Fréttablaðið - 10.09.2011, Side 28
10. september 2011 LAUGARDAGUR28
E
rtu orðin(n) læs?“ er spurning
sem mörg börn eru spurð við upp-
haf skólagöngu. Afar og ömmur
vilja gjarnan vita hvernig barna-
börnum gengur að lesa, mörg
minnug þess þegar árangur í lestri var
mældur eftir því hversu hratt var lesið upp-
hátt fyrir kennarann. Foreldrar vita auð-
vitað hvernig börnin þeirra standa en hlera
gjarnan hjá vinum og kunningjum, sumir
leggja áherslu á að kenna börnum sínu að
lesa áður en skólinn hefst, aðrir vilja að
börnin læri það í skólanum.
Læsi snýst um skilning
Rósa Eggertsdóttir sérfræðingur við skóla-
þróunar svið kennaradeildar Háskólans á
Akureyri bendir á að spurningin ertu orðin
læs sé að mörgu leyti úrelt. „Læsi snýst um
skilning, læsi og skilningur eru samofin hug-
tök. Ég get til dæmis verið ólæs á handbók
um traktora þó að ég sé annars vel læs. Læsi
er meira en að geta lesið,“ segir Rósa sem
fagnar mjög þeirri breytingu sem varð á aðal-
námskrá grunnskóla á þessu ári. Í henni felst
að skilgreindir hafa verið sex grunnþættir
menntunar sem leggja ber áherslu á í skóla-
kerfinu og er læsi einn þeirra.
Þar með er læsi orðinn skilgreindur hluti
af öllu námi í grunnskólum í stað þess að vera
hluti af íslenskukennslu. Það er mjög til bóta
að mati Rósu. „Þegar læsi var skilgreint sem
hluti íslenskukennslu þá gátu mjög margir
fríað sig ábyrgð, en með nýrri námskrá er
læsi nemenda komið á könnu allra kennara.
Samfélagsfræðikennari á að fylgjast með læsi
nemenda, rétt eins og aðrir kennarar.“
Og það má svo sem segja að það sé rökrétt
að allir kennarar fylgist með læsi nemenda.
Læsi snýst um skilning, að geta lesið, hlustað,
skilið og tjáð sig um margvísleg viðfangsefni.
„Sem fyrr skiptir það miklu máli að börn nái
tökum á tiltekinni lestrar- og ritunartækni en
athyglin beinist nú jafnframt að allri þeirri
tækni sem nemendur geta notað í samskipt-
um, námi og merkingarsköpun – í þágu sjálfra
sín og samfélagsins,“ segir í áðurnefndri aðal-
námskrá grunnskóla.
Færni í lestri skiptir sem sagt mjög miklu
máli fyrir allt framhaldið. Börn eru mis-
fljót að tileinka sér lestur, sum þurfa ekki
annað en að kíkja yfir öxlina hjá eldri systk-
inum sínum til að læra að lesa á meðan öðrum
gengur verr.
Hvatt til lesturs með óhefðbundnum hætti
Íslensk börn komu ekki sérlega vel út í svo-
kallaðri PISA-rannsókn árið 2006 sem gerð er
meðal annars til að mæla lesskilning 15 ára
nemenda. Drengir koma töluvert verr út en
stúlkur og hrakleg útkoma íslenskra drengja
árið 2006 varð meðal annars til þess að Ingi-
björg Auðunsdóttir, sérfræðingur á Mið-
stöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri,
ýtti verkefni úr vör sem ber heitið Fágæti og
furðuverk.
Í því felst að nemendur í 4. bekk fá poka
heim með lesefni og ýmiss konar aukaefni.
Les efnið er valið með tilliti til áhugasviðs
nemenda. Í pokanum er bók fyrir barnið og
bók um sama efni fyrir fullorðna fylgir með
og er ætlast til að fullorðnir og börn vinni
saman ýmis verkefni sem tengjast efni bók-
arinnar. Sem dæmi um innihald pokanna eru
bækur um vísindi og tölvuleikir tengdir vís-
indum og fleira. Verkefnið er hugsað sérstak-
lega sem hvatning til barna sem lesa lítið.
