Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1962, Blaðsíða 4

Faxi - 01.06.1962, Blaðsíða 4
Gagnfræðaskólinn í Keflavík 10 óra Nií í vor hefur gagnfræðaskólinn í Keflavík starfað í 10 vetur. Kennarafélag skólans fór þess á leit við mig, að ég minntist skólans á þessum tímamótum hans með smágrein, og er ætlun mín að verða við þeim tilmælum. Nemendur þeir, sem sótt hafa skólann, hafa einkum verið úr Keflavík og Njarð- víkum, en einnig hafa nokkrir nemendur verið úr öðrum byggðarlögum á Suður- nesjum og annars staðar af landinu. Fyrstu tvö árin starfaði skólinn í barna- skólahúsinu, og tókst það sambýh skól- anna vonum framar, þegar þess er gætt, að t. d. voru frímínútur skólanna ekki á sama tíma, að nokkru leyti önnur viðhorf og skólavenjur, og færi ég starfsbræðrum mínum við barnaskólann og skólastjóra þakkir, hve vel sambúðin tókst, og sann- aðist þar vel málshátturinn, að oft mega sáttir þröngt sitja. Það- er alkunna, að fólksfjölgunim í Keflavík og Njarðvíkum hefur verið mjög ör síðasta áratug og raunar lengur, enda ber nemendafjölgun skólans þess glögg merki. Þegar skólinn tók til starfa haustið 1952, voru skráðir 99 nemendur í skólan- um í 4 bekkjardeildum. Fastir kennarar voru þá 3 auk skólastjóra. Skólaárið 1958 —59 voru skráðir 278 nemendur í 10 bekkjardeildum. Fastir kennarar voru þá 9 auk skólastjóra. A þessum sex árum hafði því fjölgunin numið 180,8%. Síðast- liðinn vetur voru skráðir 270 nemendur í skólanum. Er sú tala nokkru lægri en skólaárið 1958—59. Stafar það af því, að nemendur þeir úr Njarðvíkum, sem voru í skyldunámi, hættu að sækja skólann, þar sem unglingadeild hafði verið sett á stofn í Njarðvíkunum. Alls hafa um 2000 nem- endur verið skráðir í skólanum þau ár, sem skólinnn hefur starfað. Alls hafa líka útskrifazt 185 gagnfræðingar. Fólk getur því gert sér í hugarlund, hversu þrengslin í skólanum eru orðin gífurleg, og hversu miklir erfiðleikar, jafnvel vandræði, hafa af þeim hlotizt, þar sem bókleg kennsla hefur farið fram í að- eins 5 kennslustofum — þar af einni í Sjálfstæðishúsinu — og rýmið í skólanum utan kennslustofanna mjög lítið. Ég tel vægt að orði komizt, í þessu sambandi, þótt sagt sé, að við þetta hefði ekki lengur verið unað. Nú er nýtt skólahús í smíðum, og verð- Rögnvaldur Sæmundsson, skólastjóri. ur það að öllum líkindum tekið að ein- hverju leyti í notkun næsta haust. Mun þá að nokkru leyti rætast úr þeim erfiðleik- um, sem kennarar og nemendur hafa átt við að stríða að þessu leyti. En betur má, ef duga skal. Nemendum skólans á enn eftir að fjölga að miklum mun. Auk þess hefur aukin tækni, aukin vélvæðing, nýir orkugjafar og fjölbreyttara atvinnulíf haldið innreið sína eða munu halda inn- reið sína í þjóðfélag okkar. Til þess að þjóðfélag okkar geti mætt þeim breyttu aðstæðum, sem af þessari óhjákvæmilegu þróun leiðir, verður að auka að miklum mun verklega kennslu í skólanum og kennslu í raunvísindum, enda eru kröfur um slíkt að verða sífellt háværari og há- værari. En til þess að svo geti orðið, verða ráðamenn bæjar-, sveita- og þjóðmála að gefa þessu meiri gaum framvegis en raun hefur orðið á, ef við eigum ekki að drag- ast aftur úr í þróuninni. Það er því von mín og trú, að ráðamenn bæjarins — og raunar allir íbúar skóla- hverfisins — skapi skólanum þau starfs- skilyrði, að hann megni að búa æskuna sem bezt undir lífsstarfið og gera það að góðum og nýtum þjóðfélagsþegnum. Þetta kostar að sjálfsögðu stórt átak og of fjár, en það kostar meir að dragast aftur úr þróuninni. Efnishyggjan má þó ekki ná yfirtökum á okkur, og andleg verðmæti halda ávallt gildi sínu. Félagslíf í skólanum hefur verið ágætt. Þar eru starfandi ýmis félög, svo sem skóla- félagið, sem allir nemendur skólans eru skyldugir að vera í. Aðaltilgangur þess félags er að halda málfundi og sjá urn skemmtanir nemenda innan skólans. — Hagnaður af skólaskemmtunum er lagður í ferðasjóð nemenda, sem skiptist jafnt á milli bekkja skólans. Skemmtanir skólans eru ávallt undir eftirliti kennara. A s. 1. vetri voru 33 þús. kr., sem komu til skipta milli bekkja í ferðasjóð. Félags- gjöld nemenda, sem eru 10 kr., skiptast milli félagssjóðs, sem er ætlað að standa straum af útgjöldum félagsins öðrum en þeim, sem standa í beinu sambandi við rkemmtanirnar, og bókasafnssjóð, en fé úr honum skal varið til bókakaupa handa bókasafni skólans. Iþróttafélag er einnig starfandi með miklum glæsibrag. Handknattleiksmót innan skólans eru haldin árlega, stúlkna- og drengjasveitir hafa tvisvar á vetri hverj- um tekið þátt í sundmótum framhalds- skólanna í Reykjavík. Hefur stúlknasveit- in verið mjög sigursæl á þeim mótum. Taflfélag og frímerkjaklúbbur eru einnig starfandi. Nemendurnir gefa einnig út skólablað, sem nefnist Stakkur, og er það jafngmalt skólanum. Töluverðar breytingar hafa orðið á kenn- araliði skólans á téðu tímabili. Ég hef áður getið um fjölgunina á föstum kennurum skólans, en auk þess hafa ávallt starfað nokkrir stundakennarar. Aðeins skóla- stjórinn, Rögnvaldur Sæmundsson, og undirritaður hafa starfað óslitið við skól- ann frá upphafi. Það er ávallt erfiðara að stjórna og kenna við skóla, sem er að hefja starfsemi sína en skóla, sem starfað hefur lengi, því að þar hafa skapazt fastar skólavenjur og viss skólabragur, sem bæði kennarar og nemendur ósjálfrátt lúta. Ég tel, að enginn einstaklingur hafi átt meiri þátt í að móta þann skólabrag, sem skapazt hefur, og ég tel í flestu góðan, en einmitt Rögnvaldur, enda hefur hann unnið starf sitt af alúð og samvizkusemi, og stöndum við, íbúar skólahverfisins, í mikilli þakkarskuld við hann. Þeir fastir kennarar, aðrir, sem starfað hafa við skólann 4 ár eða lengur, eru sem hér segir: Oskar Jónsson, sem einkum hefur kennt teiknun og reikning. Ingólfur Halldórsson, kennt reikning og íslenzku. Oskar Olafsson, kennt sögu, kristin- fræði, landafræði o. fl. Björn Guðnason, kennt dönsku og nátt- úrufræði. 88 — F A X I

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.