Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1962, Blaðsíða 8

Faxi - 01.06.1962, Blaðsíða 8
var Loftur Guðmundsson. Eftir hann voru einnig organistar hér Jón Laxdal tón- skáld, sem þá var verzlunarmaður við skrifstofustörf í Keflavík, og fró Marta, dóttir Péturs Guðjónsen tónskálds og org- anista í Reykjavík, en Marta var systir frú Guðrúnar, konu séra Jens Pálssonar á Ut- skálum. A eftir þeim, sem nú hafa verið talin, kom Jón Einarsson frá Endagerði á Miðnesi. Eftir hann tók við Þorgeir Páls- son, þá búsettur í Keflavík, síðar fram- kvæmdastjóri fyrir togarafélögin Hrönn og Njörð í Reykjavík. Þar næst kom Þorsteinn Arnason í Gerðum, nú trésmíðameistari í Keflavík. Tók Þorsteinn við starfinu árið 1903, og síðan hefur ekki þurft að fá ráðinn organista úr öðrum byggðarlögum. Þor- steinn hafði þetta starf með höndum á fjórtánda ár. Eftir hann kom Þorlákur Benediktsson. En núverandi organist kirkj- unnar er frú Auður Tryggvadóttir í Gerð- um, tók hún við af Þorláki árið 1928, og er því búin að vera organisti hér í 31 ár, eða langlengst af öllum, er við þetta hafa starf- að hér, og áður en hún tók við organista- starfinu, var hún í söngkór kirkjunnar. A hún miklar þakkir skilið fyrir sitt langa starf í þágu kirkjunnar, er hún hefur jafn- an leyst af hendi af alúð og samvizkusemi og leyst það prýðilega af hendi. Einnig á maður hennar, Björn Finnbogason, þakkir skilið fyrir hvað hann hefur stutt hana í starfi; þar sem hún er búsett um kílómet- ers leið frá kirkjustaðnum, eru það margar ferðir, sem hann er búinn að flytja hana á milli í öll þessi ár bæði til messugjörða og söngæfinga. I sambandi við söngmál kirkjunnar get ég ekki látið hjá líða að nefna nokkur nöfn, sem áttu sinn stóra þátt í að fegra og prýða kirkjusönginn, og verður þá efst í huga mínum frú Matthildur Finnsdóttir, kona Einars Magnússonar skólastjóra; sjálf spilaði hún á orgel og var alveg sér- stökum gáfum gædd hvað söng- og músík- líf snertir. Þá uppfræðslu, sem við Þor- steinn Árnason fengum í orgelspili, feng- um við mest hjá henni, og því var það okkur báðum ómetanlegur styrkur, að hafa hana í söngkór kirkjunnar. Einnig stofnaði hún hér í byggðarlaginu karlakór, er starfaði hér með miklum blóma, meðan hennar naut við. Frú Matthildur og maður hennar Einar Magnússon voru í kirkjukór Utskálakirkju í fjölda ára, eða meðan heilsa og kraftar leyfðu. Eg vil aðeins nefna örfá nöfn annarra karla og kvenna, sem öll eru nú horfin af sjónarsviðinu og áttu sinn ríka þátt í að fegra og prýða kirkjusönginn: Guðmundur Björnsson í Gerðum, Sigur- jón Sturlaugsson og kona hans, Steinþóra Þorsteinsdóttir, Guðrún Ingjaldsdóttir Gerðum, Steinunn Steinsdóttir, Sólbakka, Steinn Lárusson, Gerðum, Eiríkur Guð- mundsson, Smærnavelli, Ingimundur Guð- jónsson, Garðsstöðum. Þetta fólk var allt í kirkjukórnum í áratugi, og mörg fleiri nöfn mætti nefna, er störfuðu með fólki þessu. Mér er minnisstætt eitt Þorláksmessu- kvöld fyrir jól; þá höfðum við alltaf síð- ustu söngæfingu fyrir jólahátíðina. Um- rætt kvöld var veðrið svo vont, að þó að ég færi heim í kirkju á tilsettum tíma, bjóst ég alls ekki við að fólkið myndi koma, enda varð sú raunin á, að enginn kom á æfingu það kvöldið. Meðan ég beið í kirkjunni mátti heita að hún léki á reiði- skjálfi, því suðaustan hvassviðri og rign- ing eftir því var úti. Þá voru bílar ekki komnir til sögunnar og allir urðu að fara fótgangandi. Ég ákvað svo að hafa æfingu kl. 2 á aðfangadag, og þó að enginn sími væri kominn þá, fréttist þetta frá manni til manns, og svo var þessi æfing vel sótt, að ekki vantaði einn einasta af þeim, sem í kórnum voru, og höfðu þó húsmæður þá allt önnur og seinvirkari tæki til heimilis- starfa heldur en nú er. Söngæfingar voru þá með afbrigðum vel sóttar; slíkur var áhuginn, ábyggilegheitin og samvizku- semin í starfinu. Alls þessa fólks, er ég hef nefnt og marga fleiri, er ég hef ekki nafn- greint, en hér áttu hlut að máli, er vert að minnast með þakklæti. Af núverandi meðlimum kórsins verður efst í huga mínum frú Hrefna Þorsteins- dóttir í Króksvelli, sem búin er að starfa í kórnum í 44 ár og Guðlaugur Eiríksson á Meiðastöðum 43 ár, og hvað þýðingar- mikið það er fyrir starfsemi kórsins og hve mikið það léttir undir fyrir organistann, gagnvart þeim er síðar koma, að hafa ára- tuga þjálfað söngfólk með í starfinu. I því sambandi vil ég minnast á Meiðastaða- bræðurna þrjá, Sumarliða, Guðlaug og Jón, sem allir eru búnir að starfa í kórnum í áratugi, og hvað kirkjusókn þeirra bræðra allra hefur verið með af- brigðum góð. Þá minnist ég frú Ástríðar Káradóttur á Garðskaga, sem starfaði hér í kórnum með prýði í fjölda ára, en varð því miður að hætta vegna bilunar í hálsi. Einnig hefur starfað hér í kórnum síðast- liðin ár frú Ingibjörg Ingólfsdóttir á Meiðastöðum, eftir að hún fluttist í þetta byggðarlag, þar til nú, að hún hefur orðið að hætta. Er það mikið tap fyrir kórinn, að hafa tapað báðum þessum konum. Af eldri meðlimum kórsins, eins og hann nú er skipaður, vil ég nefna Ingvar Júlíus- son, Bjargi, Júlíus Oddsson, Sóltúni og Kristinn Árnason, Gerðum, ennfremur Halldór Þorsteinsson frá Vörum. Nú er dálítið af yngra fólki að bætast í hópinn, sérstaklega í fyrstu rödd, og er mikill styrkur fyrir það, að hafa sér við 92 — F A XI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.