 76
Áhöfn: 11
Flugræningjar: 5
07.59 – Flugtak
08.14 – Rænt
08.46 – Flogið á norðurturninn1
2
3
4
Flug United Airlines númer 175
Frá Boston til Los Angeles
Farþegar: 51
Áhöfn: 9
Flugræningjar: 5
08.14 – Flugtak
08.42 til 08.46 – Rænt
09.03 – Flogið á suðurturninn
Flug American Airlines númer 77
Frá Washington til Los Angeles
Farþegar: 53
Áhöfn: 6
Flugræningjar: 5
08.20 – Flugtak
08.51 til 08.54 – Rænt
09.37 – Flogið á varnarmálaráðu-
neytið
Flug United Airlines númer 93
Frá Newark til San Francisco
Farþegar: 33
Áhöfn: 7
Flugræningjar: 4
08.42 – Flugtak
09.28 til 08.46 – Rænt
10.03 – Brotlent á víðavangi í Penn-
sylvaníu
Heimildir: Skýrsla rannsóknarnefndar og þjóðarsafn um hryðjuverkin 11. september 2001.
11. september – Árásirnar á New York og Washington
■ 05.45 – Forsprakki
hryðjuverkamannanna,
Mohammed Atta (til
hægri), og Abdulaziz
al-Omari fara í
gegnum öryggisleit á
flugvelli í Portland í
Maine. Þaðan fljúga
þeir til Logan-flugvallar
í Boston. Þaðan eiga
þeir flug til Los Angeles.
■ 06.45 til 07.40 – Atta, Omari og þrír aðrir
flugræningjar fara um borð í vél American
Airlines númer 11.
■ 07.59 – Flugtak í flugi American Airlines
númer 11.
■ 08.14 – Flugtak í flugi United Airlines
númer 175 frá Logan-flugvelli í Boston.
Fimm flugræningjar eru um borð.
■ 08.19 – Flugþjónn í flugi American
Airlines númer 11 tilkynnir að vélinni
hafi verið rænt. FBI setur strax af stað
rannsókn sem mun verða sú stærsta
í sögu stofnunarinnar.
■ 08.20 – Flug American Airlines númer
77 leggur af stað frá Dulles-flugvelli
í Washington-borg. Fimm flug-
ræningjar eru um borð.
■ 08.24 – Flugræninginn Atta
gerir mistök og segir í talstöð
flugvélarinnar: „Við höfum
tekið nokkrar flugvélar. Það
verður allt í lagi ef þið verðið
róleg.“ Hann ætlaði að
segja þetta við farþegana
eingöngu.
■ 08.37 – Eftir mistök Atta
tilkynnir flugturn yfirstandandi
flugrán til flughersins. Tvær
F-15 orrustuþotur eru sendar af
stað frá flugvelli þjóðvarðliðsins
í Otis í Massachusetts.
■ 08.42 – Flug United Airlines númer 93
leggur af stað frá flugvellinum í Newark í
New Jersey, 40 mínútum á eftir áætlun.
Fjórir flugræningjar eru um borð.
■ 08.46 – Flugvél American Airlines númer
11 er flogið á hinn nyrðri af Tvíbura-
turnunum í New York.
■ 08.50 – George W. Bush Bandaríkjaforseta
er sagt að „lítil flugvél“ hafi flogið á annan
Tvíburaturnanna. Hann er í heimsókn í
grunnskóla í Sarasota í Flórída.
■ 09.02 – Fólki er skipað að rýma suðurturn
Tvíburaturnanna.
■ 09.03 – Flugvél United Airlines númer 175
er flogið á syðri turninn.
■ 09.05 – Bush er að lesa fyrir skólabörnin
þegar Andrew Card, starfsmannastjóri Hvíta
hússins, hvíslar að honum: „Annarri flugvél
var flogið á hinn turninn. Það er verið að
ráðast á Bandaríkin.“
■ 09.25 – Orrustuþotur frá Otis fljúga eftir-
litsflug yfir New York.
■ 09.30 – Bush segir þjóð sinni í stuttu sjón-
varpsviðtali að svo virðist sem hryðjuverka-
menn hafi ráðist á Bandaríkin. Honum er
að því loknu hraðað á flugvöllinn.
■ 09.32 – Flugræningjarnir um borð í vél
United Airlines númer 93 senda óvart
á flugturninn skilaboð ætluð farþegum:
„Dömur mínar og herrar. Hér er flug-
stjórinn, vinsamlegast setjist niður, haldið
ykkur sitjandi. Það er sprengja um borð.
Svo sitjið.“
■ 09.36 – Flughernum er tilkynnt að óþekkt
flugvél sé í nokkurra kílómetra fjarlægð frá
Hvíta húsinu í Washington. Orrustuþotur
leggja af stað frá Langley-herflugvellinum.
■ 09.36 – Dick Cheney varaforseti er fluttur
úr Hvíta húsinu í sprengjubyrgi undir því.
■ 09.37 – Flugvél American Airlines númer
77 er flogið á Pentagon, bandaríska varnar-
málaráðuneytið, í Virginíu, skammt frá
Washington.
■ 09.42 – Loftferðaeftirlit Bandaríkjanna
bannar allt flug yfir Bandaríkjunum.
■ 09.45 – Hvíta húsið og þinghúsið eru
rýmd.
■ 09.54 – Air Force One, þota Bandaríkja-
forseta, tekur á loft frá Flórída. Áfangastaður
er ekki ákveðinn, talið er of hættulegt að
fara til Washington.
■ 09.57 – Eftir að hafa frétt af afleiðingum hinna
flugránanna í gegnum GSM-síma ákveða
farþegar um borð í flugi United Airlines númer
93 að ráðast til atlögu við flugræningjana.
■ 09.59 – Suðurturn Tvíburaturnanna
hrynur, 56 mínútum eftir að þotan
skall á honum.
■ 10.03 – Flugræningjarnir um borð í
vél United Airlines númer 93 brotlenda
vélinni þegar farþegarnir eru komnir að
flugstjórnarklefanum. Talið er að skotmark
þeirra hafi verið Hvíta húsið eða þinghúsið
í Washington.
■ 10.28 – Norðurturn Tvíburaturnanna
hrynur eftir að hafa brunnið í 102
mínútur. Marriott-hótelið við Tvíbura-
turnana hrynur einnig.
■ 11.02 – Rudolph
Giuliani, borgar-
stjóri í New York,
skipar rúmlega
einni milljón
manns að yfirgefa
heimili sín á neðri
hluta Manhattan.
■ 11.45 – Air Force One
lendir á herflugvelli í Louisiana. Þar kemur
Bush fram í öðru sjónvarpsviðtali.
■ 12.50 – Air Force One lendir á herflugvelli
í Nebraska.
■ 14.48 – Giuliani segir í ávarpi að mann-
fallið verði „meira en nokkurt okkar geti
þolað“.
■ 17.20 – Einn af minni turnunum við
Tvíburaturnana hrynur.
■ 18.54 – Bush kemur í Hvíta húsið.
■ 20.30 – Bush ávarpar þjóð sína og heitir
því að koma lögum yfir þá sem beri ábyrgð
á árásunum.
©GRAPHIC NEWS
Alls létust 2.976 í árásunum fyrir
utan flugræningjana nítján.
FRAMHALD Á SÍÐU 26