Ingibjörg segir niðurstöður rannsóknar
sem hún gerði á vinnu nemenda í einum
fjórða bekk meðal annars leiða í ljós að strák-
arnir virtust fá minni stuðning og hvatningu
heima fyrir við verkefnið en stúlkurnar.
„Þeim fannst flestum verkefnið mjög
skemmtilegt og höfðu áhuga á því, en skil á
samskiptabók, þar sem foreldri og barn áttu
að skrá framgang verkefnisins voru miklu
verri hjá strákunum. Þeir skiluðu sér líka
síður á bókasafnið. Og svo finnst mér reyndar
athyglisvert hvað feður koma lítið við sögu
í heimalærdómnum,“ segir Ingibjörg, sem
ætlar sérstaklega að beina sjónum sínum að
feðrum þegar hún keyrir verkefnið í vetur.
Engar auðveldar lausnir
Ingibjörg segir engar auðveldar lausnir til
þegar kemur að því að bæta lesfærni barna.
Hún segir hins vegar afar mikilvægt að
foreldrar gefi sér tíma til þess að lesa með
börnum sínum. „Almennt kvarta foreldrar
yfir tímaskorti þegar kemur að því að sinna
námi barna sinna. Foreldrar eiga að setja
nám barnanna í forgang, hvetja börnin og
sýna þeim og náminu áhuga. Til þess þarf
tíma.“ segir Ingibjörg og bætir við að mestu
skipti að samvinna foreldra og skóla snúist
um námið. „Í starfi mínu úti í skólum sé ég
heilmikið samstarf starfsmanna skóla og for-
eldra en oft er of lítil áhersla á nám barnsins
og því hvað foreldrar og kennarar geti sam-
eiginlega gert til að styðja við það.“
En aftur að læsi og lestri. Áður fyrr var
gjarnan miðað við að barn væri orðið vel
læst þegar það læsi 200 atkvæði á mín-
útu. Hraðinn var lykilatriði. Með breyttum
áherslum hefur meiri áhersla færst yfir á
skilninginn á efninu sem lesið er. „Það blása
nýir vindar í þjóð félaginu,“ segir Rósa, sem
vonast til þess að breyttur skilningur á læsi
og lestri skili fleiri nemendum sem eru ekki
bara góðir í lestri heldur líka vel læsir.
Læsi – ekki það
sama og lestur
Í nýrri námskrá fyrir grunnskóla er læsi skilgreint sem einn sex
grunnþátta menntunar. Þar með er læsi ekki lengur bundið
íslenskukennslunni. Rósa Eggertsdóttir og Ingibjörg Auðuns-
dóttir sögðu Sigríði Björgu Tómasdóttur sitthvað um lestur og læsi.
Hrós og hvatning
mikilvæg*
1. Finndu tíma til að hlusta á barnið þitt lesa.
2. Komið ykkur þægilega fyrir, sitjið saman.
Hafið ekki sjónvarp eða annað í gangi sem
gæti truflað.
3. Skoðið saman bókarkápuna og teikningar
í bókinni áður en lestur hefst og spáið fyrir
um hvað textinn gæti verið um.
4. Ekki flýta ykkur að leiðrétta barnið ef rangt
er lesið — nema þið finnið að barnið missi
þráðinn.
5. Bjóðist til að lesa fyrir tiltekna persónu í
sögunni. Hvetjið barnið til að setja rödd og
líf í lesturinn.
6. Þegar lesið er aftur eftir hlé, hvetjið barnið
til að rifja upp það sem var verið að lesa,
ræða textann, spyrja, spá fyrir um fram-
hald og tengið efnið við daglegt líf.
7. Lesið fyrir barnið í lestrarbókinni þegar
þess er þörf.
8. Barnið og foreldrið geta skipst á að
lesa.
9. Hrósið alltaf fyrir athugasemdir og
framfarir.
10. Látið barnið vita hve ánægjulegt það er
fyrir þig, foreldrið, að hlusta á barnið lesa.
*Heimild: Byrjendalæsi, gefið út af HA.
