Fréttablaðið - 10.09.2011, Side 38
Kynntu þér lán og aðra
þjónustu Íbúðalánasjóðs
Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969
www.ils.is
Lán til íbúðakaupa
Lán til endurbóta og viðbygginga
Aukalán vegna sérþarfa (skert starfsorka)
Úrræði í greiðsluvanda
Íbúðin sem Guðbjörg Káradóttir leirkera-
smiður keypti í Hlíðahverfinu fyrir um
sex árum er sérstaklega björt en Guðbjörg
breytti skipulagi hennar þó nokkuð þegar
hún flutti inn. Þannig braut hún niður
veggi og sameinaði eldhús og stofu í einu
rými sem snýr í suður. Áður var eldhúsið í
herbergi sem snýr norður að Miklubraut.
„Íbúðina valdi ég ekki síst vegna þess
að hér í skúrnum við hliðina get ég haft
vinnustofu og svo eru svalir og stór og
gróskumikill garður. Það er líka gaman
að segja frá því að í honum hef ég komið
fyrir afleggjurum af plöntum sem ég fékk
frá ömmu minni heitinni, Ágústu Jónsdótt-
ur á Árskógssandi,“ segir Guðbjörg en fólk
um allt land kom til að kaupa plöntur af
Ágústu á árum áður.
Guðbjörg lauk námi úr keramikdeild
Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið
1994 og kennaranámi við Listaháskóla Ís-
lands árið 2002. Auk þess sem hún er sjálf-
stætt starfandi leirkerasmiður kennir hún
myndmennt við Laugalækjarskóla og leir-
mótun og rennslu við Myndlistaskólann í
Reykjavík.
„Það má segja að heimilið sé samansafn
af hlutum sem hafa eitthvert persónu-
legt gildi,“ segir Guðbjörg en í umhverfi
þeirra muna njóta keramikverk Guðbjarg-
ar sín vel og setja létt yfirbragð á heimilið.
Matarstell Guðbjargar eru þar áberandi,
diskar, skálar og bollar sem kallast Skýja-
bólstrar og hafa verið í framleiðslu frá
árinu 2003. Stellið er ljóst og hver diskur
með örlítið mismunandi áferð og því eng-
inn eins en stellið hefur fengist í Kraumi.
Nýverið hóf Guðbjörg svo samstarf við
Ólöfu Jakobínu Ernudóttur hönnuð undir
nafninu Postulína en meðal þess sem þær
hafa gert eru leirbollar með bókstöfum á,
sem nota má undir heita drykki, kryddjurt-
ir eða hvað sem vill. Þær stöllur stefna að
því að kynna stafabollana frekar á sýningu
Handverks og hönnunar í Ráðhúsi Reykja-
víkur í byrjun nóvember. - jma
Leirkerasmiður
í Hlíðunum
● Guðbjörg Káradóttir leirkerasmiður býr í bjartri og fallegri íbúð í
Hlíðahverfinu með dóttur og dóttursyni. Guðbjörg hefur vakið athygli fyrir
handrennd keramikverk, má þar nefna matarstell, bolla og ljós. Heimili og
hönnun fékk að kíkja í heimsókn.
Guðbjörg breytti íbúðinni talsvert þegar hún flutti í
Mávahlíðina. Kári, tveggja ára ömmustrákur, hljóp á
milli eldhúss og stofu sem er í sama rými.
Guðbjörg hefur gaman af því að elda og geymir
potta, pönnur og pastavél, sem hún notar mikið, á
eikareiningu úr IKEA.
Snag
aður
hval
Eldhúsið er bjart og opið með hvítsprautulakkaðri innréttingu. Takið eftir borðljósinu sem er eftir Guð-
björgu sjálfa en mynstrið á ljósinu gerði dóttir hennar en hún stundar nám í fatahönnun við Listaháskóla
Íslands.
Stofan er rúmgóð og prýdd listaverkum, meðal annars eftir Karólínu Lárusdóttur og Sigurborgu Selmu Karlsdóttur, d
heimili&hönnun4