Fréttablaðið - 10.09.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 10.09.2011, Blaðsíða 34
10. september 2011 LAUGARDAGUR34 Glerbrot og barnaföt Vor 2006 Fólk æðir fram og til baka, það ýlir í sír- enum, eldar loga. Í loftinu er þung lykt af sprengjupúðri og bensíni. Húð sem brennur. Lína og Anwar reyna að rétta fram hjálpar hönd í óreiðunni. Þau heyrðu spreng- inguna og fóru á staðinn. Nú eru þau orðin rykug upp fyrir haus og sótsvört í framan. Í gegnum þykkan mökkinn sést skað- brunnið fólk sem veinar af sársauka. Alls staðar er blóð, brennheitar sprengjuflísarn- ar rífa allt og tæta. Margir þeirra sem ráfa um eru hálfnaktir, fötin rykktust utan af þeim í ósköpunum. Innan um hrúgur af gler- brotum liggja gauðrifnar tægjur sem áður voru buxur, nærföt, barnagallar, kuflar og kjólar. Þar eru einnig margvíslegir líkams- partar, þaktir steinryki og salla af ein- hverju sem áður var hluti af götumyndinni. Tvist og bast sjást stakir sandalar, hvar eru fæturnir sem báru þá fyrir örskotsstundu? Í kjölfar þess að veröldin verður að dufti þarf að slökkva elda og skola burt blóði. Rauðum taumum sem renna saman í polla. Það þarf að bera burt grjót og draga lík undan braki. Tjasla særðum saman, koma útlimum sem enginn kannast við á rusla- haugana. 24 látnir í Bagdad í dag. 52 dánir eftir öfluga bílsprengju. Ef stríð væru bara svona hreinleg, klippt og skorin. En átök eru auðvitað full af atburðum sem ekki er hægt að mæla, augnablikum sem vara í eilífð. Fréttaskeyti af stríðssvæðum lykta ekki af brenndri húð. Það er einkennilegt að vita aldrei hvort maður kemst heim í heilu lagi. Sérstakt til þess að hugsa hversu mikil sorg getur rúm- ast í einu andartaki. En það hefur svo sem ótal margt gerst í lífi Línu seinustu ár og þetta er ekki það óeðlilegasta. Seinna á hún eftir að horfa djúpt í augun á jafnöldru sinni á Akranesi og segja lágum rómi:„Veistu, það er ekkert sem ég hef ekki séð. Ekki eftir Írak.“ Það er þá sem ég hiksta og mæni út um stofugluggann. Ég er fædd á Skaga, hún er flutt á Skaga, við erum nánast jafngamlar. Stundum finnst mér eins og hún gæti verið í fjölskyldunni eða gömul skólasystir, hún er svo kunnugleg, samt höfum við upplifað gjörólíka hluti. Ég stama eitthvað og held áfram að glápa út, sterkur vindur eins og títt er á Akranesi, miður vetur, myrkrið að skella á. Fréttir af efnahagshruninu í sjónvarpinu, reiðu fólki og vonlausu, stöku erlend frétt inn á milli, annars bara Ísland. En þetta gerist vitanlega seinna – við erum ekki enn þá komin alla leið á Akranes. Þvert á móti, við erum enn stödd í hverfinu hennar Línu í Bagdad. Það er árið 2006 og viðsjárverðir tímar í Írak. Hvítur kjóll og kaka í tjaldi Nóvember 2007 Með tímanum myndast Al Waleed-flótta- mannabúðirnar, lengst úti í eyðimörkinni, við landamæri Íraks og Sýrlands. Þang- að flýr Lína og einnig Ayda – önnur aðal- persóna í bókinni. Ayda á dæturnar Aseel og Sömu og nú stendur gifting fyrir dyrum hjá þeirri síðarnefndu. En hvernig heldur maður giftingarveislu í flóttamannabúðum? Það birtir af degi. Kuldinn bítur í kinn- arnar. Ayda er löngu vöknuð, hefur í ótal horn að líta. Henni líður líka undarlega. Treginn þrengir sér upp í brjóstið og situr þar eins og þungur steinn. Hún er glöð með ráðahaginn, ánægð með brúðhjónin en sundrun fjölskyldunnar er skyndilega svo áþreifanleg að það þyrmir yfir hana. Af hverju er fjölskyldan ekki samankomin við svona mikilvægt tilefni – giftingu elsta gullmolans? Það vantar alla bræður Aydu og allar systur hennar nema eina. Sömuleiðis vantar foreldra