Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1962, Blaðsíða 25

Faxi - 01.06.1962, Blaðsíða 25
ánægjulegt, að það skildi einmitt verða Keflvíkingar, sem það gerðu. Þá hefur Davíð Valgarðsson, ÍBK, sett mikinn svip á sundmótin í Reykjavík í vetur. Hefur hann vakið á sér mikla at- hygli sem einn efnilegasti sundmaður yngri kynslóðarinnar, en Davíð er aðeins 14 ára gamall. Davíð setti í vetur 4 Islandsmet í ungl- ingasundum. I 50 m. flugsundi synti hann á 30,8 sek. (Metið var 32,8) sek.). Í 400 m. skriðsundi synti hann á 5.03,7 mín. (Metið var 5.09,2 m.). I 1000 metra skriðsundi synti hann á 14.19,7 mín. (Metið var 14.26,5 m.). I 1500 metra frjáls aðferð synti hann á 21.45,2 mín. (Metið var 22.20,3 m.). Guðmundur Sigurðsson, ÍBK hefur ver- ið meðal beztu skriðsundmanna landsins síðustu árin. A landsmóti ungmennafélag- anna, er haldið var s. 1. sumar að Laugum, var Guðmundur stigahæsti sundmaður mótsins og hlaut fyrir það afrek vandaðan verðlaunagrip. Á myndinni hér að ofan er Guðmundur að stinga sér til sunds á landsmóti ung- mennafélaganna að Laugum. Keflvíkingar til Færeyja í sumar. Knattspyrnumenn ÍBK fara til Færeyja í sumar. Farið verður með Drottningunni 17. ágóst og komið heim aftur með sama skipi 29. sama mánaðar. Ferðin er farin á vegum B-36 í Þórshöfn, sem kom til Keflavíkur fyrir tveim árum. Arið 1957 fór knattspyrnuflokkur frá Keflavík til Færeyja og var sú ferð í alla staði hin ánægjulegasta. Sjóslysasjóðurinn. I vetur hélt Ungmennafélag Keflavíkur Bingóskemmtanir til ágóða fyrir sjóslysa- söfnunina. Tekjur urðu kr. 6.600,00, sem félagið hefur afhent skrifstofu biskups, er veitir söfnuninni forstöðu. Drengjahlaup UMFK Hið árlega drengjahlaup Ungmennafé- lags Keflavíkur fór fram á skírdag. — Hlaupaleiðin var sú sama og áður eða ná- lægt 2 km. Þrír fyrstu menn í hlaupinu urðu: 1. Kjartan Sigtryggsson UMFK 6.27,0 mín. 2. Pétur Sigurðsson, UMFK 6.29,6 mín. 3. Einar Guðmundsson, UMFK 7.22,0 mín. Sveitakeppnina vann UMFK með 6 stigum. Sigurvegari í hlaupinu í var var einnig Kjartan Sigtryggsson. Keppt var um verðlaunagripi, sem hinir gamalkunnu hlauparar, Margeir Sigur- björnsson og Halldór Pálsson gáfu. Aðalfundur UFK. Aðalfundur UMFK var haldinn 6. maí s. 1. A fundinum flutti form., Þórhallur Guðjónsson, skýrslu stjórnarinnar. Starf- semi félagsins var mikil á árinu, en hæst Fyrsta bæjakeppni í knattspyrnu milli Keflvíkinga og Reykvíkinga fór fram á Melavellinum í Reykjavík 16. maí s. 1. Með þessari keppni má segja að hefjist þáttaskil í knattpyrnunni í Keflavík, því aðeins knattspyrnulið, sem sýnt hafa vel frambærilega knattspyrnu og eru talin sterk, eru valin til að heyja bæjakeppni við úrvalslið Reykjavíkur. Má í því sam- bandi geta um liina árlegu og skemmti- legu bæjakeppni Akurnesinga og Reykvík- inga, sem ávallt er beðið með mikilli eftir- væntingu. Vonandi verður þetta upphaf að áfram- bar hinn glæsilegi árangur, sem félagið náði á landsmóti UMFÍ að Laugum s. 1. sumar, en þá sigraði UMFK bæði sund- keppnina og knattspyrnukeppnina. Þá náðu frjálsíþróttamenn félagsins ágætum árangri á mótinu. Gjaldkeri félagsins, Steinþór Júlíusson, lagði fram reikninga félagsins, sem sýndu ágætan fjárhag. Stjórn UMFK var öll endurkosin, en hana skipa: Form. Þórhallur Guðjónsson, Hörður Guðmundsson, Steinþór Júlíus- son, Einar Ingimundarson og Högni Gunnlaugsson. haldandi bæjakeppni milli þessara aðila. Keflvíinkar eiga marga unga efnilega leikmenn, sem ættu að geta veitt Reykja- víkurúrvali góða og skemmtilega keppni á komandi árum. Um þessa fyrstu bæjakeppni er það að segja, að Revkjavík sigraði með 4:1. Til gamans má geta þess, að s. 1. sumar léku Akurnesingar, þá íslandsmeistarar í knattspyrnu, við Reykjavík, og töpuðu þá 5:0, svo Keflvíkingar geta vel unað úr- slitum í þessari fyrstu bæjakeppni við Reykjavík. Reykjavíkurblöðin skrifuðu mikið um Bæjakeppni í knattspyrnu: Keflavík — Reykjavík 1:4 F A X I — 109

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.