Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1962, Blaðsíða 3

Faxi - 01.06.1962, Blaðsíða 3
Hluti af gamla Duushúsinu. Skemmtun í Keflavík 1920. í ræðustólnum er frú Hólm- fríður Hjartardóttir, kona Gunnars Arnasonar skósmiðs. Frá því að ég sá frú Hildi fyrst í Kefla- vík, hefur'hún verið mér minnistæð. I vif- und minni var hún hin sanna hefðarkona, gáfuð, menntuð og framar öllu góð. Síðar vissi ég, að hún var hin sanna hetja, sem ekki lætur bugast í neinni raun, en heldur jafnvægi hugans í gleði og sorg. Um hana mátti segja hið sama og afi hennar Bjarni Thorarensen orti um móður sína: „Kvenna skarpvitrust, kvenna djúpsæust, mætust húsfreyja, móðir hin bezta, leitaði ei fordildar á fundum manna eða mærðar af munna lofi, heldur ágætis með iðni og dyggðum.“ Pétur Lárusson sjötugur Pétur Lárusson, umsjónarmaður gagn- fræðaskóla Keflavíkur, varð sjötugur 23. marz síðastliðinn. Við þetta tækifæri heim- sótti hann fjöldi manns, frændfólk, syst- kini og börn, samstarfsmenn við gagn- fræðaskólann og aðrir samferðamenn. Var glatt á hjalla á heimili þeirra hjóna þennan dag og hinu sjötuga afmælisbarni bárust margar góðar gjafir, blóm og heillaskeyti, enda er Pétur vinsæll og vinmargur. Því miður gat ég ekki tekið þátt í þessum mannfagnaði, þar sem ég um þessar mund- ir dvaldi erlendis, en meðfylgjandi ljóð- línur sendi ég honum í tilefni dagsins: Hverfi ég huggandi, að heimalandi. Flýg til átthaga á útskaga. Greiðist geimför sunnan á garð kunnan. Sæki heim seint um vetur signor Pétur. Glatt er í sal granna, gnótt komumanna. Veldur vinfundum á vetrar stundum, ágætur — allfagur afmælisdagur. Hylltur um hávetur er herra Pétur. Skagfirðing menn mæra, minnisstreng hræra. Pétur Lárusson. Héraðsson, sóma seggir róma. Um hetju hugslynga þeir hátt syngja. — Tindastóll mann metur. Mælifell elskar Pétur. Skal skagfirzkum anda skjótt kveðjur vanda. — Heill sjötugum sjóla! Sæmd gagnfræðaskóla vex með virðing þinni og vinakynni. Líður senn langur vetur. Lifðu sæll, — Pétur! H. Th. B. ---■■—■-------------—■————+ Innlánsdeild kaupfélagsins greiðii- yður hæstu fáanlega vexti. Ávaxtið sparifé yðar hjá oss. Kaupfélag Suðurnesja + Bergið og fjaran, bryggjan er fram af bryggjuhúsinu. —---------4. F A X I — 87

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.