hennar. Þegar hún var úti vinnandi var Sama oft í pössun hjá þeim – eftirlæti afa síns og ömmu. Auðvitað ættu þau að vera hér. Síðast en ekki síst vantar föður Sömu í veisluna. Ayda bítur á jaxlinn og þurrkar tárin, en hvernig sem hún strýkur þau í burtu vilja þau ekki hætta að renna. Hún leggur sig í líma við að undirbúa allt þannig að það líkist sem mest hefðbundinni giftingu. Vitanlega getur hún ekki aðhafst neitt varðandi veðurbarin tjöldin og pláss- leysið, ekki breytt köldu haustveðrinu – en hún skal ekki láta það standa upp á sig að bera ekki fram fínan mat þegar dóttir hennar giftir sig. Hún bítur á jaxlinn og virðir fyrir sér Lifað og hrærst í skugga átaka Fyrir nákvæmlega þremur árum flúðu átta fjölskyldur skelfilegar aðstæður í Al Waleed-flóttamannabúðunum í Írak og fengu hæli á Akranesi. Á þriðjudag kemur út bókin Ríkisfang: Ekkert eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur þar sem saga kvennanna er rakin og ástæður þess að þær lentu á flótta. Fréttablaðið birtir hér kaflabrot úr bókinni og byrjar á götuhorni í Bagdad. DÆTUR LÍNU Á AKRANESI Í hópnum sem endaði á Skaga haustið 2008 voru 8 konur og 21 barn. HLUTI FLÓTTAKVENNANNA Á AKRANESI ÁSAMT BÖRNUM SÍNUM Sementsverksmiðjan er í baksýn og Lína önnur kona frá vinstri en Ayda lengst til hægri. Sigríður Víðis Jónsdóttir er fædd og uppalin á Akranesi og kynntist flóttakonunum og sögu þeirra. Í bókinni Ríkisfang: Ekkert beinir hún sjónum að fólkinu sem lifir og hrærist í skugga pólitískra átaka undangenginna áratuga í Mið-Austurlöndum. Í forgrunni eru tvær þeirra kvenna sem komu til Íslands: Ayda sem varð að skilja elsta barnið sitt eftir í Írak og Lína sem flúði ásamt þremur ungum börnum sínum. Kon- urnar í hópnum eru allar ríkisfangslausar og eru auk þess allar tvöfaldir flóttamenn – foreldrar þeirra flúðu Palestínu og þær sjálfar Írak. Fyrir bókina tók Sigríður viðtöl við allar flóttakonurnar á Akranesi, auk fjölda annarra viðtala og ferða til Palestínu og Íraks. SAGA FLÓTTAKVENNA hráefnið. Á matseðlinum eru meðal annars biryani og malfouf. Biryani er þekktur rétt- ur í Mið-Austurlöndum og víðar – hrísgrjón með kjúklingi, möndlum, kardimommum og ótal tegundum af kryddi. Malfouf er palest- ínskur réttur – hvítkálsrúllur fylltar með steiktum hrísgrjónum, lauk, lambakjöti, kúmeni, hvítlauk, kóríander og fleiru. Auk þess að elda veislumat á gasprímus þarf að gera tjaldið klárt. Systir Aydu býr við hliðina á henni og festir tjöldin þeirra saman þannig að úr verður eitt rými. Hún lánar Aydu líka potta og borðbúnað. Konurnar setjast með krosslagða fætur á tjaldgólfið, strjúka sér um mjóbakið, skera lauk, saxa grænmeti, sjóða hrísgrjón. Þær elda matinn í mörgum pottum á litlu gas- hellunum. Það er erfitt að vera án bakara- ofns við matargerðina, ætti með réttu að baka biryani-kjúklinginn í ofni. Flóttakon- ur í tjaldbúðum bíta á jaxlinn og nota pönn- urnar eins og ofn. Hárgreiðslukona úr búðunum gerir Sömu tilbúna inni í tjaldi. Greiðir síðu, kastaníu- brúnu lokkana vandlega og festir þá fallega upp. Málar brúðina í kringum augun, litar þykkar varirnar rauðar. Systir brúðgumans og kvenkyns ættingjar Sömu eru á staðnum og hárgreiðslukonan greiðir þeim sem vilja. Konur og stúlkur spjalla, brosa, blikka brúð- ina. Hlátrasköll berast úr tjaldinu. Ayda kinkar kolli til þeirra, reynir að gera þetta allt eftir bókinni en sumu verður hún þó að sleppa, við þessar aðstæður er of flókið að ætla að framfylgja öllum hefðum. 