Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1962, Blaðsíða 5

Faxi - 01.06.1962, Blaðsíða 5
Gerður Sigurðardóttir, kennt handa- vinnu stúlkna. Erlingur Jónsson, kennt handavinnu drengja. Kristín Þórðardóttir, kennt leikfimi stúlkna. Höskuldur Goði Karlsson, kennt leik- fimi drengja. Þau fjögur síðasttöldu hafa þó kennt við skólann að hálfu á móti barnaskólanum, og hafa því hér að framan verið talin sem tveir fastakennarar. Þá má ekki gleyma Pétri Lárussyni, sem verið hefur húsvörður skólans s. 1. 8 ár, og unnið starf sitt með sæmd og prýði, og með hressileik sínum og glaðværð stytt bæði kennurum og nemendum margar stundirnar. Prófdómendur við skólann hafa oftast verið þau: Björn Jónsson, sóknarprestur, Guðmundur Guðmundsson, sóknarprest- ur, og fröken Jóna Guðjónsdóttir. Fræðsluráðið hefur ávallt sýnt skólanum og starfsliði hans velvild og skilning og reynt eftir megni að skapa skólanum sem bezt starfsskilyrði. Eg get þó ekki stillt mig um að geta eins manns, sem ég tel, að öðrum ólöstuð- um, hafa sýnt skólanum einstakan áhuga og ræktarsemi, og sem reynzt hefur okkur kennurunum mikil hjálparhella í brauð- striti okkar, en það er Guðmundur J. Guðmundsson, sparisjóðsstjóri. Eg hef stundum átt við hann viðræður um skóla- mál, og víðsýni hans í þeim málum og sú bjargfasta skoðun hans, að æska landsins sé sú okkar dýrmætasta eign, sem okkur beri öðru fremur að hlúa að, hefur fært mér sanninn um mikilvægi kennarastarfs- ins og veitt meiri styrk til að reynast trúr Bjami F. Halldórsson. Skrafað um skók Starfsemi Skákfélags Keflavíkur var s. 1. vetur mjög svipuð og undanfarið ár. Fé- lagið stóð fyrir skákþingum Suðurnesja og Keflavíkur, en í sambandi við þau voru einnig haldin hraðskákmót. Teflt var við skákdeild Hreyfils og síðast en ekki sízt, sá SK um „Sýslubikarkeppnina“ að þessu sinni, en þar var keppt um bikar, sem Olafur Thors gaf á sínum tíma. Nokkur deyfð virðist hafa færzt yfir hinar eldri og reyndari kempur félagsins og veldur ýmis- legt, sem síðar verður að vikið. Aftur á móti hefur þátttaka hinna yngri meðlima félagsins aldrei verið meiri en einmitt nú, svo skákfélagið ætti ekki að vera á flæði- skeri statt í framtíðinni, ef heldur sem horfir með þá. hugsjón þess, þótt mér hafi stundum þótt syrta í álinn. Eg hef reynt í þessari sundurlausu grein minni að veita fólki innsýn í það starf og þá þróun, sem orðið hefur á fyrstu 10 ár- um skólans. Mörgu hefur að vísu verið sleppt, enda geta menn fengið nánari upp- lýsingar um ýmislegt varðandi skólann í skólaskýrslum hans. Eitt vil ég þó taka fram enn. Það hefur verið siður gagnfræð- inga þeirra, sem útskrifast, að færa skól- anum gjöf, um leið og þau kveðja skól- ann. Ennfremur hefur kennarafélag skól- ans nú hin síðari ár veitt nemendum verð- laun á vori hverju. Verður nánar getið um það í skólaslitum, en þó vil ég vekja at- hygli fólks á því, að þar eru meðal annars veitt verðlaun fyrir stundvísi og skólasókn, prúða framkomu og ástundun við nám og félagsstörf. Einhvern tíma las ég það, að sá, sem drykki vatn úr ánni Níl, myndi ávallt hverfa þangað aftur. Mér kemur þetta í hug, þegar ég rifja upp starf mitt við skól- ann. I þessu starfi mínu hafa skipzt á skin og skúrir eins og gengur, en þó finnst mér sem ég hafi tengzt skólanum þeim bönd- um, sem erfitt muni að losa. Osk mín til skólans á þessum tímamót- um hans er sú, að honum og starfsliði hans verði sköpuð þau starfsskilyrði, að þau verði þess ávallt megnug að veita nemend- um þá beztu fræðslu, sem völ er á, og gera þá að góðum og nýtum þegnum þjóðfé- lagsins. Bjarni F. Halldórsson. Helgi Ólafsson, hraðskákmeistari Suðurnesja. En svo rætt sé lítillega um einstök mót vetrarins, þá var Skákmót Suðurnesja haldið um síðastliðin áramót og fór það fram í UMFK-húsinu. Að þessu sinni voru þátttakendur aðeins frá SK. Sandgerðing- ar, sem ávallt hafa átt keppendur þar und- anfarin ár, voru ekki með og gerði það mótið svipminna en ella. Ef dæma ætti eftir fjölda keppenda í meistaraflokki, er ekki að sjá, að titillinn „Skákmeistari Suð- urnesja“ þyki ákaflega eftirsóknarverður hjá iðkendum þeirrar göfugu listar hér syðra, því aðeins fjórir menn héðan reyndu með sér, hver hnossið hlyti, en það voru þeir Hörður Jónsson, Páll G. Jónsson, Borgþór H. Jónsson og Helgi Olafsson. — Auk þeirra tefldi svo sem gestur mótsins Lárus Johnsen frá Reykjavík, fyrrverandi Islandsmeistari í skák. Af þeim, sem heima sátu, var Ragnars Karlssonar, sigurvegara frá fyrra ári, helzt saknað, því að það hefði óneitanlega gefið þessu annars daufa móti örlítið líflegri blæ, ef hann hefði reynt að verja titil sinn og falla þá með sæmd, í stað þess að eftirláta hann bardagalaust. Sigur- vegari þessa móts varð, sem og vænta mátti, gesturinn, Lárus Johnsen, og sýndi hann mikla yfirburði, hlaut lx/i vinning af 8 mögulegum (tefld var tvöföld umferð), en næsti keppandi var með 4 vinninga. Lárus tefldi nokkuð skemmtilega, byrjaði skákir sínar allt að því kæruleysislega aði manni sýndist og jafnvel stundum svo, að andstæðingar hans voru farnir að halda, FAXI-83

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.