Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1962, Blaðsíða 15

Faxi - 01.06.1962, Blaðsíða 15
31. ágúst Bjórn Sigurðsson. 1.—2. sept. Guðjón Klemenzson. 3. sept. Jón K. Jóhannsson. 4. sept. Kjartan Olafsson. 5. sept. Arnbjörn Olafsson. 6. sept. Björn Sigurðsson 7. sept. Guðjón Klemenzson. 8. —9. sept. Jón K. Jóhannsson. 10. sept. Kjartan Olafsson 11. sept. Arnbjörn Olafsson. 12. sept. Björn Sigurðsson. 13 sept. Guðjón Klemenzson. 14. sept. Jón K. Jóhannsson. 15. —16. sept. Kjartan Olafsson. 17. sept. Arnbjörn Olafsson. 18. sept. Björn Sigurðsson. 19. sept. Guðjón Klemenzson. 20. sept. Jón K. Jóhannsson. Úrslit kosninganna í kauptúnum Suðurnesja. Njarðvíkurhreppur: Á kjörskrá voru 618, 534 greiddu atkvæði eða 86,4%. Úrslit urðu þessi: A-listi Alþýðuflokksins hlaut 182 atkvæði og 2 menn kjörna. D-listi Sj álfstæðisflokksins hlaut 215 at- kvæði og 2 menn kjörna. H-listi Vinstri manna hlaut 115 atkvæði og 1 mann kjörinn. Auðir seðlar og ógildir 22. í kosningunum 1958 voru 531 á kjörskrá í Njarðvíkum, þar af kusu 460 eða 86,6%, Listi frjálslyndra kjósenda hlaut þá 136 atkvæði og 2 menn kjörna; Alþýðubandalagið 58 atkvæði og engan mann kjörinn; Sjálfstæðisfl. 248 at- kvæði og 3 menn kjörna. Sandgerði: Á kjörskrá voru 465, atkvæði greiddu 419 eða 90,1 af hundraði. A-listi Alþýðuflokksins hlaut 175 atkvæði og 3 menn kjörna. D-listi Sjálfstæðisflokksins hlaut 114 atk. og 1 mann kjörinn. H-listi Óháðra hlaut 103 atkv. og 1 mann kjörinn. Auðir seðlar voru 26 ógildir 2. í kosningunum 1958 voru 438 manns á kjör- skrá í Sandgerði, — 405 kusu eða 92,5%. Al- þýðuflokkurinn hlaut þá 176 atkv. og 2 menn kjörna; Sjálstæðisfl. 132 atkvæði og 2 menn kjörna og listi Frjálslyndra 77 atkvæði og 1 mann kjörinn. Grindavík: Á kjörskrá voru 430, atkvæði greiddu 380, eða 88,4%. Atkv. féllu þannig: A-listi Alþýðuflokksins hlaut 242 atkvæði og 3 menn kjörna. D-listi Sjálfstæðisflokksins hlaut 126 at- kvæði og 2 menn kjörna. Auðir seðlar voru 6 og ógildir 6. í kosningunum 1958 voru 394 á kjörskrá í Grindavík; 315 greiddu atkvæði eða 79,9%. Alþýðuflokkurinn hlaut þá 210 atkvæði og 4 menn kjörna og Sjálfstæðisflokkurinn 93 at- kvæði og 1 mann kjörinn. Fegurðardrottning íslands. Fegurðarsamkeppnin 1962 fór fram laugar- daginn 13. maí. Hófst keppnin í Austurbæjar- bíói kl. 7 e. h., en þar komu stúlkurnar 6, sem í úrslit komust, fram í kjólum og á sundbol- um. Þar fóru einnig fram ýmis skemmtiatriði. Úr Austurbæjarbíói óku stúlkurnar í opnum vagni í Glaumbæ. Lúðrasveitin Svanur var einnig á vagninum og lék fjörug lög. Á miðnætti voru svo úrsht samkeppninnar kunngjörð í Næturklúbbnum. — Fegurðar- drottning íslands 1962 var kjörin Guðrún Bjarnadóttir, dóttir hjónanna Sigríðar Stef- ánsdóttur og Bjarna Einarssonar skipasmiðs í Ytri-Njarðvík. Hlaut Guðrún í verðlaun ferð á fegurðarsamkeppnina „ Miss Internat- ional Beauty" á Langasandi 1963. Auk þess hlaut hún ýmis aukaverðlaun. Faxi samfagnar Guðrúnu og foreldrum hennar með þennan glæsilega sigur og óskar henni gæfu og gengis í framtíðinni. Sjóðstofnun til minningar um Kristján Jörundsson, vélstjóra. Síðastliðinn Sjómannadag afhenti frú Jóna