Fréttablaðið - 10.09.2011, Síða 82

Fréttablaðið - 10.09.2011, Síða 82
10. september 2011 LAUGARDAGUR46 BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ókei... ég ætti kannski að hringja fyrst og athuga hvort það sé í lagi... Já... ég veit að það er freistandi! En ég verð því miður að segja nei! Fjand- inn! Ka‘segiru? Eigum við að skell‘okkur? Því miður, ég fékk ekki leyfi! Hvað er í kvöld- matinn? Tökum ekki á móti sölu- mönnum Það þýðir ekki að væla þótt það fari mjólk á gólfið Bentu á þann sem að þér er næstur. LÁRÉTT 2. land, 6. frá, 8. aldur, 9. arr, 11. guð, 12. hökutoppur, 14. háspil, 16. hvað, 17. áverki, 18. úði, 20. kusk, 21. titra. LÓÐRÉTT 1. fíkniefni, 3. rún, 4. endurómur, 5. keyra, 7. fitlari, 10. sægur, 13. sódi, 15. könnun, 16. samkynhneigður, 19. til. LAUSN LÁRÉTT: 2. kúba, 6. af, 8. rek, 9. sig, 11. ra, 12. skegg, 14. tromp, 16. ha, 17. sár, 18. ýra, 20. ló, 21. riða. LÓÐRÉTT: 1. hass, 3. úr, 4. bergmál, 5. aka, 7. fiktari, 10. ger, 13. gos, 15. próf, 16. hýr, 19. að. Úff Mögulega hef ég leitað á röngum stöðum, en mér sýnist við vera að ala upp heilu kynslóðirnar af konum sem kunna ekki að elda. Í gegnum tíðina hef ég þurft að leiða stúlkur að eldavélum, kynna þær fyrir þeim og fullvissa um að það sé ekkert að óttast. Ég hef hlotið stand- andi lófaklapp fyrir að sjóða pasta og séð aðdáun skína úr augum yngismeyjar eftir að ég hrærði egg, saltaði það og pipraði. HVAÐ veldur þessari úrkynjun veit ég ekki. Mögulega hafa konur á einhverjum tímapunkti fengið nóg, eftir að hafa drottnað yfir eldhúsum heimsins í gegn- um aldirnar og átt heiðurinn af því að koma mannskepnunni á legg. Þær hafa mögulega hugsað að verki þeirra væri lokið, enda hafa lífslíkur aldrei verið hagstæðari fyrir tegundina sem er með þumalputta og hikar ekki við að nota þá. Ég get til dæmis búist við að lifa þangað til ég verð 170 ára, samkvæmt nýjustu rann- sóknum, einfaldri tölfræði og óbilandi trú á því að yngingar- tafla verði fundin upp áður en ég drepst. FÁVÍSIR kenna eflaust jafn- réttisbaráttunni um hvernig er komið fyrir ungu kynslóðinni, sem kann hvorki að nota eldavél né steikarpönnu. Að með innreið konunnar á vinnumarkaðinn hafi eldhúsið verið skilið tómt eftir, aðeins svo óáhuga- samir og óhæfir strákpjakkar geti tekið við sleifinni og hafist handa við að þeyta, steikja og baka. En það er sama hvernig á málið er litið, matarvenjur okkar hafa hríðversnað eftir að það tók að fækka í húsmæðrastofninum. INNREIÐ karlmannsins í eldhúsið hefur nefnilega leitt af sér byltingu í útbreiðslu frosinna matvæla. Byltingu sem enginn sem er vanur að borða mömmumat bað um. Byltingu sem náði hápunkti þegar heild- sali sem flytur inn frosnar pitsur fullyrti í auglýsingu að þær brögðuðust eins og á ítölskum veitingastað. Haha! ferskt hráefni og handbragð ítalskra kokka jafnast sem sagt ekki aðeins á við, heldur er alveg eins og það sem á sér stað í verksmiðju á megin- landi Evrópu — þar sem pitsurnar renna á færibandi á meðan sósu og áleggi er frussað á þær úr slöngum, áður en þeim er pakkað inn í lofttæmdar umbúðir, þær djúpfrystar og loks dreift í gámum út um allan heim. EFTIR því sem ég velti þessu máli meira fyrir mér öðlast ég meiri virðingu fyrir húsmóðurinni. Eftir að hafa fætt og klætt heilu þjóðirnar er henni þakkað fyrir með lægri launum, ofbeldi og hótfyndni strák- pjakka sem skrifa pistla í blöð og slá um sig með frösum og takmörkuðum hæfileikum í eldhúsinu … Mamma, ég er svangur. Karlar sem mata konur Til sölu stórglæsilegt og nýlegt 20 hesta hús með frábærri aðstöðu fyrir hesta og menn. 14 stíur þar af 4 fyrir graðhesta, breiður fóður- gangur og sérlega vandaðar innréttingar. Rúmgóð hnakkageymsla, andyri, hlaða, wc og fataskiptaherbergi. Á efri hæð er 45 fm kaffi- og setustofa ásamt hreinlætisaðstöðu. Við húsið eru 3 stór gerði, upphitaðar stéttar, einkaheimreið og 20ft geymslugámur. 200 m eru í nýjan löglegan keppnisvöll og tvö stór tamningagerði ásamt hringgerðum. Frábærar reiðleiðir til allra átta mitt í ósnortinni náttúru. Sjón er sögu ríkari. Kíkið við, að sjálfsögðu verður heitt á könnunni. Opið hús á morgun, sunnudag, frá kl. 17:00 – 18:00. www.vidskiptahusid.is - sími: 862 9171 11. september 2011 – kl. 17:00 – 18:00 OP IÐ H ÚS Fjárborg B-gata 19 við Almannadal Ævintýraland Kringlunnar – Vinna með námi Rekstrarfélag Kringlunnar óskar eftir um sóknum frá aðilum 22 ára og eldri í stöðu umsjónarmanns barnagæslu í Ævintýralandi Kringlunnar. Um er að ræða hentugt starf fyrir skólafólk þar sem vinnu- tíminn er kl. 14 – 19. Umsóknir berist til Viðars J. Björnssonar á netfangið vidar@kringlan.is fyrir fimmtu daginn 15. september. Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst. Sími 517 9000 | www.kringlan.is FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI SKEMMTUN Meiri Vísir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.