Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1962, Blaðsíða 7

Faxi - 01.06.1962, Blaðsíða 7
ÚTSKÁLAKIRKJA 100 ARA Ræða flutt á 100 ára minningarhátíð Út- skálakirkju á síðastliðnu hausti. A þessu merkisafmæli Utskálakirkju, þar sem hún er orðin 100 ára gömul, rifjast upp ýmsar endurminningar frá liðnum árum og áratugum. Þessar endurminning- ar vekja þakklætistilfinningar í huga mín- um, sem mér er bæði ljúft og skylt að láta í té við þetta tækifæri, enda þótt margir af þeim, er ég vildi láta í té þakklæti mitt, séu ekki sýnilega nálægir meðal okkar. Það hafa oft orðið prestaskipti á Útskál- um, síðan ég man fyrst eftir mér. Fyrsti presturinn, sem ég man eftir á Útskálum, var séra Jens Pálsson, síðar prófastur í Görðum á Álftanesi. Ég er þannig staðsettur í byggðarlaginu, að prestarnir á Útskálum hafa verið meðal næstu nágranna minna, og er mér óhætt að fullyrða, að allir þessir prestar hafa ver- ið mætir og merkir menn, og allt safnaðar- fólk hér, sem man þá, hugsar til þeirra allra með ástúð og virðingu. Ég vil sérstaklega nefna tvo presta, sem ég komst í nánust kynni við, þá séra Frið- rik Hallgrímsson, síðar dómprófast, og séra Friðrik J. Rafnar, síðar vígslubiskup. Séra Friðrik Hallgrímsson fermdi mig, og tel ég það mikið lán, að hafa notið leið- sagnar hans og uppfræðslu; ég veit, að hann er í allra fremstu röð þeirra presta, er á Útskálum hafa starfað, hvað viðvíkur kristilegri uppfræðslu æskulýðsins. Hann stofnaði hér í Útskálasókn, í félagi við nafna sinn, séra Friðrik Friðriksson, dr. theol., deild af KFUM, kristilegu félagi ungra manna, og stóð sá félagsskapur með miklum blóma alla tíð meðan hans naut við. Nafni hans, séra Friðrik Friðriksson, kom oft hingað suður ú Reykjavík til að vera hér með á fundunum og flytja ræður. Fundasókn var með afbrigðum góð, svo að hvernig sem veður var, hamlaði það aldrei fundarsókn. Fermingarundirbúningur hjá séra Frið- rik var þannig, að eftir að hafa tekið ferm- ingarbörnin alllengi til spurninga seinni part vetrar, var regluleg skólaganga til hans síðustu þrjár vikurnar fyrir ferming- una dag hvern; setti hann okkur fyrir einn sálm í sálmabókinni, er við urðum að læra reiprennandi og skila næsta dag; fer svo með okkur út í kirkjuna og kennir okkur lagið við umræddan sálm dag hvern og Þorlákur Benediktsson. oftast tví- og þríraddað eftir því hvernig lögin voru viðfangs. Eftir fjögurra ára dvöl í Útsæálapresta- kalli fluttist séra Friðrik Hallgrímsson til Ameríku. Veit ég, að fermingarbörnum hans er enn í fersku minni síðasti fundur- inn, sem haldinn var í KFUM í Útskála- sókn, áður en hann fór alfarinn héðan. — Séra Friðrik Friðriksson orti kveðjuljóð til hans frá Kristilegu ungmennafélagi í Út- skálasókn. Kveðjuljóð þetta var 5 eða 6 erindi og voru sungin á umræddum fundi; ætla ég að fara hér með þrjú erindi af þeim. Tvö fyrstu og það síðasta. Þau hljóða svo: Sundur liggja leiðir nú, vinur, burt þú héðan heldur, hjörtum okkar sorg það veldur, huggar oss þó hugsun sú, að ei tryggðaböndin bresta, bilið langt þótt verði hér, af því Jesú blessun bezta bæði fylgir oss og þér. Farðu vel, þú fræddir oss um þann vin sem aldrei breytist, um þá náð sem börnum veitist undir Drottins dýrðarkross; þú oss kvaddir Krists að verki, krossins fána bentir á. svo und lífsins sigurmerki sigri dýrstum skildum ná. Vegur þinn í Vesturheim aukist bezt að öllum sóma, orðin Guðs að megi ljóma ungum lýð í löndum þeirn; vegir skilja. Vinur góður varstu æskulýðnum hér, eins og föður eða bróður, ást og traust vort fylgir þér. Vöknaði víst mörgum um augu, þegar kveðjuljóð þessi voru sungin, svo mjög var séra Friðriks saknað af æskulýðnum og minning hans geymist í þakklátum hjörtum. Hinn presturinn, sem ég minntist á áð- an, séra Friðrik Rafnar, varð mér líka ná- kunnugur vegna starfa míns, er ég hafði við Útskálakirkju í hans prestsskapartíð hér. Það sem mér er minnisstæðast við hann, fyrir utan hans glæsilegu frammi- stöðu við embættisstörf hans í kirkjunni og fögru söngrödd, var framkoma hans á heimilunum. Vegna starfs míns við kirkj- una, kom ég oft á heimilin með honum, bæði á gleði- og sorgarstundum, og sú innilega vinátta, er hann lét þá í té, gleym- ist mér ekki; honum var svo eðlilegt og eiginlegt að gleðjast með glöðum og hryggjast með hryggum. Ég veitti því oft eftirtekt, að honum sagðist bezt við jarðar- farir, þegar hann jarðaði þá, sem manni virtust vera lægst settir í þjóðfélaginu. Það var stundum illa liðað með söngkrafta, sérstaklega við húskveðjur, þegar þeir sem í kirkjukórnum voru þurftu að sinna öðr- um störfum; þá lagði hann sig ógleyman- lega fram með söngrödd sína. É g veit að allir, sem muna séra Friðrik Rafnar hér, hugsa jafnan til hans með ást og virðingu. Þar sem ég minntist á þá innilegu hlut- tekningu, er séra Friðrik Rafnar jafnan sýndi sóknarbörnum sínum, verður mér um leið hugsað til séra Eiríks Brynjólfs- sonar, því hann var sannarlega sömu eigin- leikum gæddur; hugsunar- og hugulsemi hans í garð sóknarbarna sinna, og greið- vikni hans og hjálpsemi gleymist ekki. Við sóknarbörn hans hér, sendum honum og fjölskvldu hans í anda, á þessum merkis- degi Útskálakirkju, hlýjar kveðjur og biðj- um þeim blessunar Guðs. Þá vil ég minnast á það, sem viðkemur sönglífi kirkjunnar. Áður en orgel kom í kirkjuna heyrði ég talað um sem for- söngvara hér Pétur frá Gufuskálum í Leiru; var hann í tíð Sigurðar Brynjólfs- sonar Sívertsen. Fyrsta orgelið kom í kirkjuna árið 1879 og fyrsti organisti hér F A XI — 91.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.