Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1962, Blaðsíða 2

Faxi - 01.06.1962, Blaðsíða 2
Marta Valgerður Jónsdóttir: Minningar frá Keflavík Elzti hluti Keflavíkur fyrir síðustu aldamót. Talið frá v.: Gamla Duusbúðin, íbúðarhús- ið brugghúsið (sést á gaflinn) og bryggju- húsið. A stakkstæðinu er bátaspil. Þá er nú næst fyrir að bregða sér upp að gamla Duushúsinu, sem stendur enn þá á sínum stað við endann á Duusgötu, reyndar nú orðið ekki svipur hjá sjón og má nú muna sinn fífil fegri. En um alda- mótin og fram eftir öðrum áratug tutt- ugustu aldar, var húsið fínt hús og virðu- legt og sómi sýndur af öllum þeim, er þar bjuggu á þeirri tíð. Stofur voru þar fall- egri og rúmbetri en þá var títt. Voru þær klæddar innan góðviði upp á miðja veggi og hyllur þvert yfir, allt í kring í stofunni, þar fyrir ofan fóðrað með veggfóðri, loft- in með bitum og sum lögð ferhyrndum viðarplötum og gyltir listar lagðir milli ferhyrninganna.. Voru þetta fallegar stof- ur. Uti var allt með hinum mesta snyrti- brag. Fyrir framan forstofudyrnar voru stórir og fallegir grasblettir með gangstíg að forstofudyrum. Bak við húsið var stór matjurtagarður og voru þar ræktaðar ým- iskonar káltegundir og að sjálfsögðu gul- rófur og kartöflur. Þar fyrir ofan tók við túnið, stórt og vel ræktað. Svo vel var gengið um utanhúss, að á hverju kvöldi var allt sópað og prýtt, stéttar og stígar, svo og allar götur og bryggjur. Var þetta venja í tíð Olavsens og svo hafði einnig verið, þegar Duusfeðgar sátu þar að völd- um. Þetta gamla hús var áður bústaður kaupmanna, en það mun nú vera nokkuð yfir tvö hundruð ára gamalt. Sumarið 1900 var gamla kaupmanns- Eiríkur Sverrisson og Hildur J. Thorarensen. heimilið flutt úr þessu húsi í hinar vistlegu og rúmgóðu stofur yfir Duusbúð, er þá var einnig nýflutt úr gömlu búðinni. Var þá verzlunarmönnum, er réðust til Duusverzl- unar, fengin íbúð í gamla húsinu. Þetta sama ár, 1900, fluttu ung hjón í húsið, þau Eiríkur Sigurðsson Sverrisson cand. phil. og kona hans Hildur Jónsdóttir Thor- arensen, en það ár hafði hann ráðist bók- haldari til Duusverzlunar. Voru þau glæsi- leg hjón og settu að sjálfsögðu svip á litla kauptúnið. Frú Hildur var hámenntuð kona, stillt og háttprúð og einstaklega lát- laus. Þennan vetur, er hún bjó í Keflavík, kenndi hún ungum stúlkum hannyrðir, dönsku og fleira. Þótti öllum, er nokkuð kynntust henni, vænt um hana. A vist með þeim hjónum, var ung stúlka, Brandís Guðmundsdóttir, frá Litla-Holti í Saurbæ í Dalasýslu. Hún var ljómandi lagleg og myndarleg stúlka. Það var háttur frú Hild- ar að fara gönguferð um plássið dag hvern. Var ungfrú Brandís þá alltaf í för með henni, prúðbúin eins og frúin, sem leiddi hana eins og systur væru. Það var, að sjálf- sögðu tekið eftir þessu í Keflavík, því ekki hafði það áður sést, að fyrirkonur væru í fylgd með vinnukonum sínum, er þær fóru á skemmtigöngu. Var frú Hildur þar skemmtilega á undan sínum tíma. Þau hjónin, frú Hildur og Eiríkur Sverr- isson, voru aðeins eitt ár í Keflavík, en þá fluttust þau til Reykjavíkur. Eiríkur varð skammlífur. Hann andaðist í Reykja- vík 13. maí 1904 aðeins 36 ára gamall. Næstu tvo vetur var frú Hildur kennari í listvefnaoi við kvennaskólann í Reykjavík. En þótt dvöl frú Hildar yrði ekki löng í Keflavík, átti það samt fyrir henni að liggja að eyða rr.estum hluta ævinnar á Suðurnesjum, því að seinni maður hennar varð Ketill óðalsbóndi í Kotvogi í Höfn- um Ketilsson, nafnkenndur sæmdarmaður og prúðmenni. Var heimili þeirra annálað rausnarheimili og búskapur, bæði til lands og sjávar, til mikillar fyrirmyndar og um- gegni hin prýðilegasta, bæði utanhúss og innan. Bæði hjónabönd frú Hildar voru barn- laus, en þau Ketill ólu upp mörg börn, bæði skyld og vandalaus, þar á meðal tvö bróðurbörn frú Hildar, þau séra Jón Jóns- son Thorarensen prest í Nessókn í Reykja- vík og frú Láru Bogadóttur Thorarensen, gjaldkera á skrifstofu S.Í.B.S. i Reykjavík. Einnig áttu gamalmenni þar öruggt skjól og leið öllum vel í návist þeirra hjóna. Frú Hildur Thorarensen var fædd í Stórholti í Saurbæ í Dalasýslu 22. ág. 1871. Voru foreldrar hennar séra Jón Thoraren- sen prestur í Saurbæjarþingum og kona hans Steinunn Jakobína Jónsdóttir prests í Stórholti Halldórssonar. Stóðu að henni gáfuættir á marga vegu. Hún var sonar- dóttir Bjarna Thorarensen skálds, þriðji maður frá Boga fræðimanni Benediktssyni frá Staðarfelli, en í móðurætt var amma hennar, Sigríður Magnúsdóttir, sonardótt- ir Arna biskups á Hólum Þórarinssonar. Frú Hildur missti mann sinn, Ketil, hinn 21. júlí 1921, en hún hélt áfram búskap í Kotvogi eftir lát manns síns á þriðja tug ára, en fluttist þá til Reykjavíkur og bjó þar til æviloka 2. marz 1960. 86 — F A X I

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.