1989 gæti tilheyrt öðru lífi Daginn sem veislan er haldin, 19. nóvember 2007, verður henni hugsað til eigin giftingar- veislu. Þau Husam héldu upp á daginn á stóru og fínu hóteli í Bagdad. Þá var dansað fram eftir nóttu, þá var gaman að vera til. Þetta var árið 1989 en gæti allt eins til- heyrt einhverju öðru lífi. Bagdad var eftir- sóttur og vinsæll áfangastaður ferðalanga og fræðimanna, jafnvel þótt þeim hefði fækkað eftir stríðið við Íran. Veislan var fjölmenn og öll stórfjölskyldan saman komin – líka í trúlofunarveislunni. Um dans gólfið liðu félagar Husams og samstarfskonur Aydu og vinkonur, íraskar sem palestínsk- ar, það skipti engu hver var hvað. Salurinn var fallega skreyttur, blóm á borðum, blóm alls staðar. En það þýðir ekki að hugsa um það, við erum stödd í flóttamannabúðum lengst úti í eyðimörk, það er kalt úti, nokkur ský á lofti, annars heiður himinn. Sama er komin í hvíta kjólinn og spariskóna og ljómar. Tjaldið fyllist af brosandi fólki í spari- fötum. Diskum er útdeilt, skeiðum stungið í skálar, gestir matast inni hjá Aydu og systur hennar. Troðfullir bakkar af mat standa í röðum. Á meðan snæðir fólkið hans Alis í öðru tjaldi. Það er ekki pláss fyrir alla til að vera saman. Nýlega var rafmagn leitt að tjald- heimilunum í eyðimörkinni. Það kemur úr stórri rafstöð sem Flóttamanna stofnunin útvegaði. Þar með geta íbúarnir stungið litlum hlutum á borð við hitara og viftur í samband inni hjá sér. Þetta breytir gríðar- miklu. Rafmagnið er til að byrja með á í þrjár klukkustundir á dag en daginn sem giftingar veislan fer fram sækja Sama og brúðguminn Ali um að fá rafmagn tveimur tímum fyrr en venjulega. Þá geta þau spilað tónlist úr kassettutækjum og notað hátalara. Haft almennilega danstónlist! Erindið er samþykkt. Ayda veit að hún á að vera glöð, gleðst raunar innilega á þessum ánægjulega degi, en ræður á hinn bóginn ekki við tárin. Þetta er allt svo ólíkt því sem það ætti að vera. Hún sjálf svo ósköp einmana. Söngur og trommusláttur berst um flótta- mannabúðirnar. Það er komið að aðal fjörinu – zaffa! Þá fer brúðguminn fylktu liði úr sínu húsi og að húsi brúðarinnar. Ali stígur út úr tjaldinu og heldur ásamt ættingjum sínum og vinum í gegnum búð- irnar og að tjaldi Sömu og Aydu. Fólkið syngur, klappar og spilar á tabla-trommur. Aðrir flóttamenn fylgjast spenntir með – giftingarveisla brýtur upp tilbreytingar- lausan daginn í eyðimörkinni. Óvenjulegar aðstæður – óvenjulegar lausnir Nú heilsast brúðhjónin rjóð og sæl og brosa út að eyrum. Ali lítur aðdáunaraugum á Sömu. Tónlist ómar úr kassettutækinu og þá er ekkert að vanbúnaði! Veislugestir hlæja og dansa debka fyrir utan tjaldið – dans þar sem menn leiðast í röð og stíga taktinn saman, lyfta fótum á sama tíma, stíga áfram, allir samtaka. Ali og Sama skera köku sem þau keyptu í Rutbah. Þetta er ekki hefðbundin brúðar- terta en hún er góð og fólkið fagnar. Aseel systir Sömu heldur skælbrosandi á köku- sneið og sýpur á Pepsi. Óvenjulegar aðstæður kalla á óvenjuleg- ar lausnir. Fjölskyldur brúðhjónanna útvega leigubíl af landamærunum til að ferja ungu hjónin með viðhöfn yfir í tjald Alis. Þau setj- ast inn í bílinn, einlæglega glöð, ásamt Aydu og Aseel. Bíllinn ekur af stað. Brúðhjónin fá höfðinglegar móttökur þar sem þau aka í gegnum hrörlegar flóttamannabúðirnar, stíga út og smeygja sér inn í tjald hjá Ali. Angan af kanil, negul og kardimommum fyllir tjaldstofuna. Það rýkur úr diskum, fötum og skálum, lyktin er dásamleg. Þau matast, það rökkvar. Síðan tæmast fötin og nóttin gleypir þau. Ayda þurrkar af sér tárin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.