Í gegnum tíðina hafa misjafnar aðferðir tíðkast við það lestrarkennslu. Í byrjun
tuttugustu aldarinnar var svonefndri
stöfunaraðferð beitt, en í henni felst að
börnum er kennt að stafa orð og þannig
læra þau að lesa. Aðferðin var reyndar líka
kölluð bandprjónsaðferð því prjónn var
iðulega notaður til að benda á stafina.
Ísak Jónsson, sem Ísaksskóli er kenndur
við, hafði frumkvæði að hljóðaðferðinni,
en í henni felst að börnum eru kenndir
stafirnir og hljóðin sem þeir segja. Hljóðin
eru svo tengd saman í orð og smám saman
verða börnin læs. Hljóðaðferðina kannast
margir eflaust við enda var hún ráðandi
hér áratugum saman. Fleiri aðferðir hafa
verið notaðar, svokölluð LTG aðferð til
dæmis eða lestur á grundvelli talmáls kom
hingað frá Svíþjóð fyrir 30 árum.
Undanfarin ár hefur svo lestrarkennslu-
aðferðin Byrjendalæsi rutt sér til rúms
hér á landi. Rósa Eggertsdóttir er einn
höfunda þeirrar aðferðar. Hún gengur í
stuttu máli út á að texti er lesinn fyrir nem-
endur og síðan unnið með hann áfram,
valið orð til að skoða eða stafir, og fjöl-
breytt verkefni svo notuð til þess að
styðja við lestrarkennsluna. Byrjað er á
heildinni, áður en hlutarnir eru skoðaðir.
Rósa segir einn kost þessarar aðferðar vera
margvíslegan. Textinn sem lesinn er fyrir
börnin sé gæðatexti og í framhaldinu sé svo
unnið með stafina og hljóðin. Þannig læri
þau bæði orðaforða og stafina á sama tíma.
„Það hefur verið deilt lengi í lestrar fræðum
á merkingarlausa texta sem endurtaka
einfaldar setningar á borð við Ása sá sól,“
segir Rósa og bætir við að hún hafi líka
gagnrýnt aðferðir sem gangi út á að börnin
læri einn staf á viku. „Þá fer allur veturinn
í að fara yfir stafrófið og börn læra miklu
hraðar en þessu nemur,“ segir Rósa.
■ FRÁ BANDPRJÓNI TIL BYRJENDALÆSIS
Hvaða orð er hægt að búa til úr orðinu span-
góla og stöfunum sem mynda það? Þessa
spurningu voru krakkarnir í 2. R í Vestur-
bæjarskóla að glíma við þegar Fréttablaðið
leit við. „Lóa, góla, span,“ voru á meðal orða
sem þau hentu á loft. „Ópal,“ heyrist úr
bekknum og Ragnheiður Birgisdóttir kennari
er ánægð. „Þetta orð var ekki komið áður,“
segir hún við bekkinn sem situr í heimakrók
og fylgist með þegar hún skrifar á töflu.
Hér er verið að beita aðferð byrjendalæsis.
Ragnheiður las fyrir börnin bókina Á spani og
svo er unnið með efni hennar áfram. Meðal
annars lykilorð, sem úr þessari sögu var orðið
spangóla. Áður höfðu þau öll fengið orðið á
blaði hjá Ragnheiði, klippt það niður og svo
reynt að búa til ný orð úr því. Og svo er sú
vinna rifjuð upp.
„Það eru svo fleiri þrep í vinnunni,“ útskýrir
Ragnheiður fyrir blaðamanni en byrjendalæsi
hvetur til margvíslegrar verkefnavinnu í
tengslum við þann texta sem verið er að
vinna með hverju sinni.
AÐ SPANGÓLA VERÐUR AÐ ÓPAL
Ása sá sól ekki lengur á leslistanum
Merkingarlaus texti víkur fyrir skemmtilegum sögum og ljóðum í lestrarkennslu
LESIÐ Í ÍSAKSSKÓLA Sex ára nemandi einbeitir sér að lestri bókarinnar Bláskeggur músakappi.
MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR