Faxi - 01.06.1962, Blaðsíða 27
1.
Fáeinar vísur rak á Pistlafjörur á þeim dög-
um, er kosningaandinn var enn yfir mönnum
og menn í veiðihug og menn talandi pólitísk-
um tungum og menn svo innblásnir af kefl-
vískum framfaramálum, að hefði einhver
dirfzt að vera á móti keflvískum framfara-
málum, þá er líklegt, að sá hinn sami hefði
verið settur í poka, hengdur uppí Jónsturn og
látinn forpokast þar fram yfir kosningar.
Eftir kosningar hefði svo enginn munað,
af hverju maðurinn var hengdur upp. Og
maðurinn beðinn afsökunar á heisingunni. Og
manninum gefnir spariskór sem sönnun þess,
að aftur væri hægt að spásséra bæjarlandið
fyrir jarðraski.
Núnú, ekki er meiningin að fara að konkú-
rera við vísnaþætti Faxa í framtíðinni, n
kosningavísurnar, sem rak, fara hér á eftir
með smáskýringum.
2.
Kosningaskrifstofurnar voru að vanda fjöl-
sóttar, og spáðu menn þar engu síður í kosn-
ingaspilin heldur en inni hjá Þórði í Blöndu.
Og fóru hvergi dult með krossinn sinn, sumir
hverjir, eins og Alþýðuflokksmaðurinn, sem
kvað:
„Alltaf kýs eg A-listann,
eina, sanna bralistann,
ekki B og ekki D,
cða þetta rauða G.“
Viðstaddur Alþýðubandalagsmaður bar
fram eftirfarandi breytingartillögu:
„Ekki kýs eg A-listann,
íhalds-krata bjalistann,
ekki B og ekki D,
enda set eg kross við G.“
3.
Eftirfarandi vísa var, að sögn höfundar, ort
til Margeirs Jónssonar viku fyrir kjördag:
„Stöðugt hækkar hagur þinn,
heimtar aukna Timafórn,
eftir viku, vinur minn,
verður þii í bæjarstjórn.“
Annaðhvort er hörfundurinn kraftaskáld
gott eða hraðlyginn úr hófi fram, því að Mar-
geir komst í bæjarstjórnina sem kunnugt er.
Hinir, sem ekki náðu í sæti eins og Mar-
geir, en verða að notast við stæði kjörtíma-
bilið út, eru trúlega búnir að leggja inn vísu-
pöntun hjá höfundi.
4.
Á framboðsfundinum í Ungmennafélags-
húsinu vék Valtýr Guðjónsson að samstarfi
KRINGUM
KOSNINGAR
sínu við Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn fyrrum
og líkti því við Björn og Kára.
Þá varð fundarmanni að orði:
„Var á fundum fyrri ára
fátt um auðug heilabú,
aldrei Björn að baki Kára
í baráttunni, en svo komst þú.“
5.
Og fleira varð til yrkinga á fundinum þeim.
Karl Steinar Guðnason lagði út af Grasaferð
Jónasar í framboðsræðu sinni. En vísuhöf-
undur segir, að sér hafi orðið Grasafjallið í
Skuggasveini æ meira í hug sem á ræðuna
leið. Og orti:
„Af grasafjalli krata cr gullin-fögur sjón:
grös innanum dali.
En hvur er Guddutctur og hvur er sterki Jón,
hvur Gvöðmundur smali?“
6.
Enn varð það til andlegrar — sem verald-
legrar uppbyggingar á fundinum, að Sigurður
Brynjólfsson varpaði fram þeirri tillögu, að
gefnu tilefni, að stofnað yrði nýtt embætti
hjá bænum, til þess að leita uppi kaffærða og
gleymda holræsabrunna, lagnir og svipaðar
sögulegar minjar. Ok skyldi sjá maðr miðill
vera, er starfann hlyti. Og Bæjarmiðill heita.
Svá var þarum kveðið:
„Bæjarstjóri bráðum tér:
— Bæjarmiðill, herm þú mér,
hvar er brunnur, hvar er lögn,
herra Bæjarmiðill? — Þögn.“
7.
Eitt var það skáld, sem orti öðruvísi um
kosningar en hinir, í anda þeirrar aldar, sem
kennir sig við atóm og kennir skáld við atóm.
Aðspurt, segist skáldið ekki vera í hópi
þeirra 56 listamanna, sem ætluðu sér í bæjar-
stjórn Keflavíkur. Samt orti skáldið mislukk-
aða framboðsræðu fyrir sjálft sig. Og mun
vera eina mislukkaða framboðsræðan, sem
ekki var flutt fyrir kosningar. En fer hér á
eftir til máldrýginda, að minnsta kosti, og
nefnist:
„BERGFJALL
Malbik hvað er malbik hjá fjalli
með mosaikhandrið á svölum
og útsýnisskífu og aðhverfa
elskendur hátt á tindi?
Byggjum því fjall útaf Bergi
gegn báru og norðanstreng kjósum
Bergfjall í bæjarstjórn
Bergfjall á landgrunni
Bergfjall að benda frá lágkúru
Bcrgfjall að prédika sannleika
Bcrgfjall að biðja fyrir mönnum
sem bjóða sig fram
Bergfjall að blessa yfir söfnuðinn
sem býst til að kjósa mennina
Bcrgfjall að boða Vellinum íslenzku
Bergfjall að gnæfa og skýla
Bergfjall handa börnum að tína
bcr undir haust.
Malbik cr malbik hjá fjalli.
Bcrgfjall skal í bæjarstjórn.“
8.
Kjósandi kom inn í kjördeild og mælti: „Eg
bað um tvo atkvæðisseðla síðast, en fékk ekki
nema einn. Ætli eg gæti fengið einsog hálfan
núna, herra mínir?“
Honum var réttur heill atkvæðisseðill, en
kjördeildarmaður kvað:
„Aldrei fékk eg einfaldan,
ef cg bað um tvöfaldan,
aldrci heilan, cf cg bað
um einsog hálfan. Víst er það.“
9.
Allt var í einstakri röð og reglu hjá yfir-
kjörstjórnarmönnum varðandi kosningarnar
og eftirlit þeirra og yfirumsjón. Sennilega allt
að 100%. Því var þessari stöku hvíslað:
„Kjördcild opnast klárt. Og þar
kominn Þórarinn,
yfir kjörstjórn allsstaðar,
clsku vinurinn.“
Fleira rak ekki kringum bæjarstjórnarkosn-
ingarnar. Og verður ekki frekar eftir leitað
að sinni, — eða næstu fjögur ár. Sú hvild
verður langþreyttum lesendum vonandi góð.
Kristinn Reyr.
Bókabúð Keflavíkur daglega ■ leiðinni
F A X I — 111