Georgsdóttir, Brekku, Ytri-Njarðvík, form. Slysavarnadeildar kvenna í Keflavík og Njarðvíkum, Jónínu Guðjónsdóttur, kr. 10 þúsund til sjóðsmyndunar, ásamt meðfylgj- andi stofnskrá fyrir sjóðinn: „Ytri-Njarðvík, 3. júní 1962. Ég undirrituð hefi ákveðið að stofna sjóð með kr. 10.000,00 til minningar um eiginmann minn, Kristján Jörundsson, vélstjóra, er fórst með mb. Stuðlaberg NS 102 17. febrúar 1962. Tilgangur sjóðs þessa er að styrkja fátækar sjómannsekkjur, er misst hafa menn sína i sjóinn. Ennfremur að veita börnum slíkra mæðra styrk, ef þau hafa löngun og hæfileika til mennta, en geta eigi vegna fátæktar haldið framhaldsnámi áfram eða hafið það. Sjóður þessi skal nefnast „Minningarsjóður Kristjáns Jörundssonar", og verði hann í um- sjá Slysavarnadeildar kvenna í Keflavík og Njarðvíkum. Stjórn sjóðsins skal skipuð þremur mönnum hverju sinni: Formanni Slysavarnadeildar kvenna í Keflavík og Njarðvíkum, sóknar- presti Keflavíkurprestakalls og einum, er hreppsnefnd Njarðvíkurhrepps tilnefnir í samráði við stofnanda sjóðsins. Til vara verði varaformaður Slysavarna- deildar kvenna í Keflavík og Njarðvíkum. Úr sjóði þessum skal eigi veitt fyrr en að tíu árum liðnum frá stofndegi. Virðingarfyllst, Jóna Georgsdóttir.“ Þessi sjóðstofnun er hin athyglisverðasta í verstöðvum eins og hér á Suðurnesjum, þar sem við svo oft erum minnt á þær stóru fórn- ir, er byggðarlög, fjölskyldur og einstaklingar verða að færa, þegar sjóslys bera að höndum. Sjóður þessi gegnir göfugu hlutverki og vafalaust munu margir styrkja hann í fram- tíðinni með áheitum og minningargjöfum. Frá barnaskólanum í Keflavík. í framhaldi af því, sem sagt var í maí- blaði Faxa frá barnaskólanum í Keflavík, er þess að geta, að börn úr 1. og 2. bekk tóku próf í lok maí. Veitti Rotary-klúbbur Kefla- víkur einnig verðlaun í þeim bekkjum, og hlutu þau eftirtalin börn: Úr 2. bekk Hildur J. Agnarsdóttir og Sigur- björn J. Hallsson. Úr 1. bekk Bergþóra K. Ketilsdóttir og Guðmundur O. Hreggviðsson. Farið var í ferðalag með barnaprófsbörnin laugardaginn 19. maí austur í Fljótshlíð. — Farið var um Þingvöll á heimleið. Tókst ferð- in vel, enda veður bjart, en frekar kalt. Drengjalúðrasveit skólans fór í skemmti- ferð á Þingvöll um Hveragerði laugardaginn 2. júní. Ráðgert er að lúðrasveit leiki á útiskemmtun í Keflavík þann 17. júní. 17. júní. Það er 17. júni nefndin, sem á hverju ári skipuleggur og undirbýr hátíðahald þjóðhá- tíðardagsins. Er það geysimikið starf og tíma- frekt, en ólaunað með öllu. Formaður þessar- ar ágætu nefndar er Kristján Guðlaugsson, sem segja má, að beri þar hita og þunga dagsins, þó aðrir nefndarmenn leggi þar líka nokkuð af mörkum. En þótt störf nefndarinnar séu góð, koma þau því aðeins að fullu gagni, að við öll sé- um hcima þennan dag og tökum þátt í há- tíðahöldunum. Þannig launa Keflvíkingar nefndinni bezt hennar miklu fyrirhöfn og þannig verður dagurinn ánægjulegur og minn- isstæður. Kjörorðið er: Allir Kcflvíkingar skemmta sér heima 17. júní. <^<><><>i><i><><><>£><><><><^^ | SUMARK JÓLAEFNI! | | SUMARKJÓLAEFNI! | | VERZLUN | I SIGRÍÐAR SKÚLADÓTTUR | | — Sími 2061 — 1 FAXI — 99

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.