Fréttablaðið - 10.09.2011, Qupperneq 74
10. september 2011 LAUGARDAGUR38
Við þökkum auðsýnda samúð við
andlát og útför hjartkærrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu, lang-
ömmu og systur,
Sigríðar Ingunnar
Ólafsdóttur
Hjúkrunarheimilinu Eir,
áður Hæðargarði 33, Reykjavík,
sem andaðist á heimili sínu 23. ágúst. Sérstakar þakkir
færum við starfsfólki 2B á Hjúkrunarheimilinu Eir
fyrir góða umönnun og hlýju.
Signý Þ. Óskarsdóttir
Ólafur H. Óskarsson Ingibjörg Björnsdóttir
Anna H. Óskarsdóttir Þorgrímur Ólafsson
Þráinn Sigurbjörnsson
Skarphéðinn P. Óskarsson Valgerður G. Björnsdóttir
Vigdís S. Ólafsdóttir
Jónas M. Ólafsson Guðrún B. Guðlaugsdóttir
Sigurrós Ólafsdóttir
Aðalheiður Sigurjónsdóttir
Skapti S. Ólafsson Kolbrún G. Gunnarsdóttir
Ólöf J. Ólafsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Valgeir Ásbjarnarson
Brekkugötu 38, Akureyri,
lést mánudaginn 5. september. Útför hans fer fram frá
Akureyrarkirkju mánudaginn 19. september kl. 13.30.
Ásta Axelsdóttir
Axel Valgeirsson Hanna Guðrún Magnúsdóttir
Ásbjörn Árni Valgeirsson Harpa Hrafnsdóttir
Kristjana Valgeirsdóttir Ríkarður G. Hafdal
Gunnlaug Valgeirsdóttir Ríkharður Eiríksson
afa- og langafabörn
Þökkum af alhug öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýju við andlát
og útför ástkærs föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
Friðriks Péturs
Valdimarssonar
Tunguvegi 4, Njarðvík.
Ólafía Friðriksdóttir Birgir Vilhjálmsson
Þórunn Friðriksdóttir Ragnar Halldórsson
Oddbjörg Friðriksdóttir Erlendur Borgþórsson
Anna Hulda Friðriksdóttir Árni Klemenz Eiðsson
Sigrún Alda Jensdóttir Snorri Snorrason
afa- og langafabörn
timamot@frettabladid.is
36
„Við viljum stuðla að fræðslu um sjálfs-
víg á hófstemmdan hátt því þetta eru
viðkvæm mál. Þó þarf að ræða þau,
ekki síst til að efla forvarnir. Það þarf
að hjálpa fólki framhjá þeirri hugs-
un að öll sund séu lokuð,“ segir séra
Halldór Reynisson um kyrrðarstund
í Dómkirkjunni í kvöld klukkan 20 á
alþjóðadegi sjálfsvígsforvarna. Auk
tónlistarflutnings Elvars Bragasonar
og Steingríms Þórhallssonar organista
mun Benedikt Guðmundsson aðstand-
andi segja frá reynslu sinni og séra Sig-
rún Óskarsdóttir flytja hugvekju. Að
baki athöfninni stendur samstarfshóp-
ur á vegum þjóðkirkjunnar, landlækn-
isembættisins, geðsviðs LSH, Nýrrar
dögunar, Hugarafls, Geðhjálpar og
aðstandenda. Að henni lokinni verður
gengið að Tjörninni þar sem kertum
verður fleytt til að heiðra minningu
þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.
Sérstök vefsíða www.sjalfsvig.is
verður einnig opnuð í dag að sögn séra
Halldórs. „Síðan er bæði hugsuð sem
forvörn fyrir þá sem eru í sjálfsvígs-
hugleiðingum og aðstandendur þeirra
sem hafa svipt sig lífi,“ segir hann.
„Svo erum við að gefa aftur út bækling
sem heitir Ástvinamissir vegna sjálfs-
vígs, sem kom út fyrir tveimur árum
og hefur gengið hraðar út en við áttum
von á. Bæði verkefnin eru studd af
minningarsjóði um ungan mann, Orra
Ómarsson, sem féll fyrir eigin hendi
fyrir tæpum tveimur árum.“
Sú napra staðreynd að hér á landi
verða 33 til 37 sjálfsvíg á ári er meðal
þess sem samstarfshópurinn vill vekja
athygli á, að sögn séra Halldórs. „Hvert
sjálfsvíg er harmleikur. Oft er um að
ræða einstaklinga í blóma lífsins sem
af einhverjum ástæðum hafa ákveð-
ið að snúa baki við lífinu,“ segir hann
og bendir líka á að í kringum hvert til-
felli verði fimm til fimmtán einstak-
lingar fyrir mjög alvarlegum áföllum.
„Það tekur tvö til fjögur ár fyrir fólk að
ná einhverju jafnvægi á nýjan leik og
það getur bara verið hálf óvinnufært á
meðan,“ segir séra Halldór, sem kynn-
ist þessum erfiðu málum meðal annars
í starfi sínu hjá Nýrri dögun.
En hver eru helstu vopnin í barátt-
unni gegn sjálfsvígum? „Við erum að
reyna að kasta björgunarhringjum sem
víðast,“ segir séra Halldór. „Eitt verk-
efnið er að ræða þessa hættu við ungt
fólk. Hjá því er stundum einhver rör-
hugsun í gangi og það einblínir á eitt
atriði sem vex því í augum en sér ekki
öll hin. Við verðum að opna augu þess
fyrir því að vandamálin eru ekki jafn
alvarleg og þau virðast. Við getum
fundið lausnir og það er alltaf von.“
gun@frettabladid.is
ALÞJÓÐADAGUR SJÁLFSVÍGSFORVARNA: KYRRÐARSTUND Í DÓMKIRKJUNNI KL. 20
Verðum að kasta björgunar-
hringjum sem allra víðast
SÉRA HALLDÓR REYNISSON „Það þarf að hjálpa fólki framhjá þeirri hugsun að öll sund séu lokuð,“ segir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Þýsk orrustuflugvél flaug yfir Austurland
og gerði árás á tvö hús á Breiðdalsvík
og tvo fiskibáta úti fyrir Austfjörðum
þennan mánaðardag árið 1942. Skotin
komu úr vélbyssu. Skemmdir urðu á
húsunum en fólk slapp án meiðsla.
Þetta var ein af sjö loftárásum sem
gerðar voru hér á landi á þriggja mánaða
tímabili þetta sama ár. Í þeim var ýmist
varpað sprengjum eða skotið af vél-
byssum og stundum var hvort tveggja
gert í senn. Í þessum sjö árásum lét einn
skipverji á togaranum Verði lífið og tveir
leikbræður á Seyðisfirði slösuðust mikið
þegar sprengja lenti rétt hjá þeim. Annar
þeirra missti fót.
Litlu mátti muna að fleiri stórslys yrðu.
Sjómönnum tókst stundum að bjarga
sér með því að stýra bátum sínum í
krákustígu og verjast þannig skotum
og sleppa við sprengjur sem féllu allt í
kringum þá.
ÞETTA GERÐIST: 10. SEPTEMBER 1942
Skotið var á íslenska bæi og báta
BARÐI JÓHANNSSON, tónlistarmaður, á afmæli í dag.
„Munurinn á góðum og slæmum listamanni er
að sá góði kann að hætta.“
Merkisatburðir
1908 Fyrstu almennu leynilegar kosningar til Alþingis eru
haldnar, en áður hafði verið kosið í heyranda hljóði.
1908 Bann við innflutningi áfengis er samþykkt í þjóðar-
atkvæðagreiðslu.
1911 Minnisvarði eftir Einar Jónsson um Jón Sigurðsson er
afhjúpaður framan við Stjórnarráðshúsið í Reykjavík.
1950 Í Hellisgerði í Hafnarfirði er afhjúpaður minnisvarði um
Bjarna Sívertsen riddara, sem hóf verslun í Hafnarfirði.
1960 Samtök hernámsandstæðinga eru stofnuð.
1977 Síðasta aftaka með fallöxi fer fram í Frakklandi.
2006 Michael Schumacher tilkynnir að hann muni hætta keppni
í Formúlu 1 í lok ársins.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og vináttu við andlát og útför
okkar ástkæra eiginmanns, föður,
tengdaföður, sonar, bróður, mágs,
afa og langafa,
Halldórs Sigurðar
Guðmundssonar
plötu- og ketilsmiðs,
Bakkastöðum 73, Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Bergljót Harðardóttir
Hulda Björk Halldórsdóttir Sigfús Jónas Guðnason
Guðmundur Halldórsson
Þröstur Reyr Halldórsson Steinunn Guðjónsdóttir
Hulda R. Einarsdóttir Jón Pálsson
Jón Guðmundsson Guðrún Ólafsdóttir
Helgi Guðmundsson Anna Magnúsdóttir
afabörn og langafabarn
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur hlýhug og samúð við
andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
Guðbjargar Gísladóttur
frá Selnesi, Gullsmára 5, Kópavogi.
Sérstakar þakkir til allra þeirra sem önnuðust hana
í veikindum hennar.
Ingibjörg Óskarsdóttir
Helgi Óskar Óskarsson Kristín Þorkelsdóttir
Þröstur Óskarsson Guðrún Margrét Karlsdóttir
Svala Óskarsdóttir Bjarni Sævar Geirsson
barnabörn og langömmubörn